Fréttir

Skagfirðingar láta sönginn hljóma

Það er óhætt að segja að landinn hafi látið sönginn hljóma á öldum ljósvakans meðan kórónuveiran rembist líkt og rjúpan við staurinn að breiðast sem víðast og of langt mál að telja öll þau atriði sem opinberuð hafa verið. Eitt getur þó talist verðugt að nefna og er nýkomið í loftið en þar eru Skagfirðingar í létri sveiflu og syngja hið kunna lag Geirmundar Valtýssonar; Látum sönginn hljóma, við texta séra Hjálmars Jónssonar.
Meira

„Ég er steinhættur að rembast við að gera vísu“

Í Bólstaðarhlíð býr Einar Kolbeinsson sem sýslar ýmislegt og segist vera alls konar bóndi. Eins og er í tísku um þessar mundir þá er fjölskyldan með ferðaþjónustu, Heimafengið ehf., bjóða gistingu í Bólstaðarhlíð og leigja út þrjú herbergi og tvær litlar íbúðir. „Þetta hefur gengið afar vel en auðvitað er ansi rólegt yfir því þessi dægrin,“ segir Einar. Ástæðan fyrir því að Feykir ákvað að banka upp á hjá Einari er ekki tengd ferðaþjónustu eða bústörfum – það er annars konar ræktun sem vekur forvitni að þessu sinni. Nefnilega vísnaræktin sem Einar stundar annað veifið og þar hefur sprettan verið með skásta móti nú í apríl.
Meira

Sögulegar kvikmyndir aðgengilegar á nýjum vef

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, opnaði á dögunum streymisvefinn Ísland á filmu þar sem einstakt efni í vörslu Kvikmyndasafns Íslands er nú aðgengilegt almenningi.
Meira

Hjólað í vinnuna 2020

Miðvikudaginn 6. maí nk. mun Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) hefja heilsu- og hvatningarverkefnið Hjólað í vinnuna í átjánda sinn sem standa mun að vanda yfir í þrjár vikur eða til 26. maí. Á þeim tíma eru landsmenn hvattir til að hreyfa sig og nýta sér heilsusamlegar, umhverfisvænar og hagkvæmar samgöngur með því að hjóla, ganga eða nota annan virkan ferðamáta. 
Meira

Skipulagslýsing fyrir lóð undir tengivirki Landsnets í Hrútafirði

Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti á fundi sínum þann 14. apríl s.l. að leita umsagnar á skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag og breytingu á aðalskipulagi fyrir lóð undir tengivirki Landsnets í Hrútafirði. Skipulagslýsingin er unnin hjá Stoð ehf verkfræðistofu og er sett fram í greinargerð útg. 1.1 dags. 27.03.2020. Skipulagslýsingin felur í sér að afleggja núverandi tengivirki Landsnets, með nýju og fyrirferðaminna yfirbyggðu tengivirki þess í stað.
Meira

Vanrækslugjaldi vegna skoðunar frestað

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur staðfest með reglugerð ákvörðun um að álagningu vanrækslugjalds 1. apríl og 1. maí vegna skoðunar ökutækja verði frestað til 1. júní vegna COVID-19 faraldursins. Þetta kem­ur fram á vef Stjórn­ar­ráðsins.
Meira

Lærdómssamfélag í skólum í Skagafirði fær 1.350.000 krónur úr Sprotasjóði

Verkefnið Lærdómssamfélag í skólum í Skagafirði fékk úthlutað 1.350.000 krónum úr Sprotasjóði, en honum er ætlað að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi í leik- grunn- og framhaldsskólum í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá viðkomandi skólastiga. Alls munu 26 verkefni hljóta styrki að þessu sinni en heildarupphæð styrkjanna eru rúmlega 56 milljónir kr. Alls bárust 46 umsóknir um styrki þegar auglýst var fyrr í vetur og var heildarupphæð umsóknanna rúmar 155 milljónir kr.
Meira

Fyrsta skóflustungan tekin að nýjum leikskóla á Hofsósi

Börn í leikskólanum Tröllaborg á Hofsósi, ásamt Önnu Árnínu Stefánsdóttur, leikskólastjóra, og Ásrúnu Leósdóttur, deildarstjóra, tóku í gær fyrstu skóflustunguna að nýjum leikskóla sem rísa mun á staðnum. Athöfnin fór fram í björtu og fallegu vorveðri sem var vel við hæfi.
Meira

Heimsóknir leyfðar aftur á HSN eftir 4. maí

Heimsóknir verða leyfðar á hjúkrunardeildir HSN á Sauðárkróki og hjúkrunar- og sjúkradeild HSN á Blönduósi frá og með næstkomandi mánudegi, 4. maí, þó með ákveðnum takmörkunum. Í tilkynningu til aðstandenda á heimasíðu stofnunarinnar segir að þó mikið hafi áunnist í baráttunni gegn COVID-19 sé enn full þörf á að sýna ítrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir í heimsóknum. Þá er einnig nauðsynlegt að takmarka þann fjölda sem kemur inn í heimilið á hverjum tíma. Vonir eru bundnar við að heimsóknir verði rýmkaðar enn frekar í júní 2020.
Meira

Brugðist við áhrifum COVID-19 á úthlutun og nýtingu byggðakvóta

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerð um breytingu á úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2019/2020 til að bregðast við áhrifum COVID-19 veirunnar.
Meira