Fréttir

Hágangur fallinn

Stóðhesturinn Hágangur frá Narfastöðum er fallinn. Hann var orðinn 28 vetra sem þykir ansi hár hesta aldur. Hágangur þótti einhver einn sá mesti öðlingur í röðum stóðhesta og einhverjir sem muna eftir því að hafa sé hann sýndan á mótum af kornungum eiganda sínum. Eigandi hans var Ingunn Ingóflsdóttir frá Dýrfinnustöðum og hefur hún átt hann alla sína ævi en Ingunn fædd aldamótaárið 2000. Blaðamaður heyrði í Ingunni og tók stöðuna á henni eftir að hennar mesti og besti hestur féll en Hágangur var bara orðin gamall og betra að leyfa honum að leggjast til hinstu hvílu í stað þess að horfa uppá hann missa heilsu.
Meira

Framlenging í Síkinu í gærkvöldi

Tindastóll lagði Þór í æfingaleik í Síkinu í gærkvöldi, 118-114 eftir æsispennandi leik sem endaði í framlengingu. 
Meira

Gullhúðuð aðgengismál? | Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar þann 17. september síðastliðinn óskaði fulltrúi VG og óháðra eftir upplýsingum um störf ráðgefandi hóps um aðgengismál hjá sveitarfélaginu, sjá hér. Í svari byggðarráðs kom fram að sá hópur hafi ekki fundað frá því í október í fyrra. Meirihluti bókaði þó sérstaklega um það að aðgengismál væru í góðu lagi og tóku fram í bókun sinni að Öryrkjabandalag Íslands hefði tekið út sundlaugina á Sauðárkróki í sumar og hefði sú niðurstaða verið “glæsileg, aðgengismálum í hag”. Staðreyndin er hins vegar sú að Öryrkjabandalagið hefur enga úttekt gert á sundlaug Sauðárkróks.
Meira

Fór Ísland nokkuð á hliðina? | Hjörtur J. Guðmundsson

Fyrir rúmum þremur árum tók varanlegur víðtækur fríverzlunarsamningur gildi á milli Íslands og Bretlands í kjölfar þess að Bretar sögðu skilið við Evrópusambandið. Fyrst í stað til bráðabirgða og síðan endanlega frá 1. febrúar 2023 en áður hafði bráðabirgðasamningur verið í gildi frá árinu 2021. Þar með hættu viðskipti og ýmis önnur samskipti á milli Íslands og Bretlands, annars stærsta viðskiptalands okkar á eftir Bandaríkjunum, að grundvallast á EES-samningnum.
Meira

Líflegar umræður á kynningarfundi Landsmóts

Hestamannafélagið Skagfirðingur sem heldur Landsmót hestamanna á Hólum næstkomandi sumar stóð fyrir kynningarfundi í félagsheimili sínu, Tjarnarbæ, í vikunni þar sem farið var yfir skipulag mótsins og undirbúning þess. Á fundinum fór Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri mótsins, yfir helstu verkefni sem snúa að undirbúningi auk þess að segja frá þeim framkvæmdum á mótssvæðinu sem farið hafa fram í sumar.
Meira

„Allir vilja spila þennan leik!“

Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum að karlalið Tindastóls er á leiðinni á Laugardalsvöllinn í dag til að etja kappi við lið Víkings frá Ólafsvík í úrslitaleik Fótbolta-punktur-net bikarsins. Andstæðingarnir eru deild ofar en lið Tindatóls en það er gömul lumma og ólseig að allt getur gerst í bikarkeppni. Hefur einhver heyrt um Grimsby? Feykir heyrði örlítið í Konna þjálfara sem er farinn að hlakka til leiksins.
Meira

Nú er það svart

Kvennalið Tindastóls fór norður á Akureyri í gær og mætti þar liði Þórs/KA í Boganum. Staða Tindastóls var þannig að það var eiginlega lífsnauðsynlegt að næla í sigur en sú varð nú ekki raunin. Lið heimastúlkna sem hefur verið í tómu tjóni frá því um mitt tímabil náði forystunni snemma leiks og lið Tindastóls náði aldrei að svara fyrir sig. Lokatölur 3-0 og útlitið svart hjá okkar liði.
Meira

„Vonandi sjáum við sem flesta í stúkunni á föstudaginn“

Feykir hitar upp fyrir úrslitaleikinn stóra annað kvöld með því heyra hljóðið í Jónasi Aroni Ólafssyni sem á að baki rúmlega 230 leiki fyrir Tindastól. Hann er sonur Óla Óla og Anítu Jónasar og hefur einungis spilað fyrir Tindastól á sínum ferli. Nú eru einmitt tíu ár síðan hann spilaði fyrstu leikina fyrir mfl. Tindastóls í 2. deild sumarið 2015.
Meira

Fuglainflúensa greinist í villtum fuglum

Fyrir skemmstu fundust á annan tug stormmáfa og hettumáfa dauðir í fjöru við Blönduós. Sýni voru tekin og í þeim greindist skæð fuglainflúensa af gerðinni H5N5. Sama gerð skæðrar fuglainflúensu H5N5 greindist einnig í kvenkyns önd sem fannst dauð á Sauðárkróki í síðustu viku. Þetta staðfestir Tilraunastöð Hí í meinafræði á Keldum í gær. Þetta kemur fram á vef Mast. 
Meira

Æfingaleikir í kvöld!

Tindastóll tekur á móti Þór Þorlákshöfn, mfl kk í Síkinu í kvöld, leikurinn hefst eins og venjan er kl. 19:15. Miðaverð: 1000 og að sjálfsögðu verða hamborgarar á grillinu Indriði verður á svæðinu frá kl 18:15 fyrir þau sem vilja aðstoð með árskort, sæti eða stæði.
Meira