Fréttir

Alltaf gaman þegar það er viðurkennt sem maður gerir

Fyrir um mánuði síðan fór þýska meistaramótið í hestaíþróttum fram þar sem mikið var um dýrðir. Í fyrsta sinn veitti þýska landssambandið IPZV viðurkenningu fyrir vel unnin störf í þágu hestamennsku bæði í ræktun og útbreiðslu íslenska hestsins og allt sem því viðkemur og kom hún í hlut Skagfirðingsins Jóns Steinbjörnssonar frá Hafsteinsstöðum. Feykir hafði samband við Jón, eða Nonna eins og hann er oftast kallaður, og forvitnaðist um þennan verðskuldaða heiður.
Meira

Polio Plus dagurinn er í dag

Í dag 24. október er dagur Polio Plus um allan heim. Rótarýhreyfinginn setti sér það markmið að útrýma lömunarveiki í heiminum og hefur fengið alþjóðlegar stofnanir eins og Sameinuðu þjóðirnar með sér í lið. Frá árinu 1988 hefur þetta verið langstærsta verkefni Rótarýhreyfingarinnar til þessa en í ágúst sl. náðist sá stóri áfangi að losa Afríku við þessa veiki.
Meira

Skagfirðingar vilja fullnægjandi fjarskiptasamband

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar og hreppsnefnd Akrahrepps lýsa yfir áhyggjum af lélegu fjarskiptasambandi víða um Skagafjörð sem dregur úr öryggi þeirra sem búa á svæðinu eða eiga leið um það. Í frétt á Skagafjörður.is segir að byggðarráð og hreppsnefnd hvetji Neyðarlínuna og ríkisvaldið til að tryggja fullnægjandi fjarskiptasamband með uppsetningu fleiri senda í samvinnu við staðkunnuga, auk þess sem Tetra-sambandið verði stórlega bætt til að auka öryggi íbúa og ferðamanna í landshlutanum.
Meira

Vill að Byggðastofnun taki yfir póstmál

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, hefur í hyggju að Byggðastofnun á Sauðárkróki taki yfir póstmál, hlutverk sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur haft með að gera hingað til. Drög að frumvarpi þess eðlis voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær. Með því á að leitast við að tryggja jafnan rétt landsmanna til alþjónustu póstsins.
Meira

Ungir sem pínu eldri gefa út tónlist

Það er talsverð gróska í skagfirsku tónlistarlífi þessar vikurnar og nokkrir flytjendur að smella nýjum lögum á Spottann og jafnvel víðar. Feykir tók saman smá yfirlit yfir flóruna eða í það minnsta það sem rak á fjörurnar.
Meira

Arftaki Munda :: Áskorandinn Pétur Björnsson Sauðárkróki

Það var á vormánuðum 2008 sem fjölskyldan flutti búferlum frá Flateyri til Sauðárkróks en ég hafði tekið starfi varðstjóra í lögreglunni á Sauðárkróki eftir að hafa starfað sem slíkur í lögreglunni á Ísafirði í um tíu ár.
Meira

Landbúnaður - Hvað er til ráða?

Á Norðurlandi vestra er öflugur landbúnaður og er íslensk matvælaframleiðsla umfangsmikill hluti af efnahagslífi. Miklar neyslubreytingar eru að eiga sér stað og stendur greinin á krossgötum. Neyslubreytingar almennings, aukin alþjóðleg sem og innlend samkeppni og breyttur ríkisstuðningur hafa valdið lægri tekjum á framleiðslueiningu hjá bændum. Á móti hefur vaxandi ferðamannafjöldi, nýsköpun í störfum á landsbyggðinni og stærri bú vegið á móti. Mikill stuðningur landsmanna er við innlenda framleiðslu. Ríkisstjórnin hefur tekið á nokkrum þeim þáttum sem munu ýta undir jákvæða þróun. Í þessari grein verður tæpt á samstarfi afurðastöðva, frelsi til heimavinnslu, tollasamningum, sýklalyfjaónæmi og fæðuöryggi.
Meira

Útbreiðsla riðu í Tröllaskagahólfi

Sterkur grunur er um að riða hafi greinst í sauðfé sem flutt var frá Stóru-Ökrum þar sem riðuveiki var staðfest í vikunni. Féð var flutt að Grænumýri og Syðri-Hofdölum í Blönduhlíð, og að Hofi í Hjaltadal. Staðfestingu á endanlegri greiningu er að vænta um miðja næstu viku frá Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum.
Meira

Fólk smitast ekki af riðu í sauðfé svo vitað sé

Matvælastofnun hefur að gefnu tilefni vakið athygli á því að riða í sauðfé smitast ekki í fólk, eins og fram kemur á upplýsingasíðu um riðuveiki á vef stofnunarinnar. Þar eru m.a. upplýsingar um eðli smitefnisins, einkenni veikinnar, smitleiðir og til hvaða aðgerða er gripið þegar smit greinist. Þar kemur fram að engar vísbendingar séu um að fólki stafi hætta af snertingu við riðusmitað fé né neyslu afurða þess, svo sem kjöts, innmatar og mjólkur. Hvorki neytendur né fólk sem starfar á sauðfjárbúum eða í sláturhúsum er í hættu vegna riðuveiki í sauðfé.
Meira

Segja Kjalveg illa farinn á stórum köflum

Húnahornið segir frá því að sveitarstjórn Húnavatnshrepps hafi miklar áhyggjur af ástandi Kjalvegar og skorar á Vegagerðina að ráðast í undirbúningsaðgerðir til að bæta ástand vegarins. Í bókun sveitarstjórnar frá fundi hennar í vikunni segir að vegurinn sé á stórum köflum niðurgrafinn sem geri það að verkum að vatn renni eftir veginum sem hafi þær afleiðingar að allt efni sé farið úr honum.
Meira