Fréttir

Heitavatnslaust vegna bilunar í dreifikerfi

Vegna bilunar í dreifikerfi hitaveitunnar á Hvammstanga verður heitavatnslaust við Höfðabraut norðan Brekkugötu og Lækjargötu neðan Hvammstangabrautar frá kl. 10:00 á morgun, laugardaginn 15. nóvember, fram eftir degi eða þar til v...
Meira

Meðalþungi lamba í sláturtíð 16,16 kg

Sláturtíð hjá Kjötafurðastöð KS lauk fimmtudaginn 30. október. Samkvæmt vef Kaupfélags Skagfirðinga hefur verið slátrað 109.950 kindum það sem af er ári og var meðalþungi lamba í sláturtíð 16,16 kg, sem er hækkun á meðal...
Meira

Neyðarkallinum vel tekið á NLV

Neyðarkall björgunarsveita er fjáröflun björgunarsveita landsins. Felst hún í sölu á lyklakippu með áföstum björgunarsveitarmanni eða konu. Salan fer fram fram fyrstu helgina í nóvember ár hvert um land allt og hefur almenningur t...
Meira

Fyrirlestur um könnunarleiðangurinn á Mars í Verinu

Opinn fyrirlestur um könnunarleiðangurinn á Mars verður haldinn í Verinu á Sauðárkróki, fimmtudaginn 20. nóvember nk. Heike Motschenbacher mun flytja fyrirlesturinn „Short Introduction to Mars Rover Missions“ og verður hann fluttur ...
Meira

Opnun skíðasvæðis frestað vegna hlýinda

Ekki verður af áformum um opnun skíðasvæðisins í Tindastóli í dag vegna hlýinda síðustu daga. Á vef skíðadeildar Tindastóls segir að snjórinn sé orðinn mjög blautur og að frekari hlýindi séu í kortunum. „Það er góð...
Meira

Ráðstefna um auðlindir og nýtingu þeirra á Hólum

Guðbrandsstofnun, í samstarfi við Ferðamálastofu, Landvernd og Orkustofnun, stendur að ráðstefnu undir yfirskriftinni: Hvernig metum við hið ómetanlega? Auðlindir og nýting þeirra að Hólum í Hjaltadal dagana 3. – 5. desember. Ma...
Meira

Blús og sushi kvöld á Skagaströnd

Fyrir þá sem ekki hafa ráðstafað næstkomandi laugardagskvöldi gæti Blús- og sushi kvöld á Skagaströnd verið svarið. Þá ætlar Elene Feijoo, sem er einn af listamönnunum sem dvelja í Nes listamiðstöð, í samstarfi við veitinga...
Meira

Opið hús á Flötinni

Golfklúbbur Sauðárkróks verður með opið hús fyrir alla á Flötinni – inniaðstöðu klúbbsins á Borgarflöt – á morgun, laugardaginn 15. nóvember, milli kl. 13 og 16. Golfhermirinn verður opinn fyrir fólk að prófa og einnig  ...
Meira

Norðaustan 10-15 m/s en hægari til landsins

Norðaustan 10-15 m/s er á Ströndum og Norðurlandi vestra, en hægari til landsins. Austan 5-10 í kvöld og á morgun. Skýjað og úrkomulítið. Hiti 4 til 10 stig. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á sunnudag: Hæg suðaustlæg átt. ...
Meira

Dagur íslenskrar tungu

Á Degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember koma saman 7. bekkingar í Varmahlíðarskóla, Skagfirski kammerkórinn og kór eldri borgara og kynna sálmaskáldið Hallgrím Pétursson, í tilefni 400 ára ártíðar skáldsins. Dagskráin verð...
Meira