Fréttir

Rannveig söng til sigurs

Söngkeppni félagsmiðstöðvarinnar Friðar í Skagafirði var haldin föstudagskvöldið 9. desember sl. í menningarhúsinu Miðgarði. Á heimasíðu Svf. Skagafjarðar segir að í keppninni hafi verið sex frábær atriði og fór Rannveig Sigrún Stefánsdóttir í 9. bekk Árskóla með sigur af hólmi með flutningi sínum á laginu „Someone like you“ með tónlistarkonunni Adele.
Meira

Yfirlýsing frá Markaðsstofu Norðurlands

Markaðsstofa Norðurlands gagnrýnir harðlega frumvarp til fjárlaga sem nú liggur fyrir Alþingi. Í því frumvarpi er ekki gert ráð fyrir að fjármagna nýsamþykkta samgönguáætlun og vantar þar mikið uppá.
Meira

Undir álögum álfa og villtrar náttúru

Þýska sjónvarpsstöðin Bayerischer Rundfunk kom til Íslands um miðjan nóvember og eyddi nokkrum dögum í Skagafirði og Austur-Húavatnssýslu. Villt náttúran og sagan er það sem heillar, hross, kindur, hundar og álfar. Meðal þeirra sem koma fram í þættinum er Hlín C. Mainka í Ásgarði í Skagafirði og Karólína í Hvammshlíð en einnig er komið við á Hegrabjargi í Hegranesi sem og á Stafni í Svartárdal.
Meira

Tindastóll áfram í bikarnum í yngri flokkum

Um helgina fóru fram tveir leikir hjá yngri flokkum körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Unglingaflokkur karla átti heimaleik á laugardaginn gegn Val Reykjavík og 10. flokkur drengja léku gegn FSu á Selfossi á sunnudaginn. Það fór svo að Tindastóll hafði sigur í báðum leikjunum.
Meira

Hrafnhildur sigraði í einvíginu

Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir frá Dæli í Húnaþingi vestra bara sigur úr bítum í einvígi gegn Sessý í þættinum The Voice Ísland í gærkvöldi. Hrafnhildur Ýr er mikill reynslubolti í söngnum og keppti m.a. fyrir hönd FNV í söngkeppni framhaldsskóla á sínum tíma. Hún tók einnig þátt í Voice í fyrra en þá datt hún úr keppni eftir einvígi við Hjört Traustason sem síðan sigraði keppnina.
Meira

Leyndarmálið um norsku jólakökuna

Í Sauðárkróksbakaríi er norsk jólakaka meðal kræsinga sem mörgum finnst ómissandi fyrir jólin. Kakan sú er líka ekta, en það er norski bakarinn Trond Olsen sem bakar hana eftir gamalli fjölskylduuppskrift. Hann bakar hvorki meira né minna en 500-600 slíkar kökur fyrir hver jól og seljast þær flestar í héraðinu.
Meira

Fjörðurinn fagri

Kæru lesendur Feykis. Eiginkona mín Karen Ösp Garðarsdóttir skoraði á mig að rita gestapistil í Feyki og ákvað ég að verða við þeirri áskorun. Ég ólst upp á Djúpavogi á Austfjörðunum. Fyrir mér er Berufjörðurinn „fjörðurinn fagri“ og Búlandstindurinn er „fjallið mitt“ þó liðin séu ellefu ár síðan ég flutti í burtu þaðan. Á þeim ellefu árum sem liðin eru, hef ég búið víða; í Reykjanesbæ, í Fjarðabyggð, í Reykjavík og á Akureyri.
Meira

Hrafnhildur Ýr mætir Sessý í einvígi

Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir frá Dæli í Húnaþingi vestra keppir nú í sjónvarpsseríunni The Vioce Ísland í annað sinn. Eins og Feykir greindi frá á dögunum var Hrafnhildur ekki tilbúin að segja skilið við þættina þegar hún datt út í fyrstu þáttaröðinni, eftir einvígi við Hjört Traustason sem síðan sigraði keppnina.
Meira

Skortur á dagvistunarúrræðum veldur áhyggjum

Foreldrar ungra barna á Sauðárkróki eru uggandi vegna skorts á dagvistunarúrræðum eftir að fæðingarorlofi lýkur. Elín Árdís Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur og móðir þrettán mánaða drengs, segist sjá fram á að þurfa að segja upp draumastarfinu þar sem hún komið barni sínu ekki inn á leikskóla fyrr en næsta haust.
Meira

Lóuþrælar með tvenna jólatónleika

Jólatónleikar Karlakórsins Lóuþræla verða haldnir í næstu viku, þeir fyrri í Barnaskólanum á Borðeyri, þriðjudaginn 13. desember nk. og hefjast þeir klukkan 20:30 og þeir síðari í Félagsheimilinu Hvammstanga kvöldið eftir eða miðvikudaginn 14. desember, kl. 20:30.
Meira