Fréttir

Hver er þín uppáhalds hreyfing? – Hreyfivika í næstu viku

Hreyfivika UMFÍ fer fram dagana 21.-27.september næstkomandi. Hreyfivikan er hluti af stóru lýðheilsuverkefni sem fram fer um gjörvalla Evrópu á sama tíma. Markmiðið er að fá hundrað milljónir fleiri Evrópubúa til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020.
Meira

Nisti fannst í malargryfju

Þetta nisti fannst nýverið í malargryfju skammt frá Sauðárkróki. Það ber þess merki að hafa persónulegt gildi fyrir eigandann og því viljum við endilega koma því til skila.
Meira

Steinull 30 ára í dag

Steinull hf. Á Sauðárkróki fagnar því í dag að 30 ár eru síðan verksmiðjan var formlega tekin í notkun. Bæjarbúar hafa ef til veitt því athygli að í dag er flaggað við verksmiðjuna af þessu tilefni. Feykir mun segja nánar frá þeim tímamótum og sögu verksmiðjunnar í næstu viku.
Meira

Að setja sálina í pottana

Á morgun, miðvikudag, mun Laufey Haraldsdóttir, lektor við ferðamáladeild Háskólans á Hólum, flytja fyrirlesturinn Að setja sálina í pottana: Ferðaþjónusta, matur og margbreytileiki. Fyrirlesturinn verður í stofu 303 í Háskólanum á Hólum og stendur frá kl. 11-12.
Meira

Tillaga að fjölnota íþróttahúsi

Á síðasta fundi félags- og tómstundanefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar gerði Indriði Einarsson, sviðsstjóri, grein fyrir skýrslu starfshóps um uppbyggingu fjölnota íþróttahúss á Sauðárkróki.
Meira

Stólarnir lögðu Skallana í Lengjubikarnum

Tindastóll sigraði Skallagrím auðveldlega í fyrsta leik tímabilsins, í Lengjubikar karla, sem fór fram á Borgarnesi í gærkvöldi. Það var sprettur Stólanna í seinni hálfleik sem gerði út um leikinn og úrslit urðu 86-106.
Meira

Spánverjavíg og skólabúðakennsla

Á fésbókarsíðu Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum í Hrútafirði er vakin athygli á því að í sumar var sett upp sýning í anddyri safnsins í samvinnu við Baskavinafélagið á Íslandi. Sýningin fjallar um Spánverjavígin sem framin voru á Vestfjörðum fyrir 400 árum. „Baskarnir stunduðu hvalveiðar og sagan tengist Ströndunum sem eru á okkar safnasvæði,“ segir á fésbókarsíðu safnsins.
Meira

Mesta veiðin í meira en aldarfjórðung

Formlegri veiði í Laxá á Ásum lauk 10. september síðastliðinn eins og fram kemur í frétt á vefnum huni.is. Alls veiddust 1.604 laxar í sumar sem er mesta veiði í rúman aldarfjórðung, eða síðan árið 1988 þegar 1.617 laxar veiddust. Þetta er þriðja árið í röð sem fleiri en þúsund laxar veiðast í ánni.
Meira

Tindastóll mætir Skallagrími í fyrsta leik tímabilsins

Fyrsti leikur Tindastóls í Lengjubikarnum er í kvöld og er gegn Skallagrími. Leikurinn fer fram í Fjósinu á Borgarnesi og verður sýndur beint út á Tindastóll TV. Leikurinn hefst kl. 19:15.
Meira

Fimmtíu ára búfræðingar í heimsókn

Þann 29. ágúst komu 50 ára Hólanemar í heimsókn ásamt mökum og samstarfsfólki frá námsárunum. Á vef Hólaskóla segir að eftir skemmtilegt spjall, hlátrasköll og myndatöku var rennt við í aðstöðu hestafræðideildar Háskólans á Hólum og skeggrætt um gamla tíma og nýja.
Meira