Fréttir

Undirbúningur fyrir úrtöku og Landsmót hestamanna

Hestamannafélagið Skagfirðingur býður börnum, unglingum og ungmennum sem stefna á úrtöku fyrir Landsmót boðið upp á æfingartíma. Æfingar fara fram föstudaginn 3. og laugardaginn 4. júní á Hólum í Hjaltadal. Kennarar verða Pétur Örn Sveinsson og Heiðrún Ósk Eymundsdóttir.
Meira

„Keith Jarret og kaffi á sunnudagsmorgni er ofsa góð blanda“ / HARPA ÞORVALDS

Tónlistarkonan Harpa Þorvaldsdóttir er uppalin á Hvammstanga en býr nú í Reykjavík. Harpa er dóttir Þovaldar Böðvarssonar, fyrrum rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Norðurlandi vestra, og Hólmfríðar Skúladóttur. Harpa hefur sungið síðan hún man eftir sér en hljóðfærið hennar er píanó. „Hef ekki geta skilið það við mig frá því ég byrjaði að læra 6 ára gömul,“ segir Harpa, en hún kemur fram á tónleikum á Hvammstanga þann 4. júní til styrktar Menningarfélagi Húnaþings vestra.
Meira

Æfingar sumarsins hjá Knattspyrnudeild Tindastóls

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur auglýst æfingadagskrá sumarsins í Sjónhorninu í dag en æfingar hefjast næstkomandi mánudag. Í auglýsingunni segir að æfingar 6. flokks sé kl. 13:10 og 7. flokks 8:10 en því mun vera öfugt farið, rétt er að 6. flokkur mun æfa kl. 8:10 og 7.fl. er kl. 13:10.
Meira

72 nemendur brautskráðir við hátíðlega athöfn

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið í 37. sinn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki laugardaginn 28. maí síðastliðinn að viðstöddu fjölmenni. Alls brautskráðust 72 nemendur.
Meira

Húnanet ehf. stofnað um ljósleiðaravæðingu

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps samþykkti á fundi sínum þann 15. apríl að ljósleiðaravæða sveitarfélagið. Í fundargerð frá 15. apríl kemur fram að sveitarfélagið hafi fengið 84 millj.kr. styrk til framkvæmdarinnar frá Fjarskiptasjóði, í gegnum verkefnið Ísland ljóstengt sem tekur mið af markmiði ríkisstjórnarinnar og til útbreiðslu háhraða nettenginga.
Meira

Dagur Þór vann lokaverkefni um aukin flakagæði þorsks

Þann 29. apríl síðastliðinn varði Skagfirðingurinn Dagur Þór Baldvinsson lokaritgerð sína í Sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri sem fjallaði um áhrif skurðarhraða og stærðar fisks á flakagæði þorsks. Um er að ræða samstarfsverkefni milli FISK Seafood og Vélfags í Ólafsfirði sem unnið var hjá Iceprotein.
Meira

Vinabæjamót í Skagafirði hófst í dag

Í dag hófst vinabæjamót í Skagafirði en um 30 manns frá hinum Norðurlöndunum komu í fjörðinn í gærkvöldi. Vinabæirnir eru Espoo í Finnlandi, Køge í Danmörku, Kristianstad í Svíþjóð og Kongsberg í Noregi. Mótið stendur til 2. júní.
Meira

Tollasamningur sem ógnar byggð og atvinnuöryggi

Búvörusamningur og tollasamningurinn við Evrópusambandið eru til umfjöllunar í nefndum Alþingis. Hægt er að gagnrýna báða þessa samninga út frá mörgum sjónarmiðum. Eins og komið hefur fram hefur tollasamningurinn ekki verið unninn í neinu samráði við bændur, aðra hagsmunaaðila, neytendur eða aðra flokka en þá flokka sem sitja í ríkisstjórn.
Meira

Tindastólsmenn með sigur á Dalvík/Reyni

Tindastóll vann góðan sigur á Dalvík/Reyni á laugardaginn í 3. umferð 3. deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu. Leikið var á Dalvíkurvelli við ágætar aðstæður og fór svo að Stólarnir unnu góðan 0-3 sigur.
Meira

Undurfallegt myndband af urtum með nýfædda kópa

Meðfylgjandi myndband tók áhugaljósmyndarinn Róbert Daníel Jónsson á Blönduósi á ferð sinni um Ísafjarðardjúp. Róbert hefur undanfarið fengist við að taka myndir með dróna og er sérlega fundvís á fallegt myndefni í náttúrunni, eins og þessar einstöku myndir bera með sér.
Meira