Fréttir

Þrettán sóttu um störf hjá Minjastofnun

Minjastofnun Íslands auglýsti tvær stöður lausar í starfstöð sinni á Sauðárkróki á dögunum, annars vegar starf arkiteksts og hins vegar fornleifafræðings. Þá var staða fornleifafræðings við Minjastofnun í Reykjavík einnig auglýst laus til umsóknar. Umsóknarfrestur rann út þann 1. febrúar sl. Samkvæmt vef Minjastofnunar bárust 13 umsóknir um störfin þrjú og er verið að vinna úr umsóknum.
Meira

Íbúum Skagafjarðar hefur fjölgað

Á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar kemur fram að íbúum sveitarfélagsins hefur fjölgað undanfarið ár. Samkvæmt tölum úr þjóðskrá fór íbúafjöldinn lægst niður í 3884 íbúa í nóvember sl. en fjöldi íbúa var 3910 þann 1. janúar 2015 og eru nú orðnir 3928 talsins.
Meira

Ljósleiðaravæðing í Húnavatnshreppi

Undirbúningsvinna vegna ljósleiðaravæðingar Húnavatnshrepps er nú í fullum gangi. Með ljósleiðara kerfi munu íbúar sveitarfélagsins geta notið sömu eða betri fjarskiptagæða en þekkist í þéttbýli á Íslandi, hvort sem litið er til gagnaflutnings, internets, sjónvarps, síma eða annarra stafrænna samskipta.
Meira

Pétur gerði gæfumuninn gegn Hetti

Tindastólsmenn héldu austur á Egilsstaði í gær þar sem þeir léku við lið Hattar í Dominos-deildinni í körfubolta. Lið Hattar situr á botni deildarinnar með aðeins einn sigur í vetur en nú á nýju ári hafa þeir alla jafna verið að spila hörkuleiki en mátt bíta í það súra epli að tapa leikjum sínum á ögurstundu. Það varð engin breyting á því í gær því Pétur Birgisson setti niður sigurþrist þegar tvær sekúndur voru eftir af leiknum og breytti stöðunni úr 81-81 í 81-84.
Meira

Snjókarlagerð í Blönduskóla

Snjórinn á sér ýmsar birtingarmyndir og nóg hefur verið af honum undanfarna daga. En öll él birtir upp um síðir og þá er gaman að bregða sér út og sjá hvernig snjórinn hefur breytt umhverfinu. Líkt og náttúruöflin getur mannshöndin breytt snjónum í listaverk eins og krakkarnir í Blönduskóla gerðu á dögunum.
Meira

Kólnandi veður á morgun

Norðaustan 10-18 m/s og él er á Ströndum og Norðurlandi vestra, en hægari og úrkomulítið í innsveitum. Norðan 8-15 annað kvöld og víða éljagangur. Kólnandi veður, frost 3 til 9 stig seint á morgun. Snjóþekja eða hálka og er á flestum leiðum Norðvesturlands.
Meira

Einar Örn Gunnarsson sigraði Söngkeppni NFNV

Söngkeppni Nemendafélags FNV fór fram í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í gærkvöldi. Fjöldi flottra söngatriða voru flutt, alls 14 talsins, en það var Einar Örn Gunnarsson sem stóð uppi sem sigurvegari. Í dómnefnd voru Íris Olga Lúðvíksdóttir, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og Erna Rut Kristjánsdóttir.
Meira

Kvennakórinn Sóldís heldur konudagstónleika 21. febrúar

Kvennakórinn Sóldís heldur sína árlegu konudagstónleika, sunnudaginn 21. febrúar í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði og hefjast þeir kl. 15:00. Hnallþóruhlaðborð að hætti kvennakórskvenna verður að loknum tónleikum.
Meira

Sungið fyrir búðargesti í tilefni af Degi leikskólans

Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur þann 6. febrúar ár hvert. Þar sem dagurinn ber upp á laugardegi þetta árið þjófstörtuðu börn á eldra stigi leikskólans Ársala á Sauðárkróki hátíðarhöldum sl. miðvikudag með því að syngja fyrir búðargesti Skagfirðingabúðar. Tilgangurinn með deginum er að auka jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara og kynna starfsemina út á við.
Meira

Óvissa um hvað nýir búvörusamningar bera með sér

Viðræður á milli fulltrúa bænda og stjórnvalda vegna nýrra búvörusamninga hafa staðið yfir um nokkurra mánaða skeið. Í yfirlýsingu frá samninganefnd bænda kemur fram að samningagerð sé nú langt komin en henni er þó ekki lokið. „Samninganefndin mun á næstu dögum leggja allt kapp á að klára samningana svo hægt sé hefja kynningu á þeim í heild meðal bænda,“ segir í yfirlýsingunni. Að sögn formanns Félags kúabænda í Skagafirði tekur stjórnin hvorki afstöðu með eða á móti honum þar sem ekki er búið að kynna nýju drögin, bændur hafi þó áhyggjur af því að í honum ekki sé framleiðslustýring.
Meira