Fréttir

BRENNUM ALLT / Úlfur Úlfur ft. Kött Grá Pje

Króksararnir Helgi Sæmundur og Arnar Freyr í Úlfi Úlfi hafa heldur betur slegið í gegn í sumar með skífu númer tvö sem ber nafnið Tvær plánetur. Lagið að þessu sinni er Brennum allt en því fylgir snilldar myndband.
Meira

NO MORE / Glowie ft. Stony

Einn heitasti smellur þessa ískalda sumar er lagið No More með Glowie. Ekki virðist nú margt frónskt við þetta ljúfa lag en bæði söngkonan, rapparinn og lagahöfundarnir eru engu að síður Íslendingar.
Meira

Lokað á milli 13 og 15

Nú er haustið að ganga í garð og grunnskólarnir byrjaðir. Í dag hefst hið árlega tveggja vikna sundnámskeið í yngstu bekkjum Árskóla.
Meira

Góðir grannar í Efra-Núpskirkju

Söngfjelagið Góðir grannar heldur tónleika í Efra-Núpskirkju í dag, sunnudaginn 13. september, kl. 14:00. Kórinn hefur starfað um árabil og heldur árlega jóla- og vortónleika.
Meira

Athugasemdir við rekstrarniðurstöðu Skagastrandar

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur sent Sveitarfélaginu Skagaströnd bréf þar sem gerð er athugasemd við niðurstöðu rekstrarreiknings sveitarfélagsins árið 2014 en niðurstaða A hluta var neikvæð um 37,9 milljónir króna og niðurstaða A og B hluta var neikvæð um 18,8 milljónir króna.
Meira

Skagfirðingar í belgingi í Borgarnesi

Árlegt golfmót brottfluttra Skagfirðinga fór fram í Borgarnesi á dögunum. Þrátt fyrir norðaustan belging var þátttakan með allra besta móti, um 90 keppendur og þar af um þriðjungur sem kom að norðan til að hitta gamla kunningja og etja kappi við þá.
Meira

Víða réttað um helgina

Víða á Norðurlandi vestra er réttað nú um helgina. Í Húnaþingi vestra var réttað í Hrútatungurétt og Miðfjarðarrétt á laugardainn. Í Austur-Húnavatnssýslu var réttað í Fellsrétt, Fossárrétt í Skagabyggð, Hlíðarrétt, Kjalarlandsrétt í Skagabyggð á laugardaginn en réttað var í Skrapatungurétt í gær, sunnudag.
Meira

Framkvæmdir ganga vel á Hólum

Þriðjudaginn 1. september voru framkvæmdir á Hólum í Hjaltadal kynntar fyrir stjórn LH, stjórn LM, mannvirkjanefnd LH og fleiri aðilum sem koma að skipulagi Landsmóts hestamanna 2016.
Meira

Málþing um Jóhönnu Jóhannesdóttur

Málþing um Jóhönnu Jóhannesdóttur frá Svínavatni verður haldið í Kvennaskólanum á Blönduósi þann 27. september næstkomandi. Jóhanna, sem fædd var 4. nóvember 1895 og lést 1. maí 1989, var bóndi og hæfileikarík handyrðakona frá bænum Svínavatni í Austur-Húnavatnssýslu.
Meira

Axel Kára yrkir baráttuóð í anda Davíðs

Eitt af því sem íslensku landsliðsmennirnir í körfubolta hafa sér til dægrastyttingar er kveðskapur. Sem kunnugt er skipar hinn skagfirski Axel Kárason sæti í liðinu og mun honum hafa þótt kveðskapur liðsfélaga sinna hálfgerður leir, sem varð til þess að hann orti baráttuóð til íslensku leikmannanna sem munu spreyta sig í Berlín.
Meira