Fréttir

Missti nánast allt sitt í brunanum

Hjördís Tobíasdóttir, íbúi í Geldingaholti 1 í Skagafirði, missti nánast allar sínar eigur þegar húsið brann í gær. Tilkynnt var um eld í húsinu upp úr klukkan hálffimm í gær, en talið er að hann hafi kviknað í þegar verið var að leggja nýtt inntak fyrir heitt vatn í húsið. Formleg rannsókn á upptökum eldsins stendur ný yfir.
Meira

THE ONE MOMENT / OK Go

Hljómsveitin OK Go, sem ættuð er frá Chicago en gerir nú út frá Los Angeles, hefur ekki beinlínis tröllriðið vinsældalistum heimsins. Og þrátt fyrir að rokktónlist þeirra sé oft á tíðum hin áheyrilegasta þá eru það í raun myndböndin sem þeir gera við lögin sín sem vekja mesta athygli.
Meira

Aðventuhátíð á Blönduósi

Aðventuhátíð verður haldin í Blönduósskirkju fyrir allar sóknir Þingeyraklaustursprestakalls næstkomandi sunnudag, sem er sá annar í aðventu. Athöfnin hefst klukkan 16:00 og er lofað glæsilegri dagskrá í tali og tónum.
Meira

Íbúðarhús í Geldingaholti eyðilagðist í bruna

Íbúðarhús í Geldingaholti í Skagafirði er rústir einar eftir að eldur kviknaði þar í dag. Talið er að glóð hafi kviknað þegar starfsmenn Skagafjarðarveitna voru við vinnu vegna nýs inntaks fyrir heitt vatn í húsið. Slökkviliði Skagafjarðar barst útkall klukkan 16:39 í dag. Slökkvistarf hefur reynst erfitt og er stendur enn yfir.
Meira

Jónína Guðrún 100 ára

Sagt er frá því á vefsíðu Skagastrandar að Jónína Guðrún Valdimarsdóttir frá Kárastöðum, nú búsett á Skagaströnd, hafi orðið 100 ára í gær, 29. nóvember.
Meira

Þrjú heilsársstörf líffræðinga á Selasetrinu

Selasetur Íslands og Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafamiðstöð hafs og vatna, undirrituðu samstarfssamning til þriggja ára þann 25. nóvember 2016. Samningurinn gengur í gildi 1. janúar 2017.
Meira

Er mikill aðdáandi Abba / SVEINN SIGURBJÖRNS

Að þessu sinni svarar Sveinn Sigurbjörnsson, skólastjóri Tónlistarskóla Skagafjarðar, nokkrum laufléttum spurningum í Tón-lystinni. Sveinn er fæddur 1960 og alinn upp í Þorpinu á Akureyri. Hann kannast ekki við nein ættartengsl í Skagafjörð eða Húnavatnssýslur en segir þó að faðir hans, Sigurbjörn Sveinsson, pípari og járnsmiður, hafi verið í sveit í Skagafirði sem unglingur. Aðalhljóðfæri Sveins er trompetinn en afrekin á tónlistarsviðinu eru mörg og hann nefnir sem dæmi að hann kom fram í sjónvarpsþætti um Akureyri, spilaði með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, hefur spilað með Steve Hagget og hinu skagfirska tónlistarteymi Multi Musica. Sveinn hóf að kenna við Tónlistarskólann á Sauðárkróki árið 1986 og hefur kennt þar nær óslitið síðan. Hann var ráðinn skólastjóri Tónlistarskóla Skagafjarðar árið 1999.
Meira

Hugguleg stemning á stofutónleikum

Hjónin Hjalti Jónsson frá Blönduósi og Lára Sóley Jóhannsdóttir héldu stofutónleika í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi á sunnudaginn var. Að sögn Láru Sóleyjar tókust tónleikarnir „ljómandi vel.“
Meira

Starfsemi fjölritunarstofunnar Grettis hætt um áramótin

Sagt er frá því á Húnahorninu að starfsemi Fjölritunarstofunnar Grettir sf. á Blönduósi verði hætt um áramót. Þar með verður útgáfu á auglýsinga- og sjónvarpsdagskránni Glugganum hætt, sem og annarri starsemi fyrirtækisins í núverandi mynd.
Meira

Ekkert svar borist vegna áhættumats

Á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra á mánudaginn var lagt fram tölvubréf Páls Björnssonar lögreglustjóra frá 18. nóvember sl. með svari við fyrirspurn vegna slyss sem varð við Hvammstangahöfn þann 24. ágúst sl.
Meira