Fréttir

Þjóðhátíðardagsskráin á Norðurlandi vestra

Þjóðhátíðin 17 júní er á næsta leyti og af því tilefni ætlar Feykir að taka saman það helsta sem í boði verður á Norðvesturlandi.
Meira

„Ég er sveitavargur og hefur alltaf liðið vel að koma í Skagafjörðinn“

Blaðamaður Feykis hitti nýjan þjálfara meistaraflokks Tindastóls föstudaginn 7. júní þegar hann skrifaði undir tveggja ára samning. Blaðamaður settist niður með Arnari og spjallaði aðeins við kauða og tók stöðuna. Fyrst var kannski að fá að vita hver Arnar Guðjónsson er en hann er sveitastrákur úr Borgarfirði, sonur tveggja íþróttakennara, sem hefur alla tíð haft ótrúlega gaman af íþróttum og fólki og lá þá kannski beinast við að fara í þjálfun.
Meira

Grænmetis lasagna og tómatasalat | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl 6 var að þessu sinni Guðbjörg Gunnarsdóttir en hún er gift Sigurjóni Sæland. Guðbjörg er fædd og uppalin á Króknum en flutti í Reykholt í Bláskógarbyggð 1998. Guðbjörg og Sigurjón eiga þrjú börn og fjögur barnabörn. Guðbjörg starfar sem deildarstjóri á leikskólanum Álfaborg og hefur unnið þar í 15 ár.
Meira

Vinnsluholan að Reykjum var vígð í dag

Ný vinnsluhola, RR-38, var formlega vígð í dag, föstudaginn 13. júní, að Reykjum í Húnabyggð. Þar með lýkur umfangsmiklu verkefni sem hófst árið 2021 með það markmið að auka afkastagetu hitaveitunnar og tryggja nægjanlegt framboð á heitu vatni fyrir ört vaxandi eftirspurn á svæðinu.
Meira

Selma Barðdal er nýr skólameistari FNV

Líkt og Feykir hefur greint frá þá ákvað Ingileif Oddsdóttir skólameistari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra að láta af störfum að loknu skólaári. Nú hefur Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, skipað nýjan skólameistara og það er Selma Barðdal Reynisdóttir sem hefur verið sett í embætti skólameistara FNV til fimm ára frá 1. ágúst næstkomandi.
Meira

Fjörutíuogþrír nemendur brautskráðust frá Háskólanum á Hólum

Brautskráning Háskólans á Hólum fór fram þann 6. júní sl. Alls voru 43 nemar brautskráðir að þessu sinni. Flest þeirra luku diplómu í viðburðastjórn, alls 25 nemar. Dagbjört Lena Sigurðardóttir og Sigriður Lína Daníelsdóttir hlutu enn fremur verðlaun fyrir afbraðsárangur í námi í viðburðastjórn. Aðsókn í viðburðastjórnun hefur verið mjög mikil á undanförnum árum og stefnir skólinn á að bjóða upp á framhaldsnám í faginu innan skamms.
Meira

Strandveiðar | Steinar Skarphéðinsson skrifar

Laust eftir síðustu aldamót fékk ég þá flugu í höfuðið að láta byggja fyrir mig bát sem ég og gerði. Þessi bátur átti að vera skemmtibátur þar sem ekki var leyft að hefja nýsmíði fiskibáta nema úrelding kæmi á móti. Svo kom Valdimarsdómurinn sem öllu breytti og þá lét ég breyta smíðinni þannig að um fisikibát væri að ræða. Þennann bát gerði eg út til ársins 2018 að ég seldi hann.
Meira

Skáksamband Íslands stofnað fyrir 100 árum á Blönduósi

Skáksamband Íslands 100 ára – Íslandsmót haldið á Blönduósi þar sem allt byrjaði Þann 23. júní 1925 var Skáksamband Íslands stofnað í læknisbústaðnum á Blönduósi af sex skákfélögum af Norðurlandi.
Meira

Haldið upp á 30 ára afmæli Smára með pompi og prakt

Afmælishátíð Ungmenna og íþróttafélagsins Smára var haldin í gær við íþróttavöllinn í Varmahlíð. Smári er 30 ára um þessar mundir en félagið varð til við samruna fjögurra ungmennafélaga en þau voru:
Meira

Súpurölt, Sóli Hólm og sígilt sveitaball á Hofsós heim

Nú styttist óðum í árlegu bæjarhátíðina Hofsós heim sem fer jú eins og nafnið bendir til fram á Hofsósi. Dagskráin að þessu sinni stendur yfir dagana 20.-21. júní sem eru föstudagur og laugardagur og fólk getur þá notað sunnudaginn í að jafna sig, leyft ballvöðvunum að endurstilla sig, og njóta lífsins. Líkt og víðast annars staðar í þjóðfélaginu þá er það valkyrjustjórn sem stendur í brú hátíðarinnar, skipuð sex kraftmiklum dömum.
Meira