Fréttir

Slagarasveitin og Skandall með ný lög

Framvarðasveitir húnvetnska rokksins eru með töluverðu lífsmarki. Þá erum við að tala um bojbandið Slagarasveitina og sigurvegara Söngkeppni framhaldsskólanna, Skandal. Báðar hljómsveitirnar senda frá sér lög þetta sumarið.
Meira

Krakkarnir í Sumarfjöri opna kaffihús fyrir eldri borgara

Í Húnabyggð er í gangi fjörugt verkefni fyrir krakka 6 til 12 ára. Þetta er 6 vikna námskeið þar sem í boði er skemmtileg og fjölbreytt sumardagskrá þar sem börnum stendur til boða ýmislegt skemmtilegt. Um er að ræða „Sumarfjör” þar sem lögð er áhersla á leiki, skemmtun og fræðslu. Boðið er upp á íþróttir, leiki, listir, fræðslu, sundpartý og ýmislegt fleira.
Meira

Sigríður Elva stóð sig vel á Fjórðungsmóti

Sigríður Elva Elvarsdóttir frá Syðra-Skörðugili er 12 ára hestaíþróttastelpa sem keppti með góðum árangri á Fjórðungsmóti Vesturlands sem lauk á sunnudaginn. Feykir heyrði í Sigríði eftir mótið.
Meira

Scenic Eclipse í Sauðárkrókshöfn

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins á Sauðárkróki, mætti snemma í morgun.
Meira

Reynir Snær og GDRN í GRN á laugardaginn

Á laugardagskvöldið verður boðið upp á flotta tónleika í Gránu á Sauðárkróki en þá troða upp þau GDRN og Reynir Snær gítarséní. „Þetta prógram er mjög strípað og “lo-fi”. Það er að segja; við spilum lög Guðrúnar í minimalískum útgáfum sem við höfum útsett saman og þróað síðastliðin misseri,“ sagði Reynir Snær þegar Feykir spurði hann við hverju fólk mætti búast á tónleikunum.
Meira

Bríet leigufélag hyggst byggja parhús á Hofsósi

Þau ánægjulegu tíðindi berast að Leigufélagið Bríet hafi óskað eftir lóð á Hofsósi til að reisa þar parhús. Ekki hefur verið byggt nýtt íbúðarhúsnæði á Hofsósi síðan laust fyrir síðustu aldamót.
Meira

Lækka skal hraðann á Túngötu á Króknum

Settar hafa verið þrjár hraðahindranir á Túngötu á Króknum. Það eru ekki allir sem átta sig á því að Túngatan er ekki aðalgata og þar gildir hægri reglan.
Meira

ON fær lóð fyrir hleðslustöð við Sundlaug Sauðárkróks

Það er heldur farið að rofa til í hleðslustöðvamálum á Sauðárkróki en lengi vel var aðeins ein rafmagnsdæla við N1 á Sauðárkróki.Í vor bættist við orkustöð á lóð Kaupfélags Skagfirðinga við Ártorg og nú í byrjun mánaðar samþykkti byggðarráð Skagafjarðarað stofna lóð fyrir hleðslustöð við Sundlaug Sauðárkróks og úthluta henni til Orku náttúrunnar ehf. sem hafði með bréfi óskað eftir samvinnu við sveitarfélagið um uppbyggingu fyrir hleðsluinnviði rafbíla.
Meira

Fyrri umferð í 2. og 3. deild lokið

Fyrri umferð Íslandsmótanna í 2. og 3. deild karlafótboltans kláraðist nú um helgina. Lið Tindastól krækti í stig í Kópavogi en lið Kormáks/Hvatar svekkir sig eflaust á því að hafa tapað á heimavelli fyrir einu af botnliðum 2. deildar. Bæði lið hefðu efalaust viljað krækja í fleiri stig í fyrri umferðinni en það er nú eins og það er.
Meira

Alinn upp við klassíska kórtónlist og íslensk dægurlög | EYÞÓR FANNAR

Það er heilmikið kórastarf á Norðurlandi vestra en fyrir einhverja undarlega tilviljun hafa mál þróast þannig í þessum þætti að fáir kórdrengir eða -stúlkur hafa lent í því brasi að svara Tón-lystinni. Eyþór Fannar Sveinsson á Ægistígnum á Sauðárkróki, fæddur 1987, smíðakennari við FNV og annar tenór í Karlakórnum Heimi lét þó tilleiðast eftir að hafa verið fullvissaður um að raddbönd væru nægilega fínt hljóðfæri til að hann væri gjaldgengur svarari þáttarins.
Meira