Fréttir

Undirritað á Norðurlandi vestra

Illugi Gunnarsson, mennta-og menningarmálaráðherra var á þriðjudaginn á ferð um Norðurland vestra og undirritað þjóðarsáttmála um læsi, ásamt fulltrúum sveitarfélaganna á svæðinu og fulltrúa Heimilis og skóla. Verkefnið er samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambands Íslands og samtakanna Heimili og skóli. Markmið verkefnisins er að við lok grunnskóla geti öll skólabörn lesið sér til gagns en lestrarfærni er forsenda virkrar þátttöku í lýðræðissamfélagi. Á þriðjudaginn var sáttmálinn undirritaður í Árskóla á Sauðárkróki af þeim Illuga, Ástu Pálmadóttur, sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Hrund Pétursdóttur, fulltrúa Heimilis og skóla. Sama dag komu fulltrúar sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu, Strandabyggðar og Húnaþings vestra saman á Blönduósi þar sem hvert sveitarfélaganna undirritaði sáttmálann, ásamt þeim Illuga og Sonju Wium, fulltrúa Heimilis og skóla.
Meira

Byggð verður bráðabirgðabrú yfir Vatnsdalsána

Vegagerðin ætlar að byggja bráðabirgðabrú yfir Vatnsdalsá við bæinn Grímstungu í Vatnsdal og er stefnt að því að hún verði tilbúin eftir um tvær vikur, að því er fram kemur á Mbl.is fyrr í vikunni. Verður hún um fimmtíu metrum fyrir neðan gamla brúarstæðið.
Meira

Uppskeruhátíð barna og unglinga

Uppskeruhátíð barna og unglingastarfs Golfklúbbs Sauðárkróks var haldin í síðustu viku. Mætingin var með ágætum og var byrjað á því að taka létt „speed-golf“ mót áður en uppskeruhátíðin sjálf hófst. Að því búnu var farið í golfskálann þar sem allir fengu gjöf frá KPMG og síðan voru veittar viðurkenningar.
Meira

„Skil ekki enn að ég hafi ekki fengið raflost...“ / GUÐMUNDUR EGILL

Að þessu sinni vill svo skemmtilega til að það er spekingur í lögum sem svarar Tón-lystinni. Um er að ræða Skagstrendinginn Guðmund Egil Erlendsson (1975) sem víða hefur látið að sér kveða við strengjaslátt.
Meira

Farsæl öldrun

Félag eldri borgara Húnaþingi vestra og Landsamband eldri borgara, héldu fræðslufund um „farsæla öldrun“ og hagsmunamál eldri borgara, í Nestúni Hvammstanga síðast liðinn mánudag. Mæting á fundinn var með ágætum og umræður líflegar.
Meira

Fullur vilji til móttöku flóttafólks

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsti á fundi sínum í morgun fullum vilja sínum til að taka þátt í því mikilvæga og aðkallandi verkefni er viðkemur komu flóttamanna frá Sýrlandi til Íslands. „Byggðarráð skorar jafnframt á önnur sveitarfélög að gera slíkt hið sama,,“ segir í fundargerð.
Meira

Vetrarstarf Sóldísa að fara af stað

Vetrarstarf kvennakórsins Sóldísar er að fara í fullan gang og hefjast æfingar hjá kórnum þriðjudaginn 8. september kl 17 í Menningarhúsinu Miðgarði. Söngstjóri er Helga Rós Indriðadóttir og undirleikari Rögnvaldur Valbergsson.
Meira

Ósk um hjólabrettagarð

Á síðasta fundi byggðarráðs Svf. Skagafjarðar þann 27. ágúst sl. var lagt fram bréf frá þeim Gunnari Þorleifssyni, Ásgeiri Braga Ægissyni, Óskari Halli Svavarssyni og Auðuni Elí Midfjord Jóhannssyni, 14 ára unglingum sem óska eftir að sveitarfélagið hlutist til með að setja upp hjólabrettagarð á Sauðárkróki.
Meira

Brjáluð stemning og svaka fjör í Amsterdam

Það er varla nema eitt umræðuefni á Klakanum í dag en það er leikur Hollands og Íslands í undankeppni EM sem fram fer í Amsterdam í kvöld. Mikill spenningur er fyrir leiknum og nokkur þúsund Íslendinga mættir á svæðið.
Meira

Beint frá býli á Kvikmyndahátíðinni í Cannes

Bíóbændurnir frá Hofi á Höfðaströnd, Baltasar Kormákur og Lilja Pálmadóttir, gerðu gott mót á Kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi í gær en þar frumsýndi Baltasar nýjustu afurð sína, Everest, sem hefur að öllu jöfnu hlotið lof gagnrýnenda og er hvarvetna beðið með mikilli eftirvæntingu.
Meira