Þrettán sóttu um störf hjá Minjastofnun
feykir.is
Skagafjörður
08.02.2016
kl. 13.12
Minjastofnun Íslands auglýsti tvær stöður lausar í starfstöð sinni á Sauðárkróki á dögunum, annars vegar starf arkiteksts og hins vegar fornleifafræðings. Þá var staða fornleifafræðings við Minjastofnun í Reykjavík einnig auglýst laus til umsóknar. Umsóknarfrestur rann út þann 1. febrúar sl. Samkvæmt vef Minjastofnunar bárust 13 umsóknir um störfin þrjú og er verið að vinna úr umsóknum.
Meira
