Arnar Björns valinn í lokahóp Íslands fyrir EuroBasket
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
19.08.2025
kl. 14.45
EuroBasket 2025, Evrópukeppnin í körfuknattleik, er að skella á en Ísland leikur í Póllandi í sínum riðli og hefur leik fimmtudaginn 28. ágúst. Í dag var íslenski landsliðshópurinn kynntur til sögunnar en liðið hefur æft stíft síðustu vikurnar og nú er búið að tálga utan af hópnum. Það er gleðilegt að einn Tindastólsmaður er í landsliðshópnum því Arnar Björnsson verður með á EuroBasket og full ástæða til að óska okkar manni til hamingju!
Meira