Fréttir

Vélaþjónustan Messuholt og Víðimelsbræður með lægsta tilboð í endurbyggingu Svínvetningabrautar

Á þriðjudaginn voru opnuð tilboð í endurbyggingu Svínvetningabrautar, vegar nr. 731, frá Kjalvegi að hringvegi, en útboð var auglýst þann 25. apríl. Fjögur tilboð bárust og áttu Vélaþjónustan Messuholti ehf. og Víðimelsbræður ehf. lægsta tilboð, sem hljóðaði upp á tæpar 60 milljónir.
Meira

Umræður um handbært fé

Ársreikningar Húnavatnshrepps voru lagðir fram til seinni umræðu á fundi sveitarstjórnar í síðustu viku. Fulltrúar E-lista lögðu fram bókun þar sem m.a. var bent á að handbært fé hefði lækkað um 42 milljónir á milli ára.
Meira

Hjálpar til við uppbyggingu eftir jarðskjálftana í Ekvador

Ung kona frá Hvammstanga, Hildur Valsdóttir hefur dvalið í Ekvador síðan í janúar á þessu ári. Hún var stödd þar ytra þegar jarðskjálfti af stærðinni 7,8 reið þar yfir í apríl. Síðan hefur hún haldið úti söfnun fyrir fjölskyldur á svæðinu. Feykir hafði samband við Hildi og spurðist fyrir um starf hennar þar.
Meira

Árbók Ferðafélags Íslands 2016 um Skagafjörð austan vatna er komin út

Árbók Ferðafélags Íslands árið 2016 er komin út. Fjallar hún að þessu sinni um Skagafjörð austan Vatna - Frá Hjaltadal að Úlfsdölum. Með þessari árbók lýkur þriggja binda umfjöllun Páls Sigurðssonar prófessors og fyrrum forseta Ferðafélagsins um Skagafjörð. Fyrsta bindi, Skagafjörður vestan Vatna – Frá Skagatá að Jökli, kom út 2012 og annað bindi, Skagafjörður austan Vatna – Frá Jökli að Furðuströndum, kom út 2014.
Meira

Þrjú skagfirsk verkefni hlutu viðurkenningu Foreldraverðlauna Heimilis og skóla 2016

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra voru afhent í 21. sinn í dag við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu. Mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson afhenti verðlaunin. Þrjú skagfirsk verkefni voru meðal þeirra 24 sem hlutu gilda tilnefningu og þar með viðurkenningu frá samtökunum. Verkefnin eru Hlaupið til góðs sem er áheitahlaup í Varmahlíðarskóla, Vinaliðaverkefnið og Að vera 10. bekkingur sem eru bæði verkefni í Árskóla.
Meira

Rústir Þingeyraklausturs rannsakaðar

Í sumar hefjast fræðilegar rannsóknir á Þingeyraklaustri, þar sem grafið verður í fornum rústum. Einnig stendur til að rannsaka vistfræði staðarins og nágrenni hans á miðöldum og gera athuganir á handritamenningu miðalda, í samstarfi við Snorrastofu í Reykholti í Borgarfirði.
Meira

Stærsta hótel á Norðurlandi vestra opnað eftir viku

Nýtt hótel, Hótel Laugarbakki, verður opnað þann 17.maí á Laugarbakka í Miðfirði í húsnæði sem áður hýsti grunnskóla héraðsins á veturna en Edduhótel á sumrin. Eigendur hótelsins eru hjónin Hildur Ýr Arnarsdóttir danskennari og ferðamálafræðingur og Örn Arnarson iðnrekstrarfræðingur.
Meira

Hjólið kemur ekki 17. maí

Til stóð að Lionsmenn, ásamt starfs- og heimilisfólki Dvalarheimilisins á Sauðárkróki, myndu afhenda Dvalarheimilinu hjól sem útbúið er til að hjóla með heimilisfólk Dvalarheimilisins, í næstu viku. Það dregst þó eitthvað og verður viðburði sem auglýstur var af þessu tilefni þann 17. maí frestað um óákveðinn tíma.
Meira

Rokkbúðir fyrir stelpur og konur í sumar

Í sumar verður boðið upp á rokkbúðir fyrir stelpur og konur á Akureyri. Verkefnið er 5 ára í ár og búðirnar á Akureyri eru styrktar af Sóknaráætlun Norðurlands vestra og Akureyrarstofu.
Meira

Þórgunnur og Stefanía stigahæstu knaparnir

Fyrsta barna- og unglingamót hestamannafélagsins Skagfirðings var haldið í Reiðhöllinni Svaðastöðum við Sauðárkrók á laugardaginn. Stigahæsti knapinn í barnaflokki var Þórgunnur Þórarinsdóttir en stigahæsti knapinn í unglingaflokki Stefanía Sigfúsdóttir.
Meira