Fréttir

Tveir látnir og einn særður eftir skotárás á Blönduósi

Tveir eru látnir og einn særður eftir skotárás í heimahúsi á Blönduósi sem átti sér stað klukkan hálf sex í morgun. Hinn særði var fluttur suður með sjúkraflugi. Í frétt mbl.is af málinu er haft eftir Guðmundi Hauki Jakobssyni, forseta sveitarstjórnar í Húnabyggð, að harmleikur hafi átt sér stað og verið sé að vinna í því að kalla saman áfallateymi til að halda utan um samfélagið.
Meira

Torskilin bæjarnöfn :: Marbæli á Langholti

Samnefni við þetta nafn munu aðeins vera tvö á landinu: Marbæli í Óslandshlíð og Marbæli í Eyjafjarðarsýslu. Þar hjet í öndverðu Hanatún, eftir Eyvindi túnhana, sem bygði þar fyrstur (Landnámabók, bls. 155). (Í nýju jarðabókinni 1861 finst þó hvorugt nafnið). Marbæli í Óslandshlíð er meðal annars nefnt í Kúgildaskrá Hólastaðar frá 1449, og í Sturlungu (I., bls. 193).
Meira

Stólarnir mæta Hvíta riddaranum í úrslitakeppninni

Síðustu leikirnir í B-riðli 4. deildar fóru fram í dag og fékk Tindastóll þunnkskipað lið Stokkseyrar í heimsókn á Krókinn. Leikurinn fór nánast eingöngu fram á vallarhelmingi gestanna og það má undrum sæta að Stólarnir hafi ekki skorað tíu fimmtán mörk. Þeir létu fimm duga en maður leiksins var án efa hinn 39 ára gamli Hlynur Kárason í marki gestanna sem varði flest sem á markið kom og var alveg búinn á því í leikslok.
Meira

Húnvetningar verða að fara að rífa sig í gang

Það var leikið í 3. deildinni á Blönduósvelli í dag þar sem Kormákur/Hvöt fékk Garðyrkjumenn úr Víði í heimsókn á lífræna grasið. Heldur hefur blásið á móti Húnvetningum að undanförnu og ekki minnkaði ágjöfin í dag, í norðanstrekkingnum, því tveir leikmenn heimaliðsins fengu að líta rauða spjaldið og einn til viðbótar í liðsstjórn. Víðismenn fóru sigurreifir með öll þrjú stigin heim í Garð eftir 1-3 sigur.
Meira

Það sem heillar mest er dulúðin og fegurðin í ljótleikanum

Nú nýverið kom út ljósmyndabókin Það sem hverfur þar sem eyðibýlum eru gerð skil. Það er Nökkvi Elíasson sem fangar býlin á filmu og úr verður einhver dáleiðandi galdur sem gefur ímyndunaraflinu lausan tauminn. Bækur Nökkva eru ljóðskreyttar af Aðalsteini Ásberg Sigurðssyni. Nökkvi, sem er árgangur 1966, er fæddur og uppalinn á Hólmagrundinni á Króknum en býr nú í Reykjavík. Hann er yngstur þriggja bræðra; hinir tveir eru listamaðurinn og skáldið Sigurlaugur og svo Gyrðir sem er nú sennilega óþarfi að kynna nánar.
Meira

Geggjaður endurkomusigur Stólastúlkna fyrir austan

Stólastúlkur skruppu austur á Reyðarfjörð í dag þar sem þær mættu sameinuðu liði Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis í 15. umferð Lengjudeildarinnar. Ekkert annað en sigur kom til greina í leiknum til að koma liði Tindastóls upp fyrir HK á töflunni og í annað sætið. Heimastúlkur náðu forystunni í fyrri hálfleik en dramatíkin var algjör síðustu 20 mínútur leiksins og fór svo á endanum að stelpurnar okkar nældu í dýrmætan 2-3 sigur.
Meira

Styttist í að fjölbýlishúsið við Freyjugötu verði tilbúið

Ýmsir hafa velt fyrir sér hvar mál standa með uppbyggingu á verkstæðisreitnum við Freyjugötu á Sauðárkróki. Til stóð að reisa þar nokkur fjölbýlishús en aðeins eitt er risið og hafa framkvæmdir gengið hægar en ætlað var. Vinna hófst snemma árs 2021 og stefnt var að því að íbúðirnar yrðu tilbúnar að hausti. Framkvæmdaaðilinn, Hrafnshóll, er nú að ljúka við húsið og er stefnt að verklokum um næstu mánaðarmót samkvæmt upplýsingum Feykis.
Meira

Veggjöld eða kílómetragjald :: Leiðari Feykis

Sífellt er verið að leysa hin margvíslegu vandamál og finna hentugustu leiðirnar að einhverju ákveðnu marki. Stundum skapast nýtt vandamál þegar annað hefur verið leyst og lúxusvandamálin eru víða.
Meira

Í dagsins önn, önnur ljóðabók Sverris Magnússonar, komin út

Ljóðabók Sverris Magnússonar, Í dagsins önn, er komin út en þar er að finna kveðskap sem nær yfir 70 ára tímabil um ýmis dægurmál og því tengdu eða nánast allt sem flestir þurfa að glíma við í dagsins önn, eins og segir í formála Kristjáns Hjelm.
Meira

Umhverfisviðurkenningar í Húnaþingi vestra

Það gleður ætíð augað að sjá vel hirtar lóðir og hús. Nefnd um veitingu umhverfisviðurkenninga í Húnaþingi vestra auglýsir nú eftir ábendingum um garða og svæði sem eiga slíka viðurkenningu skilið.
Meira