Fréttir

SUPERSTAR á Hvammstanga um páskana

Leikfélög UMF Grettis og Kormáks munu setja upp sýninguna SÚPERSTAR í Fèlagsheimilinu Hvammstanga um komandi páska. Leikstjórn er í höndum Sigurðar Líndal Þórissonar, hljómsveitastjórn í höndum Daníels Geirs Sigurðssonar og sér Ingibjörg Jónsdóttir um skipulagningu. Frá þessu segir á vef Norðanáttar.
Meira

„Born and Raised með John Mayer skiptir mig miklu máli“ / REYNIR SNÆR

Reynir Snær Magnússon fæddist árið 1993, alinn upp á Sauðárkróki af Aðalheiði Reynisdóttur og Magnúsi Ingvarssyni. Hljóðfærið hans er gítar. Spurður um helstu tónlistarafrek svarar hann: „Ég er nú ekki viss hvað er vert að nefna nema kannski Músíktilraunir 2012. Var þar valinn Gítarleikari Músíktilrauna sem gaf mér mikið spark til að leggja þann metnað í gítarleik sem ég geri í dag.“ Reynir býr nú í Reykjavík en er i jazzgítarnámi i Tónlistarskóla Garðabæjar og stefnir á miðpróf i vor. „Ég er að spila i nokkrum böndum en helst mætti nefna Körrent, sem spilar frekar rokkslegið popp, og Prime Cake sem er "instrumental" fusion kvartet. Svo að sjálfsögðu er ég í alskagfirsku ballsveitinni Hljómsveit kvöldsins.“
Meira

Lækkum leiguverð

Það er staðreynd að veruleg fjölgun hefur átt sér stað á leigumarkaði, frá árinu 2008. 20,8% heimila voru á leigumarkaði árið 2014, samanborið við 12,9 % árið 2008. Auk þessa hafa kannanir, m.a. frá ASÍ sýnt fram á að margir þeirra sem búa á leigumarkaði, búa við verulega þungan húsnæðiskostnað. Algengt er að sá húsnæðiskostnaður nemi á bilinu 40 – 70 % af ráðstöfunartekjum.
Meira

Ísólfur kemur í stað Hönnu Rúnar í Íbess-Hleðslu

Fjórða liðið sem mun taka þátt í KS-Deildinni í ár er Íbess-Hleðsla. Liðstjóri er Jóhann B. Magnússon og með honum er Magnús Bragi Magnússon, Ísólfur Líndal Þórisson og Anna Kristín Friðriksdóttir.
Meira

Stjórn SSNV ályktar vegna fyrirhugaðrar skerðingar á póstþjónustu

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á N orðurlandi vestra, SSNV, hefur sent frá sér ályktun þar sem harðlega er mótmæli þeirri ákvörðun Póst-og fjarskiptastofnunar að heimila Íslandspósti að draga úr póstdreifingu í aðildarsveitarfélögunum sjö sem standa að SSNV.
Meira

Samfélagsleg áhrif

Í Sjónhorninu þann 28. janúar sl. var auglýstur fundur um samfélagsleg áhrif virkjana í Skagafirði. Ég hafði ekki tök á að sækja þann fund, en auglýsingin vakti hjá mér sterkar og áleitnar hugsanir um framtíðarsýn þessa dýrmæta og tækifæraþrungna héraðs okkar, sem býður opinn faðminn til margskonar samvinnu lands og lýðs.
Meira

Myndir frá heimsóknum til Feykis á öskudegi

Það er ekki á hverjum degi sem Feykir fær heimsóknir frá syngjandi kátum vampírum og nornum, Bat- og köngulóarmönnum, prinsessum og og hvað þá Almari í kassanum. Ef einhverjir voru ekki klárir á því hvaða dagur var þá varð snemma ljóst að það var runninn upp enn einn yndislegur öskudagur, fullur af gleði og söng.
Meira

Vélsleði brann við Sauðárkróksbraut

Eldur kviknaði í vélsleða á Sauðárkróksbraut sunnan við Sauðárkrók, skammt hjá Félagsheimilinu Ljósheima, í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Skagafjarðar urðu engin slys á fólki og slökkvistarf gekk greiðlega. Vélsleðinn er ónýtur.
Meira

Upp er runninn öskudagur, ákaflega skýr og fagur

Sagt er að öskudagur eigi sér átján bræður og sé eitthvað til í því þurfa íbúar á Norðurlandi vestra ekki að kvíða veðurfarinu næsta rúman hálfa mánuðinn, þó vissulega væri nokkuð kalt í morgun.
Meira

Steinull hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í forvörnum og öryggismálum

Fyrirtækið Steinull hf. á Sauðárkróki fékk nýlega viðurkenningu frá VÍS fyrir góðan árangur í forvörnum og öryggismálum. Einar Einarsson framkvæmdastjóri Steinullar veitti verðlaununum viðtöku frá Sigrúnu Rögnu Ólafsdóttur forstjóra VÍS. Afhendingin fór fram á forvarnaráðstefnu VÍS og Vinnueftirlitsins á Grand Hóteli í Reykjavík síðastliðin fimmtudag.
Meira