Fréttir

Skagafjörður óskar eftir tilnefningum fyrir Samfélagsverðlaun Skagafjarðar

Skagafjörður óskar eftir tilnefningum fyrir Samfélagsverðlaun Skagafjarðar, en samfélagsverðlaunin eru veitt árlega einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Skagafirði sem þykja standa sig afburða vel í að efla skagfirskt samfélag, segir á vef sveitarfélagsins. Verðlaun verða veitt á setningu Sæluviku sem verður í Safnahúsinu á Sauðárkróki sunnudaginn 27. apríl nk. Í fyrra hlutu hjónin Árni Björn og Ragnheiður Ásta á Hard Wok verðlaunin en nú er spurning hver verður handhafi þessara verðlauna í ár. 
Meira

Opið fyrir umsóknir um framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna

Innviðaráðherra hefur opnað fyrir umsóknir um framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna, sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036, aðgerð A.10 - Almenningssamgöngur á milli byggða. Markmiðið er að styðja við áframhaldandi þróun almenningssamgangna milli byggða, m.a. til að tengja ýmsa sérakstursþjónustu við almenningssamgöngur.
Meira

Friðrik Elmar og Albert stóðu uppi sem sigurvegarar í félagspílu

Miðvikudaginn 26. mars hélt PKS skemmtilegt mót fyrir þá krakka í 3.-7. bekk sem æfa hjá félaginu og fjölskyldur þeirra. Mótið kallaðist félagspíla og virkar í raun eins og félagsvist þar sem krakkarnir spiluðu í tvímenning með fjölskyldumeðlimi.
Meira

Karlakór Bólstarhlíðarhrepps í Miðgarði

Á morgun laugardaginn 29. mars heimsækir Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps Miðgarð í Skagafirði með afmælisprógrammið sitt, í tilefni 100 ára afmæli kórsins.
Meira

Menntaskólinn við Hamrahlíð hafði betur í Gettu betur

Lið Menntaskólans á Akureyri og Menntaskólans við Hamrahlíð mættust í úrslitum Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, í gærkvöldi. Á meðal keppenda Menntaskólans á Akureyri var fyrrum nemandi Höfðaskóla á Skagaströnd, Skagamærin Sólveig Erla Baldvinsdóttir frá Tjörn á Skaga.
Meira

Gamli bærinn á Blönduósi verður aðdráttarafl ferðamanna

Á vef SSNV segir frá því að undirritaður hefur verið viðaukasamningur vegna verkefnisins Gamli bærinn á Blönduósi – aðdráttarafl ferðamanna, sem styrkt er á grundvelli sóknaráætlunar landshlutans fyrir hönd Húnabyggðar. Samningurinn er gerður með vísan í aðgerð C.1 Sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022–2036.
Meira

Leiðir til byggðafestu- síðustu námskeiðin

Leiðir til byggðafestu er verkefni sem snýr að eflingu nýsköpunar á sauðfjárræktarsvæðum á Íslandi. Fjórðungssamband Vestfirðinga (FV), Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) standa sameiginlega að verkefninu. Það er unnið með styrk frá innviðaráðuneytinu til að efla byggð á því landsvæði sem mest á undir sauðfjárrækt. Þar er litið til Dalabyggðar, Reykhólahrepps, Strandabyggðar, Kaldrananeshrepps, Árneshrepps og Húnaþings vestra.
Meira

Silja Bára kjörin rektor Háskóla Íslands

Silja Bára R. Ómarsdóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild, hefur verið kjörin rektor Háskóla Íslands en niðurstöður seinni umferðar rektorskosninga voru kunngjörðar í Hátíðasal skólans í kvöld. Hún hlaut 50,7% greiddra atkvæða í kjörinu og verður tilnefnd í embætti rektors af háskólaráði til menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra.
Meira

Styrkur til stofnunar þekkingargarða á Norðurlandi vestra

Undirritaður hefur verið viðaukasamningur um styrk til stofnunar þekkingargarða á Norðurlandi vestra. Í frétt á heimasíðu Skagafjarðar segir að verkefnið miði að því að koma á fót þekkingargörðum með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, þar sem atvinnulíf, Háskólasamstæða Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra og sveitarfélög vinna saman að eflingu sjálfbærrar matvælaframleiðslu sem byggir á styrkleikum svæðisins.
Meira

Deildarmeistarar, já deildarmeistarar!

Til hamingju Tindastólsfólk nær og fjær! Strákarnir gerðu sér lítið fyrir í kvöld og lögðu Íslands- og bikarmeistara Vals í næsta öruggum sigri í Síkinu. Þetta er í fyrsta sinn sem lið Tindastóls verður deildarmeistari í körfuknattleik í sögu félagsins og sannarlega frábær áfangi. Lokatölur voru 88-74 og nú bíður úrslitakeppnin handan við hornið en þar mæta Stólarnir liði Keflvíkinga – rétt eins og Stólastúlkur.
Meira