Fréttir

Kjarnafæði yfirtekur SAH afurðir

Félagsfundur Sölufélags Austur-Húnvetninga hefur heimilað stjórn félagsins að ganga til samninga við fyrirtækið Kjarnafæði, sem í dag á tæplega helmingshlut í félaginu, um að það taki við rekstri SAH afurða og öllum fasteignum félagsins.
Meira

Blönduósbær vill taka á móti flóttamönnum

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Blönduósbæjar, þann 8. september sl., lýsti Blönduósbær sig reiðubúinn til viðræðna við stjórnvöld um móttök flóttamanna. Var það samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
Meira

Áfram er grafið undan heilbrigðisþjónustu í Skagafirði

Sveitarstjórnum og öðrum íbúum Skagafjarðar var á dögunum kynnt með auglýsingu í héraðsmiðlum að Læknavaktin ehf í Reykjavík myndi frá 1. september taka við allri síma- og vaktþjónustu utan dagtíma vegna heilbrigðisþjónustu í Skagafirði. Á sama tíma mátti lesa viðtöl í fjölmiðlum við forsvarsmenn þessarar einkareknu heilbrigðisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu, þar sem greina mátti mikla ánægju með ný verkefni fyrirtækisins sem kölluðu á ráðningu fleiri hjúkrunarfræðinga til að sinna þeim.
Meira

Landburður af fiski á Skagaströnd

Veiðar hafa gengið ágætlega á Húnaflóa í sumar. Undanfarna daga hefur verið sérstaklega mikið um að vera á höfninni á Skagaströnd, eins og sagt er frá á vef Skagastrandar.
Meira

Rabb-a-babb 121: Ásta Pálma

Nafn: Ásta Björg Pálmadóttir. Árgangur: 1964. Fjölskylduhagir: Gift Þór Jónssyni og eigum við þrjú börn, Svölu, Helgu og Pálma. Búseta: Sauðárkrókur. Hverra manna ertu og hvar upp alin/n: Dóttir Svölu Jónsdóttur frá Molastöðum og Pálma Friðrikssonar frá Svaðastöðum. Ég er alin upp í Grundarfirði að 6 ára aldri og á Sauðárkróki eftir það.
Meira

GSS með tvo Norðurlandsmeistara

Norðurlandsmótaröð barna og unglinga er lokið þetta sumarið. Lokamótið fór fram á Akureyri laugardaginn 29.ágúst sl. á Jaðarsvelli. Um 50 þátttakendur voru á mótinu af öllu Norðurlandi í öllum flokkum og átti Golfklúbbur Sauðárkróks 14 þeirra.
Meira

Úrslit opna Advania mótsins

Opna Advania mótið fór fram laugardaginn 5.september í sunnan golu og ágætis hita. Spilaður var 18 holu betri bolti sem er liðakeppni þar sem tveir eru saman í liði og betra skorið á holunni er talið til punkta. Keppendur á mótinu voru 32 og var keppnin mjög jöfn.
Meira

Stór réttahelgi framundan

Ein af stærstu réttahelgum ársins er framundan. Líkt og um síðustu helgi verða víða réttir á Norðurlandi vestra. Eftirfarandi upplýsingar eru af lista sem Feykir tók saman, samkvæmt upplýsingum frá sveitarfélögunum:
Meira

Tæplega 40 þúsund sóttu Byggðasafn Skagfirðinga heim

Á vef Byggðasafns Skagfirðinga kemur fram að miklar annir hafa verið hjá starfsmönnum safnsins í allt sumar, bæði við fornleifarannsóknir og gestamóttökur. Þann 31. ágúst hafði verið tekið á móti samtals 39.218 gestum, 2.279 í Minjahúsinu og 36.939 í Glaumbæ.
Meira

Sex hljóta umhverfisviðurkenningar

Umhverfisviðurkenningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2015 voru afhentar í 11. sinn að Löngumýri síðastliðinn þriðjudag. Að þessu sinni voru veittar sex viðurkenningar en Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar stendur að framkvæmdinni fyrir hönd Svf. Skagafjarðar.
Meira