Fréttir

Íþróttamaður U.M.F.Tindastóls 2016.

Þann 22. desember verður tilkynnt um val á íþróttamanni U.M.F.Tindastóls fyrir árið 2016 og fer athöfnin fram í Húsi frítímans á Sauðárkróki. Auk afhendinga viðurkenninga munu deildirnar kynna starf sitt í stuttu máli.
Meira

Ljósleiðari á Langholt og Sæmundarhlíð

Framkvæmdir hafa staðið við lagningu ljósleiðara frá Varmahlíð að Marbæli auk Sæmundarhlíðar í Skagafirði frá því um mánaðarmót október nóvember. Er hann að hluta til dreginn í rör sem lögð voru samhliða lagningu hitaveitu í Sæmundarhlíð og á kaflanum frá gamla pósthúsinu í Varmahlíð að Grófargili. Annars staðar er ljósleiðarinn plægður beint niður í jörðina án hlífðarrörs.
Meira

Tindastóll á toppnum eftir háspennuleik gegn Haukum

Það var geggjuð stemning í Síkinu í kvöld þegar Haukar úr Hafnarfirði heimsóttu Tindastólsmenn. Þrátt fyrir að vera að gæla við fallbaráttuna er Haukaliðið mjög gott og þeir komu einbeittir til leiks gegn Stólunum. Eftir að Stólarnir höfðu leitt lengstum í síðari hálfleik voru það gestirnir sem voru nálægt því að ræna stigunum en Stólarnir tryggðu sér framlengingu þar sem þeir reyndust sterkari. Lokatölur 87-82.
Meira

Keppniskvöld KS-Deildarinnar 2017

Úrtaka fyrir eitt laust sæti í KS-Deildinni verður haldin 25. janúar í Reiðhöllinni Svaðastöðum. Sagt er frá þessu í tilkynningu hjá Meistaradeild Norðurlands. Keppt verður í fjórgangi og fimmgangi og skulu tveir liðsmenn keppa í hvorri grein. Liðið skal síðan skipað a.m.k. fjórum knöpum en heimilt er að skrá fimm og verður það nánar auglýst síðar.
Meira

Aukinn kostnaður við nær alla málaflokka

Á sveitarstjórnarfundi Húnavatnshrepps í í gær var samþykkt fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaða samstæðu verði jákvæð um 8,6 milljónir króna. Tekjur verði 463 milljónir og gjöld 454,4 milljónir með fjármagnsliðum. Skuldahlutfall er áætlað 41%.
Meira

Hundur gólar jólalag - Myndband

Jólatónleikar Tónlistarskóla Skagafjarðar hafa farið fram víðs vegar um héraðið nú í desember. Fyrstu leikar hófust fimmtudaginn 8. desember í Félagsheimilinu Höfðaborg Hofsósi, á Hólum12. desember, í Miðgarði 13. desember og þeir síðustu í matsal í Árskóla í gær.
Meira

„Það er nánast allt hægt að endurnýta“

Anna Margret Valgeirsdóttir, grunnskólakennari á Blönduósi, er mikil áhugamanneskja um umhverfi og endurvinnslu. Hún er þeirrar skoðunar að okkur beri að nýta allt sem hægt er að nýta og skila jörðinni sómasamlega til afkomenda okkar.
Meira

Upplestur á aðventu í Heimilisiðnaðarsafninu

Á morgun, föstudaginn 16. desember klukkan 16, munu lestrarvinir Heimilisiðnaðarsafnsins lesa upp úr og kynna nýjar bækur. Fyrst verður boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur og um klukkan 16:30 hefst upplesturinn.
Meira

Maður ársins 2016 á Norðurlandi vestra

Líkt og undanfarin ár auglýsir Feykir eftir tilnefningum um mann ársins á Norðurlandi vestra. Feykir hefur staðið fyrir slíkum tilnefningum í nokkur ár og var Anna Pálína Þórðardóttir á Sauðárkróki kosin Maður ársins 2015.
Meira

„Jólanna hátíð er“ er jólalag Rásar 2

Nú er búið að velja sigurlagið í Jólalagakeppni Rásar 2 árið 2016 og heitir það „Jólanna hátíð er“. Lag þeirra Kristjáns Bjarna Halldórssonar og Reynis Snæs Magnússonar „Jólin koma“ endaði í því öðru. Á Rúv.is segir að rúmlega sextíu lög hafi borist í
Meira