Fréttir

Árlegt göngustíganámskeið ferðamálanema

Hið árlega göngustíganámskeið ferðamálanema á fyrsta ári ári við Háskólann á Hólum var haldið nýlega. Námskeiðið er liður í stærra námskeiði sem nefnist Gönguferðir og leiðsögn og jafnframt mikilvægur hluti af námi diplómnema til að fá landavarðaréttindi sem Umhverfisstofnun.
Meira

Alþjóðlegar æfingabúðir hjá Markviss

Segja má að fyrstu alþjóðlegu æfingabúðirnar í haglagreinum hér á landi séu í gangi þessa dagana á skotíþróttasvæði Skotfélagsins Markviss á Blönduósi. Þetta kemur fram í frétt á vef Húnahornsins.
Meira

Húnaþing vestra tekur þátt í Hreyfiviku UMFÍ

Húnaþing vestra tekur þátt í Hreyfiviku UMFÍ annað árið í röð en hún hófst í gær og stendur til 29. maí næstkomandi. Tilgangur Hreyfivikunnar er að hvetja til virkrar hreyfingar og þátttöku í íþróttum þannig að fólk hreyfi sig að minnsta kosti 30 mínútur á dag.
Meira

Þriðju verðlaun fyrir Markaappið

Lokahóf Nýsköpunarkeppni grunnskólanna var haldið í Háskólanum í Reykjavík síðastliðinn sunnudaginn, 22. maí. Það voru 39 hugmyndaríkir krakkar úr 5. – 7. bekk sem komust áfram í vinnustofur og í úrslit keppninnar með samtals 27 hugmyndir. Meðal þeirra voru fjórir nemendur Varmahlíðarskóla með þrjár hugmyndir.
Meira

Fótboltavöllur í dulargervi?

Herra Hundfúll er orðinn hundleiður á þessu ónýta grasi á Sauðárkróksvelli og er nú búinn að missa tölu á því hversu mörg sumur í röð hefur þurft að bíða fram á mitt sumar með að hefja tuðruspark á vellinum. Það sér hver heilvita maður að þetta náttúrulega gengur engan veginn. Það þarf að smella gervigrasi á aðalvöllinn á Króknum og það fyrr en síðar. Það verður til lítils fyrir tuðrusparkara að fá byggt fjölnotahús í hálfri vallarstærð ef það er síðan ekki hægt að spila fótbolta á löglegum velli fyrr en undir haust þegar Íslandsmótið er yfirstaðið. Ef ekki á að vinna stór spjöll á knattspyrnuiðkun í Skagafirði þá þarf nú að láta hendur standa fram úr ermum. Nema menn séu bara fullsáttir með að fótboltinn leggist af á Króknum.
Meira

Úrslit frá WR móti Skagfirðings og UMSS í hestaíþróttum

Það var margt um menn og hross á Hólum í Hjaltadal um helgina þegar Opið WR Skagfirðings og UMSS í hestaíþróttum fór þar fram. Sigurvegari í 100m skeiði var Ísólfur Líndal Þórisson á Korða frá Kanastöðum. Mette Mannseth og Þórarinn Eymundsson voru jöfn í fimmganginum og deila því efsta sætinu með einkunnina 7,38 - Mette á Karli frá Torfunesi og Þórarinn á Narra frá Vestri-Leirárgörðum.
Meira

Vilko gefur veglega gjöf til Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi

Í tilefni af því að 30 ár eru liðin frá því að Vilko ehf. kom á Blönduós færði fyrirtækið Hollvinasamtökum Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi andvirði sjö sjónvarpstækja að gjöf. „Það var ákveðið af framkvæmdastjóra og stjórn Vilko, að fagna 30 ára afmæli Vilko á Blönduósi með einhverjum hætti og að styrkja HSN var alveg tilvalið,“ sagði Kári Kárason framkvæmdastjóri Vilko ehf. í samtali við Húna.is.
Meira

Breytt dagskrá og úrslit úr forkeppni

Opið WR Skagfirðings og UMSS í hestaíþróttum fer fram á Hólum um helgina. Á vef hestamannafélagsins Skagfirðings er vakin athygli á því að dagskrá dagsins hefur tekið breytingum. Þar eru einnig birt úrslit úr forkeppni.
Meira

Skagafjörður til umfjöllunar í Norðurþýska ríkissjónvarpinu

Þátturinn „Ostsee report“, eða Eystrasalts tíðindi í lauslegri þýðingu, verður sýndur á Norðurþýsku ríkissjónvarpsstöðinni NDR í dag kl. 16:00, eða kl. 18:00 að þýskum tíma. Þátturinn er klukkutíma langur og hefur verið mánaðarlega á dagskrá NDR í rúm 30 ár. Í honum er fjallað er um fólk í Norður Evrópu; Íslandi, Svíþjóð, Finnlandi, Noregi og Rússlandi svo dæmi séu nefnd og er um að ræða einskonar „Landa“ þeirra Þjóðverja. Að þessu sinni er að hann að stórum hluta tekinn upp í Skagafirði.
Meira

Flókadalur, Haganesvík og Lambanes fá hitaveitu í sumar

Hitaveituframkvæmdir í Fljótum var til umræðu á fundi Veitunefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar síðastliðinn miðvikudag. Í fundargerð kemur fram að framkvæmdir hefjist um mánaðarmótin maí/júní.
Meira