Fréttir

Söngkeppni NFNV í kvöld

Söngkeppni Nemendafélags FNV fer fram í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í kvöld, föstudaginn, 5. febrúar, og hefst kl. 20:00. „Ómissandi tónlistarskemmtun,“ segir um viðburðinn í auglýsingu.
Meira

Þórarinn Eymundsson er liðstjóri Hrímnis

Meistaradeild Norðurlands kynnir annað lið KS-Deildarinnar 2016 til leiks en keppnin hefst þann 17. febrúar nk. Það eru sigurvegararnir frá því í fyrra, lið Hrímnis. Það skipa; Þórarinn Eymundsson liðstjóri, Valdimar Bergstað, Líney María Hjálmarsdóttir og nýliðinn Helga Una Björnsdóttir sem tekur sæti Harðar Óla.
Meira

Mótmæla fyrirhugaðri skerðingu á póstþjónustu harðlega

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps mótmælir harðlega fyrirhugaðri skerðingu á póstþjónustu í dreifbýli, eins og áform eru um, og telur þau „lýsa grátlegu metnaðarleysi Íslandspósts gagnvart þjónustuhlutverki sínu,“ eins og segir í bókun sveitarstjórnar frá 27. janúar síðastliðnum.
Meira

Veðrið einna verst í Húnaþingi vestra - „Hver aðstoðarbeiðnin á fætur annarri“

Ekkert ferðaveður var á Norðurlandi vestra í gærkvöldi, þá sérstaklega í Húnaþingi vestra. Ökumenn lentu í vandræðum og björgunarsveitir stóðu í ströngu, samkvæmt því sem segir á Facebook-síðu Lögreglunnar á NLV. Lögreglan beindi því til ökumanna að vera ekki á ferðinni. „Til að mynda tók það björgunarsveitarmenn á breyttri jeppabifreið tvær klukkustundir að aka frá Hvammstanga að Víðihlíð sem alla jafna er um 20 mínútna akstur,“ segir á síðunni.
Meira

Dreymir um að fylla húsið af lífi

Um miðjan nóvember síðastliðinn tóku þær Anna Margrét Arnardóttir og Kristín Ósk Bjarnadóttir við rekstri Félagsheimilisins á Blönduósi. Um er að ræða stórt og glæsilegt hús sem býður upp á ótal möguleika undir fjölbreytt starf og viðburði fyrir Blönduósinga og nærsveitunga. Að sögn Önnu Margrétar og Kristínar er kominn tími á viðhald á ýmsu, innan sem utan, og er ljóst að ærið verk er fyrir höndum. Þær segjast hafa ákveðið að hella sér í þetta verkefni af einskærri hugsjón um að blása lífi í menningarlíf svæðisins.
Meira

Fúlt að moka frosinn völlinn fyrir æfingar

Knattspyrnuiðkendur hjá Tindastóli eru orðni langþreyttir á aðstöðuleysinu á Sauðárkróki. Hitalögnin undir gervigrasinu hefur verið biluð undanfarna tvo vetur og þarf því að byrja á því að moka völlinn fyrir æfingar.
Meira

Ekkert ferðaveður um norðanvert og norðvestanvert landið í dag og á morgun

Varað er við stormi eða roki (20 til 28 m/s) um landið sunnan- og vestanvert síðdegis, en norðan- og austanlands í kvöld. Á Ströndum og Norðurlandi vestra er spáð vaxandi austanátt og snjókoma, 18-25 og talsverð snjókoma í kvöld, hvassast á annesjum. Lægir í fyrramálið og styttir að mestu upp eftir hádegi. Frost 0 til 5 stig.
Meira

Anthony Gurley til liðs við Tindastólsmenn

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur tryggt sér annan bandarískan leikmann fyrir baráttuna framundan. Það er Anthony Gurley, 28 ára gamall fjölhæfur leikmaður. Bæði Gurley og Myron Dempsey eru komnir með leikheimild og ættu að vera til í slaginn gegn Njarðvíkingum í kvöld.
Meira

„Velkomin á Norðurland vestra“ - skemmtilegt kynningarmyndskeið um NLV

Textílsetur Íslands á Blönduósi hefur birt skemmtilegt kynningarmyndskeið á netinu um Norðurlandi vestra. Í myndskeiðinu er sagt stuttlega frá helstu atvinnugreinum svæðisins og hvað það er einna þekktast fyrir, s.s. ullarframleiðslu, menningu og listir og mikla náttúrufegurð.
Meira

Framúrskarandi fyrirtæki á Norðurlandi vestra

Creditinfo hefur birt lista yfir þau 682 fyrirtæki af tæplega 35.842 sem skráð eru í hlutafélagaskrá sem stóðust styrkleikamat Creditinfo og teljast því vera Framúrskarandi fyrirtæki 2015. Þetta er í sjötta sinn sem Creditinfo gefur út listann en af þeim 682 fyrirtækjum sem komust á lista eru tólf þeirra á Norðurlandi vestra.
Meira