Fréttir

Stólastúlkur mæta liði ÍR fyrir sunnan

Í kvöld mætir 1. deildar lið Tindastóls í kvennakörfunni liði ÍR í næst síðasta leik sínum í deildarkeppninni. Liðin mætast í Skógarseli sunnan heiða og hefst leikurinn kl. 18:00. Síðasta umferðin verður síðan spiluð 2. apríl en þá kemur Keflavík b í heimsókn í Síkið.
Meira

Nýtt þrekhjól tekið til kostanna á HSB eftir góðan styrk

Húnahornið segir af því að stjórnarfundur var haldinn þann 21. mars hjá Hollvinasamtökum Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi. Eftir fundinn mætti stjórn Styrktarsjóðs A-Hún, þau Valgarður Hilmarsson formaður, Erla Ísafold Sigurðardóttir og Sigríður Eddý Jóhannesdóttir, og færðu samtökunum rausnarlega gjöf, kr: 500.000, upp í kaup á þrekhjóli fyrir skjólstæðinga 3. og 4. hæðar spítalans.
Meira

Byggðarráð leggst alfarið gegn breytingu á rekstri póstþjónustu í Húnaþingi vestra

Byggðarráð Húnaþings vestra fundaði í gærdag og sendi frá sér bókun í kjölfar ákvörðunar Póstsins að loka pósthúsinu á Hvammstanga í byrjun sumars. Þar kemur fram að byggðarráð harmar einhliða ákvörðun Íslandspósts um skerðingu starfsemi sinnar í Húnaþingi vestra. Auk þess að breytingin feli í sér niðurlagningu 2,5 stöðugilda á pósthúsinu þá sé með ákvörðuninni gengið gegn tveimur meginmarkmiðum stjórnvalda í byggðamálum; annars vegar að innviðir mæti þörfum samfélagsins og hins vegar að byggðir og sveitarfélög um land allt verði sjálfbær.
Meira

Að gefnu tilefni – tekið undir réttmæta ádeilu

Sá ágæti maður Steinar Skarphéðinsson fer nokkrum vel völdum orðum um hækkun fasteignagjalda á Sauðárkróki í aðsendri grein í 8. tbl. Feykis nú nýverið. Ég vil í öllu taka undir málflutning hans, því nýlegar hækkanir fasteignagjalda á Skagaströnd eru að mínu mati hreint og beint óásættanlegar sem slíkar.
Meira

Fjórir fluttir á sjúkrahús í Reykjavík eftir harðan árekstur

Alvarlegt umferðarslys varð á þjóðvegi 1 til móts við bæinn Enniskot í Húnaþingi vestra sem er um 20 km suðvestur af Blönduósi. Tilkynnt var um slysið skömmu fyrir kl. 17. Um var að ræða harðan árekstur tveggja bifreiða sem ekið var úr gagnstæðum áttum eins og segir í tilkynningu á síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra á Facebook.
Meira

Birgitta, Elísa og Laufey semja við Tindastól

Nú síðustu vikurnar hefur knattspyrnudeild Tindastóls verið með samningspennann á lofti og stutt er síðan þrjár stúlkur skrifuðu undir samning og munu sýna leikni sína í Bestu deild kvenna með liði Tindastóls í sumar. Þetta eru þær stöllur frá Skagaströnd, Birgitta Rún og Elísa Bríet sem eru bráðefnilegar og svo Króksarinn Laufey Harpa sem komin er í hóp reynslubolta. Þetta verða teljast hinar bestu fréttir.
Meira

Loka á pósthúsinu á Hvammstanga í byrjun sumars

Fyrir helgi tilkynnti Pósturinn að fyrirhugaðar væru breytingar á póstþjónustu á tíu stöðum á landinu. Til stendur að loka fimm samstarfspósthúsum og jafn mörgum pósthúsum í eigin rekstri. Hér á Norðurlandi vestra mun pósthúsinu á Hvammstanga verða lokað og á Tröllaskaganum verður pósthúsunum á Siglufirði og Dalvík lokað sem og samstarfspósthúsinu á Ólafsfirði.
Meira

Nemendur kynna hugmyndir sínar

Þann 26. febrúar kynntum við nemendur í 5-7.bekk í Varmahlíðaskóla hugmyndir okkar um hvernig við viljum hafa skólalóðina. Við buðum foreldrum okkar, skólaliðun- um í skólanum vegna þess að þeir þekkja skólalóðina svo vel, og síðast en ekki síst, sveitarstjóranum í Skagafirði, Sigfúsi Inga.
Meira

Félagsmenn Verslunarmannafélags Skagafjarðar samþykktu nýjan kjarasamning

Þó alþjóðlegi vöffludagurinn sé í dag þá er þegar um hálfur mánuður síðan vöffluilminn lagði yfir landið í kjölfar þess að skrifað var undir kjarasamninga. Síðustu daga hafa félagsmenn stéttarfélaganna kosið um samningana og á heimasíðu Verslunarmannafélags Skagafjarðar er sagt frá því að atkvæðagreiðslu þar lauk 21. mars sl. og var samningur Landssambands íslenskra verslunarmanna samþykktur með 85% atkvæða.
Meira

Leikflokkur Húnaþings vestra framúrskarandi á sviði menningar 2023

Á vef Húnaþing segir að leikflokkur Húnaþings vestra hefur fengið viðurkenningu SSNV fyrir framúrskarandi verkefni á sviði menningar fyrir söngleikinn Himinn og jörð.
Meira