Fréttir

Sigurdís Sandra bæði á Hólum og Heimilisiðnaðarsafninu

Sigurdís Sandra Tryggvadóttir tónskáld, píanóleikari og söngkona verður með tvenna tónleika á Norðurlandi vestra á morgun, sunnudaginn 20. júlí. Hún hefur leik í Hóladómkirkju kl. 11:00 og drífur sig svo vestur á Blönduós þar sem hún spilar á sumartónleikum Heimiisiðnaðarsafnsins kl. 15:00 og slær þannig lokahöggið á Húnavöku.
Meira

Félagar í Drangey vilja bráðabirgðalög vegna strandveiða

Félagsfundur Drangeyjar – smábátafélags Skagafjarðar haldinn 18. júlí 2025 mótmælir harðlega stöðvun strandveiða 16. júlí sl. Í tilkynningu frá félaginu segir að þetta sé sjötta árið í röð sem ekki er leyft að veiða út ágúst eins og lög frá 2018 gera ráð fyrir.
Meira

Stólarnir máttu þola tap í Kórnum

Tindastóll og Ýmir mættust í Kórnum í Kópavogi í dag í 3. deildinni. Lið Tindastóls var í sjötta sæti með 17 stig en heimamenn voru næstneðstir með 11 stig. Nokkuð vantaði í leikmannahóp Stólanna sem voru aðeins með 14 menn á skýrslu en tveir lykilmenn eru staddir í Ameríkuhreppi með unga knattgæðinga af Norðurlandi vestra. Það for svo að heimamenn unnu leikinn 2-1.
Meira

Eva Rún og Bardaginn

Sumir fá meira í fangið en aðrir og lífið virðist stundum ekki sanngjarnt. Þá hefst oft bardaginn við sjálfan sig og sálartetrið sem getur sannarlega verið strembinn. Feykir hefur áður birt viðtal við Evu Rún Dagsdóttir vegna veikinda sem hún gekk í gegnum. Hún hristi þau af sér harðnaglinn sem hún er en ekki leið á löngu áður en annars konar veikind tóku sig upp. Hamlandi kvíði. Eva Rún kallar ekki allt ömmu sína og hún reynir að takast á við sjúkdóminn á sinn hátt. Í vetur gaf hún út ljóðabók sem ber nafnið Bardagi þar sem hún skrifar um veikindi sín og bardagann sem hún stendur í.
Meira

Fyrsta messa í Hofskirkju eftir endurbætur

Hofskirkja á Höfðaströnd var bændakirkja til 1915. Hún er orðin það aftur og er eigandi hennar Lilja Sigurlína Pálmadóttir á Hofi. Hofsókn og Hofsóssókn sameinuðust 2023 með Hofsóskirkju sem sóknarkirkju. Hofskirkja lagðist því af og eignaðist Lilja hana. Kirkjan var orðin verulega illa farin og þurfti miklar viðgerðir ætti hún að standa áfram.
Meira

Laufey ráðin í stöðu aðstoðarskólameistara við FNV

Laufey Leifsdóttir hefur verið ráðin í stöðu aðstoðarskólameistara við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og tekur til starfa þann 1. ágúst næstkomandi.
Meira

Körfuknattleiksdeild Tindastóls er iðin við kolann

Í nýrri tilkynningu segir: „Tindastóll styrkir kvennaliðið. Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Oceane Konkou, fransk-kanadískan framherja. Martin þjálfari segir Oceane vera þekkta fyrir hraða, varnarleik og að vera góð þriggja stiga skytta, eiginleika sem munu styrkja liðið verulega fyrir komandi tímabil. „Hún er að spila í Ástralíu núna og stendur sig mjög vel, við hlökkum mikið til að fá hana til liðsins“
Meira

HÚNAVAKA : „Það verður fullt hús hjá okkur hjónunum“

Það er víst ótrúlega oft hægt að plata Auðun Sigurðsson í að gera hitt og þetta. Því plataði Feykir hann til að svara örfáum spurningum um Húnavökuna. „Ég bý á Blönduósi og hef gert það lungan úr mínu lífi. Þessa dagana er ég einna helst að sinna minni vinnu, ditta að heima hjá mér og leika golf í frístundum,“ segir þessi fyrrum markvörður Hvatar í fótboltanum.
Meira

Fimmtán íbúðir bætast við á Hvammstanga

Byggðarráð Húnaþings vestra tók þann 7. júlí fyrir umsókn um byggingarleyfi fyrir tveggja hæða fjölbýlishús að Norðurbraut 15 á Hvammstanga. Húsið er fyrirhugað með samtals 10 íbúðum, fimm á hvorri hæð. Að sögn Unnar Valborgar Hilmarsdóttur sveitarstjóra í Húnaþingi vestra eru að fara í gang tvö verkefni í tengslum við húsnæðisuppbyggingu á Hvammstanga.
Meira

Hugmyndir um styttingu þjóðvegar 1 enn á sveimi

Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar þann 16.7 var m.a. lagt fram bréf frá Samgöngufélaginu, dags. 7.7. 2025, stílað á Vegagerðina og sveitarfélögin Skagafjörð og Húnabyggð, þar sem ýmsum spurningum er beint að Vegagerðinni og jafnframt óskað eftir að sveitarfélögin Húnabyggð og Skagafjörður geri ráð fyrir styttingu þjóðvegs 1 um svokallaða Húnavallaleið í Húnabyggð og Vindheimaleið í Skagafirði. Byggðarráð samþykkir samhljóða að hafna hugmyndum um styttingu þjóðvegar 1 framhjá Varmahlíð.
Meira