Fréttir

Nýtt starf tengslafulltrúa laust til umsóknar hjá Húnaþingi vestra

Húnaþing vestra leitar að öflugum og drífandi einstaklingi í nýtt starf tengslafulltrúa á fjölskyldusviði sveitarfélagsins. Í frétt á vef sveitarfélagsins segir að leitað er að aðila með brennandi áhuga á að starfa með ungmennum og ýta undir velferð þeirra og vellíðan.
Meira

Fögnum alþjóðlega vöffludeginum í dag, 25. mars

Áskorun til allra í tilefni dagsins! Skelltu í vöfflur því það er alþjóðlegi vöffludagurinn í dag. Ekki flækja hlutina og náðu þér í Vilko þurrefnablöndu og dassaðu smá vatn við. Ef þú vilt setja í þína eigin uppskrift þá er ég með eina góða...
Meira

Veturinn mun enda þegar vorið flæðir inn um gluggana

Það var talsverður veðurhvellur sem íbúar á Norðvesturhorninu máttu þola undir lok vikunnar með tilheyrandi ófærð og veseni. Dagurinn í dag var hins vegar hinn fallegasti þó kalt væri og næstu daga verður boðið upp á meiri kulda og norðanátt en allt útlit er þó fyrir skaplegt veður að öðru leiti.
Meira

Inga leggur stígvélin á hilluna

Ingibjörg Axelsdóttir starfsmaður landvinnslu FISK Seafood á Sauðárkróki hefur lagt stígvélin á hilluna eftir farsælan starfsferil hjá fyrirtækinu. Haldið var kaffisamsæti að þessu tilefni í kaffistofu landvinnslunnar og þar voru Ingu færðar þakkir fyrir vel unnin störf og óska samstarfsmenn og stjórnendur fyrirtækisins henni alls hins besta.
Meira

Sveinbjörg Rut nýr formaður USVH

Sveinbjörg Rut Pétursdóttir tók við sem nýr formaður Ungmennsambands Vestur-Húnvetninga (USVH) á héraðsþingi sambandsins í liðinni viku. Hún tekur við af Guðrúnu Helgu Magnúsdóttur, sem setið hefur í formannsstólnum síðastliðin fjögur ár. Ekki voru gerðar lagabreytingar á þinginu en lögð fram breytingartillaga ásamt nýrri tillögu um nefndarstörf og voru þær báðar samþykktar.
Meira

Keflvísk sveifla snéri bikarúrslitaleiknum á hvolf

Það var spilað til úrslita í VÍS bikarnum í dag en þá mættust lið Tindastóls og Keflvíkur í Laugardalshöllinni. Leikurinn var æsispennadi framan af en síðari hálfleikurinn reyndist leiðinlega sveiflukenndur fyrir stuðningsmenn Stólanna því eftir að hafa náð 14 stiga forystu í upphafi hans þá datt botninn úr leik okkar manna og Keflvíkingar hrukku í gírinn. Lokatölur 79-92 og ekki annað í stöðunni en óska Keflvíkingum til hamingju.
Meira

Ísorka bætir í þjónustuna á Blönduósi

Ísorka hefur bætt við nýrri hraðhleðslustöð á Blönduósi og nú er hægt að hlaða allt að fimm rafbíla samtímis á stöðinni. Í tilkynningu á vef Ísorku segir að komið hafi í ljós að mikil þörf hafi reynst vera á að fjölga tengjum á Blönduósi enda mikil umferð rafbíla á þessu svæði.
Meira

Veður enn vont og færð erfið

Enn er veður með leiðinlegasta móti á Norðurlandi vestra og færð erfið enda víðast hvar stórhríð eða skafrenningur.Vegirnir yfir Holtavörðuheiði og Þverárfjall eru enn ófærir en vegirnir yfir Vatnsskarð og Laxárdalsheiði yfir í Dalasýslu eru færir. Þá segir frá því að á vef Skagafjarðar að vegna veðurs eru snjómokstursmenn eingöngu að berjast við að halda stofnæðum og forgangi opnum – þá væntanlega á Sauðárkróki.
Meira

Pétur hlakkar til að sjá fulla höll af vínrauðum treyjum

Jú, það er úrslitaleikur í VÍS bikarnum á morgun og Stólarnir verða þar þrátt fyrir hálfgerða þrautagöngu í vetur. Jú, það er úrslitaleikur í VÍS bikarnum á morgun og Stólarnir verða þar þrátt fyrir hálfgerða þrautagöngu í vetur. Mótherjarnir eru lið Keflavíkur sem hafa verið ansi sterkir upp á síðkastið og sitja í 3.-4. sæti Subway-deildarinnar þegar tveimur umferðum er ólokið. Feykir tók púlsinn á Pétri Rúnari Birgissyni, fyrirliða Tindastóls, og spurði hvort honum finndist Stólarnir vera að ná sér á strik eftir góðan leik gegn liði Álftaness í undanúrslitum VÍS bikarsins.
Meira

„Mjög ánægður með framför i spilamennsku liðsins“

Bestu deildar lið Tindastólskvenna hefur sýnt góða takta í Lengjubikarnum síðustu vikurnar en liðið spilaði fjóra leiki; tapaði venju samkvæmt gegn liðum Vals og Breiðabliks, gerði jafntefli við Fylki en lagði Selfoss að velli. „Síðasti leikurinn mun ekki spilast svo Lengjubikarinn er búinn í ár,“ tjáði Donni þjálfari blaðamanni Feykis þegar forvitnast var um hvenær síðasti leikurinn færi fram þar sem lið Keflavíkur átti að heimsækja Krókinn.
Meira