Fréttir

Leyfi veitt fyrir rallýkeppni í Skagafirði helgina 22. - 23. júlí

Bílaklúbbur Skagafjarðar hefur sótt um leyfi til að halda rallýkeppni í Skagafirði helgina 22. - 23. júlí nk. „Eknar verða sérleiðirnar: 744 Þverárfjallsvegur, (gamli vegurinn að mestu), 742 Mýrarvegur frá Mánaskál að fjárrétt við Kirkjuskarð, F 752 Skagafjarðarvegur frá Litluhlíð að Þorljótsstöðum, F 756 Mælifellsvegur um Mælifellsdal, Sauðárkrókshöfn og Nafir,“ segir í fundargerð byggðarráðs frá því í morgun.
Meira

Rave-próflokaball með DJ Heiðari Austmann

Próflokaball verður haldið í Félagsheimilinu Blönduósi laugardaginn 4. júní og mun DJ Heiðar Austmann sjá um að þeyta skífum. Á ballinu verður Rave þema; UV blacklight, rosalegt ljósashow, glow sticks og Neon litir. Mælst er til þess að allir mæti í hvítum fötum.
Meira

Sigur í Sandgerði hjá strákunum og stelpurnar dottnar úr bikarnum

Um síðustu helgi léku báðir m.fl. Tindastóls leiki. Karlalið Tindastóls er komið á fulla ferð í 3. deildinni í knattspyrnu en á laugardaginn léku strákarnir við Reyni Sandgerði í 3. deildinni og sigraði Tindastóll 1-2. Þetta var leikur sem átti að vera heimaleikur Tindastóls en honum var snúið þar sem vallaraðstæður voru ekki þannig að Tindastóll gæti spilað á Króknum.
Meira

Verulegar fjárfestingar á árinu 2015

Ársreikningur Húnavatnshrepps fyrir árið 2015 var samþykktur eftir að hann var tekinn til seinni umræðu á fundi sveitarstjórnar þann 4. maí síðastliðinn. Í ársreikningi kemur fram að hagnaður sveitarfélagsins eftir fjármagnsliði var tæpar 14 milljónir og handbært fé tæpar 25 milljónir. Skuldahlutfall er 31 prósent.
Meira

Þrjár vísindagreinar tengdar rannsóknum í Verinu

Nýlega hafa þrjár vísindagreinar tengdar rannsóknum í Verinu á Sauðárkróki birst í fræðitímaritum. Ein þeirra er eftir Amy Fingerle en Nicolas Larranaga, doktorsnemi við fiskeldis og fiskalíffræðideild, er meðhöfundur að tveimur greinum.
Meira

Skuldahlutfall undir því sem heimilt er

Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar var samþykktur á sveitarstjórnarfundi í gær. Í kynningu sveitarstjóra kom m.a. fram að rekstrarhagnaður A og B hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 364 millj. króna. Rekstrarhalli A og B hluta á árinu 2015 er 97 millj. króna og rekstarniðurstaða A hluta er neikvæð um 176. millj. króna. Þá kom fram að skuldir sem hlutfall af tekjum eru umtalsvert undir því marki sem heimilt er samkvæmgt 64. gr. nýrra sveitarstjórnarlaga.
Meira

„Ekki er ásættanlegt að ríkið geri sér umbætur sveitarfélaga í umhverfismálum að féþúfu“

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur samþykkt ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að hefja aftur endurgreiðslu virðisaukaskatts á fráveituframkvæmdir sveitarfélaga. „Í ljósi umræðu að undanförnu um fráveitumál sveitarfélaga og nauðsyn þess að vernda lífríki og ráðast í úrbætur þar sem þess er þörf, vill byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skora á stjórnvöld að hefja aftur endurgreiðslu virðisaukaskatts á fráveituframkvæmdir sveitarfélaga eins og gert var á árunum 1995-2008,“ segir í ályktun byggðarráðs.
Meira

Aðgerðir í þágu heimilanna

Í morgun fór fram opinn fundur um húsnæðismál. Þar voru húsnæðisfrumvörp félags – og húsnæðismálaráðherra til umræðu. Á fundinum fór undirrituð yfir þær breytingar sem nefndarmenn velferðarnefndar hefur gert á frumvörpunum og almennt yfir stöðu málanna í nefndinni.
Meira

Bríet Lilja og Linda Þórdís í U18 landsliðinu

Norðurlandamót U16 og U18 ára landsliða fer fram í Finnlandi dagana 26.-30. júní næstkomandi. Mótið sem í tæpa tvo áratugi hefur farið fram í Svíþjóð verður nú haldið í Finnlandi. Tilkynnt hefur verið um íslensku U16 og U18 ára hópana fyrir verkefnið og í U18 hóp stúlkna eru Skagfirðingarnir Linda Þórdís B. Róbertsdóttir og Bríet Lilja Sigurðardóttir.
Meira

Varað við hvassviðri norðvest­an­lands

Bú­ist er við hvassviðri eða stormi (15–23 m/​s) norðvest­an­lands seint í nótt og fram að há­degi á morg­un að sögn Veður­stofu Íslands sem hef­ur sent frá sér viðvör­un. „Skæðustu vind­streng­irn­ir verða þar sem suðvestan­átt­in stend­ur af fjöll­um og gætu þá trampólín átt erfitt með að halda kyrru fyr­ir,“ segir á vef Veðurstofunnar.
Meira