Fréttir

Sæl og glöð í sauðburðarheimsókn

Á föstudaginn heimsóttu fyrstu bekkingar Árskóla á Sauðárkróki bæinn Keldudal í Hegranesi í Skagafirði í sauðburði. Um var að ræða 23 börn sem skoðuðu búskapinn, ásamt kennurum sínum. Að sögn Guðrúnar Lárusdóttur bónda þar hefur sú hefð verið í 35 ár að fyrsti bekkur heimsæki bæinn.
Meira

Ítalskar uppskriftir frá Skagaströnd

Í matarþætti Feykis í 19. tölublaði sem kom út þann 18. maí síðastliðin reyndist ekki pláss fyrir eftirréttinn sem fylgdi þættinum. Því birtum við hér matarþátt þessa tölublaðs í heild sinni.
Meira

Góðan daginn Íslandspóstur

Mig langar að leggja inn formlega kvörtun yfir póstþjónustunni á landsbyggðinni. Við búum útí sveit rétt hjá Varmahlíð og Sauðárkrók og hér er ekki lengur keyrður út póstur alla virka daga heldur einungis 3 daga vikunnar aðra vikuna og 2 hina vikuna.
Meira

40 ára afmæli fagnað í Varmahlíðarskóla

Varmahlíðarskóli í Skagafirði fagnar 40 ára afmæli um þessar mundir. Núverandi skólahúsnæði var tekið í notkun veturinn 1975-1976 og fyrsti árgangurinn því útskrifaður þaðan vorið 1976. Nemendur og starfsfólk skólans minnast tímamótanna í þessari viku, með þemadögum og opnu húsi þar sem gestum gefst tækifæri til að heimsækja skólann á morgun, fimmtudag, frá klukkan 15-18.
Meira

Heillandi leikur og glíma við sjálfan sig

Með hækkandi sól fer fiðringur um kylfinga landsins og eftirvæntingin eftir því að komast út á golfvöllinn gerir vart við sig. Þeir Rafn Ingi Rafnsson og Kristján B. Halldórsson hjá Golfklúbbi Sauðárkróks eru þar engin undantekning en blaðamaður Feykis hitti þá félaga á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki þegar Jón Þorsteinn Hjartarson golfkennari var að renna í hlað.
Meira

Skagfirðingabúð oftast með lægsta verðið

Skagfirðingabúð var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á svæðinu miðvikudaginn 18. maí. Skagfirðingabúð var með lægsta verðið í 59 tilvikum og Hlíðarkaup í 52. Hæsta verðið var oftast að finna í Hlíðarkaupum eða í 47 tilvikum og Skagfirðingabúð í 41 tilviki.
Meira

Rabb-a-babb 131: Sirrý

Nafn: Sigríður Huld Jónsdóttir. Árgangur: Eðalinn 1969. Fjölskylduhagir: Gift Svafdælingnum Atla Erni Snorrasyni og eigum við þrjú börn. Starf / nám: Skólameistari VMA og bæjarfulltrúi á Akureyri. Er hjúkrunarfræðingur og framhaldsskólakennari með diplómu í opinberri stjórnsýslu. Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Þrifin á klósettunum og skrifa jólakortin.
Meira

Kvenfélag Sauðárkróks færði Endurhæfingu HSN á Sauðárkróki veglega gjöf

Á mánudaginn færði Kvenfélag Sauðárkróks Endurhæfingu HSN veglega gjöf. Um er að ræða svokallaðar trissur sem eru góð viðbót við tækjasal Endurhæfingarinnar. Herdís Klausen hjúkrunarforstjóri og Fanney Ísfold Karlsdóttir, forstöðumaður sjúkraþjálfunar, veittu gjöfinni viðtöku. Gat Herdís þess að allur tækjabúnaður í salnum væri gefinn af hinum ýmsu fyrirtækjum og félagasamtöku sem eru velviljuð stofnuninni.
Meira

Refur með gæsaregg fast í kjaftinum

Refaskyttan Vignir Björnsson skaut ref á veiðum við Blöndubrúnna á Blönduósi í fyrrinótt. Refurinn var með óbrotið gæsaregg fast í kjaftinum þegar Vignir kom að honum.
Meira

Endurbætur á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna

Húsnæði Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna fær andlitslyftingu utandyra þessa dagana. Það eru nemendur í 5. og 6. bekk Grunnskóla Húnaþings vestra sem skreyta veggina með myndum og málningu. norðanátt.is greinir frá.
Meira