Fréttir

Lóuþrælar með tvenna jólatónleika

Jólatónleikar Karlakórsins Lóuþræla verða haldnir í næstu viku, þeir fyrri í Barnaskólanum á Borðeyri, þriðjudaginn 13. desember nk. og hefjast þeir klukkan 20:30 og þeir síðari í Félagsheimilinu Hvammstanga kvöldið eftir eða miðvikudaginn 14. desember, kl. 20:30.
Meira

Caird frábær í fimmta sigri Stólanna í röð

Grindavík og Tindastóll mættust í kaflaskiptum en spennandi leik í Mustad-höllinni suður með sjó í gærkvöld. Grindvíkingar voru betra liðið í fyrri hálfleik en í þeim síðari náðu Stólarnir upp ágætri vörn og náðu að virkja Hester í sókninni. Að þessu sinni var það Chris Caird sem átti stórleik en kappinn skilaði 36 stigum í hús. Eftir sterkan lokakafla stungu Stólarnir af úr Grindavík með stigin þrjú en lokastaðan var 80-87.
Meira

Jólabókakvöld í Bjarmanesi

Á mánudagskvöldið verður haldið Jólabókakvöld í Bjarmanesi á Skagaströnd, á vegum Gleðibankans. Þar munu heimamenn lesa úr ýmsum bókum, sem flestar hafa komið út fyrir þessi jól. Einnig býður Bjarmanes kakó, kaffi og vöfflur til sölu.
Meira

Útskrift Marel fiskvinnslutækna frá Fisktækniskóla Íslands

Á þriðjudaginn, þann 6. desember útskrifaðist annar árgangur Marel vinnslutækna frá Fisktækniskóla Íslands. Þetta nám er tilsniðið að þörfum fiskvinnslunnar sem sífellt verður tæknivæddari með áherslu á framleiðslugæði og hámarksnýtingu hráefnis. Mikill skortur er á fólki með ákveðna tækni-, hugbúnaðar- og vinnsluþekkingu í fiskiðnaði og svarar þetta nám kalli iðnaðarins.
Meira

Skákæfingar fyrir börn og unglinga

Skákfélag Sauðárkróks hyggst, eftir áramót, byrja með skákæfingar fyrir börn og unglinga. Æfingarnar verða á mánudögum frá kl. 17.00 til 18.30 í Húsi Frítímans og verður fyrsta æfingin þann 9. janúar. Gert er ráð fyrir að þátttakendur kunni mannganginn, en reynt verður að kenna þeim ýmis mikilvæg atriði, með það að markmiði að auka færni þeirra í skák. Á vef Skákfélagsins segir að fyrirkomulag æfinganna muni þróast eftir aðstæðum.
Meira

Samstöðutónleikar og upplestur

Á miðvikudagskvöldið í næstu viku, 14. desember, verða haldnir samstöðutónleikar og upplestur að Löngumýri. Kirkjukór Glaumbæjarprestakalls og Rökkurkórinn syngja og lesið verður uppúr bókum, gömlum og nýjum.
Meira

Peningagjöf vegna lyftu í Safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju

Á fimmtudagskvöldið var hin árlega aðventugleði Sjálfsbjargar haldin í Húsi Frítímans á Sauðárkróki. Við það tækifæri afhenti Sjálfbjörg peningagjöf vegna lyftu sem stendur til að koma upp í Safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju. Einnig voru afhentar viðurkenningar fyrir aðgengismál.
Meira

Unnið að fullnaðarhönnun áfanga A við Sundlaug Sauðárkróks

Sagt var frá því á dögunum að breyting yrði gerð á framkvæmdaáætlun hjá Svf. Skagafirði þannig að 140 milljónir króna yrðu fluttar af framkvæmdum við sundlaug á Sauðárkróki yfir á nýtt verkefni, gervigrasvöll á íþróttasvæðinu á Sauðárkróki. Aðaluppdrættir liggja nú fyrir og er verkfræðihönnun því komin á fullt skrið með betrumbætta sundlaug.
Meira

Contalgen Funeral með nýja plötu

Skagfirska hljómsveitin Contalgen Funeral er ekki dauð úr öllum æðum en nýr diskur er komin út hjá sveitinni sem ber heitið Good Times. Þetta er önnur breiðskífa hljómsveitarinnar en einnig hefur ein smáskífa fengið að fljóta á öldum ljósvakans.
Meira

Skál dalsins

Feykir rakst á forvitnilega færslu á Fésbókinni þar sem sagt er frá Skagfirðingi sem kom inn í verslun til að kaupa sér jakka. Það í sjálfu sér er ekki í frásögur færandi nema að þegar hann var búinn að ljúka kaupunum kvaddi hann með orðunum „Skál dalsins!“. Var sagt að það væri frasi úr Austurdal í Skagafirði, þaðan sem maðurinn er.
Meira