Fréttir

7. og 8. bekkur Húnavallaskóla fékk verðlaun í keppninni Tóbakslaus bekkur

Nemendur 7. og 8. bekkjar Húnavallaskóla unnu til verðlauna í keppninni Tóbakslaus bekkur 2015-2016. Tóku þau þátt í samkeppninni ásamt ásamt 250 öðrum bekkjum víðs vegar um landið.
Meira

Ráslisti opna WR móts Skagfirðings og UMSS í hestaíþróttum

Opið WR (world ranking) mót Skagfirðings og UMSS í hestaíþróttum verður haldið á Hólum um helgina. Mótið hefst í kvöld og má skoða dagskránna hér. Ráslisti mótsins er eftirfarandi:
Meira

Jákvæð rekstrarniðurstaða á Skagaströnd

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins Skagastrandar var jákvæð á árinu um 33,5 m.kr. í samanburði við 18,8 m.kr. neikvæða afkomu árið 2014. Þetta kemur fram í fundargerð sveitarfélagsins en ársreikningar voru teknir til seinni umræðu á sveitarstjórnarfundi í síðustu viku.
Meira

Pure Natura stefnir á að koma með vörulínu á markað í nóvember

Hildur Þóra Magnúsdóttir á Ríp í Hegranesi stofnaði í september sl. fyrirtækið Pure Natura sem hyggst framleiða náttúruleg bætiefni og heilsuvörur. Hráefnið eru ýmsar aukaafurðir sem falla til við sauðfjárslátrun og íslenskar jurtir. Hugmyndin kviknaði fyrir um það bil þremur árum þegar hún sótti námskeið þar sem fram kom að heilsuvörur framleiddar úr þurrkuðum skjaldkirtlum sláturdýra gæfust vel fyrir fólk sem glímir við vanvirkni í skjaldkirtli.
Meira

Á fjórða þúsund gestir í fyrra

Gestir Heimilisiðnaðarsafnsins voru vel á fjórða þúsund á síðasta ári. Komu flestir þeirra á eigin vegum en einnig hefur hópum fjölgað meðal safngesta. Sagt er frá þessu í ársskýrslu safnsins sem nýlega var birt á heimasíðu þess.
Meira

Dagskrá WR móts Skagfirðings og vormóts UMSS í hestaíþróttum á Hólum

Opið WR (world ranking) mót Skagfirðings og UMSS í hestaíþróttum verður haldið á Hólum um helgina, 20. - 22. maí. Dagskrá mótsins hefst með knapafundi kl. 18 á föstudag, síðan verður keppt í F1 opnum flokki kl. 18:30.
Meira

Lax-á áfram með Blöndu og Svartá

Stangveiðifélagið Lax-á mun áfram sjá um söluveiðileyfa í Blöndu og Svartá næstu fimm árin. Samstarfið, sem staðið hefur frá síðustu aldamótum hefur nú verið framlengt, eins og fram kemur á vef Lax-ár. Blanda hefur dafnað vel á tímabilinu og skemmst er að minnast metveiði í ánni síðasta sumar.
Meira

Byggðasafn Skagfirðinga tilnefnt til Íslensku safnaverðlaunanna 2016

Byggðasafn Skagfirðinga hefur verið tilnefnt til Íslensku safnaverðlaunanna 2016, ásamt Listasafni Reykjavíkur – Ásmundarsafns og sýn­ing­arinnar Sjón­ar­horns. Íslensku safnaverðlaunin er viðurkenning veitt annað hvert ár íslensku safni fyrir framúrskarandi starfsemi. Tilkynnt var um tilnefningarnar í Safnahúsinu við Hverfisgötu í gær, þegar Alþjóðlegi safnadagurinn á Íslandi var haldinn hátíðlegur.
Meira

Fimm verkefni á Norðurlandi vestra hlutu styrki úr Safnasjóði

Mennta- og menningarmálaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum úr Safnasjóði 2016 til safna um allt land. Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna, Byggðasafn Skagfirðinga og Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi hlutu verkefnastyrki, auk þess sem þau hlutu 800.000 kr. rekstarstyrki hvert fyrir sig.
Meira

Sæmdur gullmerki Kiwanis á sextugsafmælinu

Ólafur Jónsson á Hellulandi í Skagafirði var á dögunum sæmdur gullmerki Kiwanis í tilefni af 60 ára afmæli sínu. Ólafur hefur unnið frábært og óeigingjarnt starf fyrir kiwanisklúbbin Drangey, sem og á landsvísu.
Meira