Fréttir

Feðgar spiluðu saman í sigurleik Tindastóls

Lið Tindastóls tók á móti Knattspyrnufélagi Rangæinga (KFR) á Hofsósi í gær. Tindastólsmenn höfðu unnið síðustu tvo leiki sína í 3. deildinni og bættu þeim þriðja við með góðum leik en lokatölur urðu 4-0. Feðgarnir Gísli Eyland Sveinsson og Jón Gísli Eyland Gíslason tóku báðir þátt í leiknum í gær.
Meira

Prjónagleði á Blönduósi dagana 10. - 12. júní

Textílsetur Íslands og samstarfsaðilar munu standa fyrir hátíðinni ,,Prjónagleði” helgina 10. - 12. júní 2016 í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi. Prjónagleði hefur það að markmiði að sameina reynda kennara og áhugasamt prjónafólk frá Íslandi sem og erlendis frá til að deila og miðla reynslu, læra eitthvað nýtt og hafa gaman.
Meira

Spennandi keppni á sterku WR móti

WR hestaíþróttamóti UMSS og Skagfirðings var haldið á Hólum 21. maí siðast liðinn. Þetta var fyrsta stórmótið sem hestamannafélagið Skagfirðingur stóð fyrir og tókst það prýðilega. Þetta var einnig fyrsta mótið á nýjum keppnisvelli á Hólum og því fín prufukeyrsla fyrir komandi Landsmót.
Meira

Höldur viðurkenndur þjónustuaðili fyrir Mercedes-Benz

Höldur hefur fengið vottun sem viðurkenndur þjónustuaðili fyrir allar gerðir Mercedes-Benz fólksbíla og smærri atvinnubíla fyrir bílaverkstæði sitt á Akureyri. Bílaumboðið Askja hefur hingað til verið eini viðurkenndi þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi enda með umboð fyrir þýsku lúxubílanna frá Stuttgart en Höldur bætist nú í hópinn. Höldur mun að þessu tilefni bjóða til veglegrar Mercedes-Benz bílasýningar á verkstæði fyrirtækisins á Akureyri nk. föstudag og laugardag.


Meira

Gönguferð í Þórðarhöfða og glæsileg myndlistarsýning

Gönguferð í Þórðarhöfða og glæsileg myndlistarsýning eru meðal viðburða á Jónsmessuhátíð á Hofsósi síðar í þessum mánuði. Hátíðin hefst að þessu sinni á fimmtudegi, 16. Júní, með opnun myndlistarsýningar Hallrúnar Ásgrímsdóttur frá Tumabrekku. Hallrún var með sýna fyrstu einkasýningu í Sæluviku í Skagafirði í vor og vakti hún verðskuldaða athygli.
Meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kjörs forseta Íslands

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kjörs forseta Íslands. Laugardaginn 25. júní 2016 í umdæmi sýslumannsins á Norðurlandi vestra verður sem hér segir:
Meira

Sólar- og blíðuspá fyrir Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður á Sauðárkróki morgun, laugardaginn 4. Júní og hefst kl. 10. „Það er sannkölluð sólar - og blíðuspá fyrir laugardaginn og við höldum í vonina að sú spá rætist, ef ekki þá verðum við allavega með sól í hjarta,“ segir í tilkynningu um hlaupið.
Meira

Af hverju Píratar?

Kosningarnar í haust munu í raun snúast um tvær lykilspurningar. Þær eru: 1. Af hverju ættu kjósendur að kjósa það sama og síðast? Mörgum kjósendum finnst þeir eigi að gera það. Þeim bara finnst það og þeir gera það, alveg sama hvað er í boði. En það kostar og hefur kostað okkur sem þjóð. Undir stjórn núverandi meirihluta hefur Ísland orðið að athlægi erlendis, einræðisleg afstaða og ákvörðun fyrrverandi utanríkisráðherra í málefnum Úkraínu hafði áhrif á atvinnu landverkafólks og kostaði atvinnurekendur milljarða.
Meira

Glæsilegt úrtökumót fyrir landsmót

Sameiginleg úrtaka hestamannafélaganna Skagfirðings, Neista, Þyts og Glæsis verður haldin á Hólum 11.júní og 12.júní nk. Ef skráning er góð er möguleiki að fyrri tveir skeiðsprettirnir í básaskeiðinu fara fram föstudagskvöldið 10.júní og seinni tveir á sunnudaginn 12.júní.
Meira

Nýtt hjól afhent og tekið í gagnið á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki - myndir

Íbúar Sauðárkróks hafa ef til vill séð til þeirra stallna, Ástu Karenar Jónsdóttur sjúkraliða á Dvalarheimilinu á Sauðárkróki og Önnu Pálínu Þórðardóttur, hjóla um bæinn sl. laugardag þegar þær fóru í fyrsta hjólatúrinn á nýju hjóli sem þær hrintu af stað söfnun fyrir í upphafi árs. Ekki er um hefðbundið reiðhjól að ræða heldur rafknúið hjól sem tekur farþega.
Meira