Fréttir

Síðustu forvöð að sjá Fullkomið brúðkaup

Nú eru síðustu forvöð að sjá Sæluvikusýningu Leikfélags Sauðárkróks, fullkomið brúðkaup. Aðsókn hefur verið með ágætum og góður rómur gerður að sýningunni, að sögn Sigurlaugar Dóru Ingimundardóttur, formanns Leikfélagsins.
Meira

Jónsmessuhátíð 17. og 18. júní

Hin árlega Jónsmessuhátíð á Hofsósi verður að þessu sinni haldið dagana 17.-18. júní. Að sögn Kristjáns Jónssonar, sem situr í Jónsmessunefnd, er undirbúningur í fullum gangi. Dagskrá verður með hefðbundnu sniði og segir Kristján að fótboltaaðdáendur þurfi engu að kvíða því hægt verði að fylgjast með leik Íslands og Ungverjalands á EM í Höfðaborg.
Meira

Bílalest á 20 ára afmæli Vörumiðlunar - myndir

Flutningafyrirtækið Vörumiðlun á Sauðárkróki bauð til afmælisgleði í tilefni af 20 ára afmæli sínu um síðustu helgi. Opið hús var hjá fyrirtækinu auk þess sem bílar Vörumiðlunar, um 35 tæki óku frá Blönduósi yfir Vatnsskarð um Varmahlíð og Sauðárkrók og voru svo til sýnis á útisvæði á Eyrinni.
Meira

Um 400 manns sáu Mamma mia á Skagaströnd

Nemendur í leiklistarvali í 8.-10.bekk í Höfðaskóla á Skagaströnd settu á dögunum upp söngleikinn Mamma mia í leikstjórn Ástrósar Elísdóttur. Sýningin, sem var ríflega klukkustundar löng, byggir á sama handriti og sú sem nú nýtur mikilla vinsælda á fjölum Borgarleikhússins. Er þar um að ræða glænýja og frábæra þýðingu Þórarins Eldjárn.
Meira

Fjórir áfram í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Fjórir nemendur í Varmahlíðarskóla voru valdir úr fjölmennum hópi til að fara á vinnustofu Nýsköpunarkeppni grunnskólanna. Í ár bárust keppninni 1750 hugmyndir að nýsköpun og áttu nemendurnir fjórir þrjár þeirra.
Meira

Punktamót í kvöld

Punktamót hestamannafélagsins Skagfirðings verður haldið í kvöld, föstudagskvöldið 13. Maí. Keppt verður I fjórgangi V1 og V5, fimmgangi F1, slaktaumatölti T2 og T6 og tölti T1.
Meira

Forystufé eftir Ásgeir Jónsson frá Gottorp endurútgefin síðsumars

Mikill áhugi er á bókinni Forystufé eftir Ásgeir Jónsson frá Gottorp sem endurútgefin verður síðsumars, að sögn Bjarna Harðarsonar hjá bókaútgáfunni Sæmundi. „Texti bókarinnar er algjört konfekt og sögur Ásgeirs lifna við. Stundum finnst mér eins og hann sé að lýsa sögupersónum Íslendingasagnanna,“ segir Bjarni.
Meira

Pælingar um álver

Álverið á Hafursstöðum hefur verið á vörum margra undanfarna mánuði og eru skoðanir manna misjafnar. Umræðan um þetta málefni síðasta sumar var í þá átt að ég hélt að þetta væri klappað og klárt og að fyrsta skóflustungan væri á næsta leiti. En þegar ég fór að kynna mér málið nánar komst ég að því að svo er ekki raunin.
Meira

Mat á skólastarfi í Skagafirði

Fræðsluþjónusta Sveitarfélagsins Skagafjarðar vinnur að verkefni sem ber yfirheitið „Innra og ytra mat í leik- og grunnskólum í Skagafirði“ og hófst í júní 2015.Verkefnið er styrkt af Menntaáætlun Evrópusambandsins. Styrkurinn, sem er veittur til tveggja ára, mun standa undir öllum ferðakostnaði og umsýslu verkefnisins og áætluð verklok eru í ágúst 2017.
Meira

Hlaut 24 mánaða dóm vegna líkamsárásar á Hofsósi

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi í mars sl. karlmann í 24 mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Fram kemur í vefnum mbl.is í dag að mistök hafi orðið til þess að málið dróst í sex mánuði hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra.
Meira