Elstu nemendur á Barnabóli aðstoðuðu við að kveikja á jólatrénu
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
09.12.2025
kl. 11.04
„Kveikt var á jólaljósum á fallega jólatrénu okkar á Hnappstaðatúni í gær,“ skrifar Alexandra Jóhannesdóttir sveitarstjóri Skagastrandar á vef sveitarfélagsins nú í morgun. Hún segir mætingu hafa verið góða og að gestir á öllum aldri hafi notið samverunnar. „Elsti bekkurinn á Barnabóli aðstoðaði sveitarstjóra við að kveikja ljósin á trénu og stóðu þau sig með prýði. Sem fyrr reyndist erfitt að bíða eftir niðurtalningunni - spennan var svo mikil!“
Meira
