Gul veðurviðvörun á morgun
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
30.10.2025
kl. 15.35
Það má segja að við hér á Norðurlandi vestra höfum sloppið ansi vel við þetta vetrarskot sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu fengu að upplifa framan af vikunni. Það hefur engu að síður snjóað í léttu og þægilegu magni hjá okkur og þegar sólin fór að skína þá var póstkortastemning um víðan völl. Ekki er þó útlit fyrir að vetrarfegurðin endist eitthvað því á morgun, föstudag, hlýnar og Veðurstofan búin að skella framan í okkur gulri veðurviðvörun.
Meira
