Fréttir

Áfram Tindastóll, alltaf, alls staðar!

Yngriflokkastarf Kkd. Tindastóls fyrir tímabilið 2022/2023 er að hefjast og eru fyrstu æfingar þegar farnar að rúlla af stað. Í vetur eigum við von á um 200 iðkendum í öllum yngri flokkum Tindastóls, allt frá leikskólahópi (4-5ára) og upp í elsta aldurshóp. Haustið einkennist af spennu og eftirvæntingu hjá krökkunum að komast aftur á æfingar, hitta þjálfarana og liðsfélagana í íþróttahúsinu og komast aftur á reglulegar æfingar og að keppa í körfubolta eftir sumarleyfi.
Meira

Grunnskólinn á Hofsósi tekur við vörslu Minningarsjóðs Rakelar Pálmadóttur

Minningarsjóður Rakelar Pálmadóttur hefur verið afhentur Grunnskólanum á Hofsósi til eignar og fullra umráða en hann var stofnaður og verið undir stjórn fjölskyldu hennar allt frá stofnun. Rakel var nemandi við skólann en lést af slysförum aðeins níu ára gömul árið 1988.
Meira

Gul viðvörun á Norðurlandi vestra

Fram kemur á vef Veðurstofu Íslands að gul viðvörun sé fyrir norðurland vestra til klukkan 10:00 á morgun, föstudag, vegna mikillar úrkomu á svæðinu.
Meira

Ríkið stendur sig ekki í að fjármagna málefni fatlaðs fólks

Byggðarráð Skagafjarðar lýsti á fundi sínum í gær yfir miklum áhyggjum af sívaxandi halla á rekstri málaflokks fatlaðs fólks. Fram kemur í fundargerð að ljóst sé að sveitarfélögum var falin mikil ábyrgð með tilfærslu málaflokksins frá ríkinu til sveitarfélaga árið 2011 og áskoranir í þjónustunni hafi orðið enn stærri með lagabreytingum árið 2018.
Meira

Rannsókn á viðkvæmu stigi og veitir lögregla ekki frekari upplýsingar

Rannsókn á skotárás sem varð á Blönduósi síðastliðinn sunnudagsmorgun mun taka tíma og biður lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra um skilning á því, í færslu á Facebook-síðu embættisins en það fer með rannsókn málsins. „Æðsta skylda lögreglu við sakamálarannsóknir er að gæta rannsóknarhagsmuna svo að sakarspjöll verði ekki,“ segir í tilkynningunni.
Meira

Dagur í Austurdal :: Afmæli Ábæjarkirkju

Sumarið er tíminn. Það er besti tíminn og þó fylgir honum áhætta. Á mannamótum og tyllidögum að sumri viljum við hafa sól í heiði og logn, svo að fólk njóti samfunda í blíðviðri. Við messu á Ábæ er gott veður, eða oftast. Þá er það þannig að þótt lagt sé af stað að heiman í rigningu er dalurinn baðaður sól. Veðurspá var heldur óhagstæð vonum fólks þegar leið að messunni í ár og skipti það þó ekki minnstu máli, þar sem um aldarafmæli helgidómsins var að ræða.
Meira

Skipulagsmál skólasvæði Varmahlíðar og nærumhverfis auglýst

Fram kemur á vef Skagafjarðar að sveitastjórn hafi samþykkt á fundi þann 17. Ágúst að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir skólasvæði Varmahlíðar og nærumhverfi.
Meira

Dýrin á Fróni eftir Alfreð Guðmundsson komin út :: Útgáfufögnuður nk. laugardag

Útgáfufögnuður bókarinnar Dýrin á Fróni, eftir Alfreð Guðmundsson grunnskólakennara á Króknum, verður haldinn næstkomandi laugardag í sal Árskóla á Sauðárkróki og eru öll þau sem áhuga hafa að koma og kynna sér bókina og næla sér í eintak hjartanlega velkomin, segir Alfreð, og bendir á að í boði verður kaffi og kruðerí í tilefni dagsins.
Meira

Borðspil - King of Tokyo

King of Tokyo er tveggja til sex mann spil þar sem leikmenn eru skrímsli sem ráðast á Tokyo-borg og berjast við önnur skrímsli. Þetta gera leikmenn með því að kasta teningum og reyna að fá viðeigandi tákn og tölur í sem mestu mæli. Hver leikur tekur um það bil 30 mínútur og er ætlaður fyrir átta ára og eldri, ekki er þess vegna hægt að segja annað en að hérna sé á ferðinni frábært fjölskylduspil sem er upplagt í bústaðarferðina.
Meira

Keyshawn Woods til liðs við Stólana

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við bandaríska leikmanninn Keyshawn Woods um að leika með liðinu á komandi leiktíð. Í tilkynningu frá Stólunum segir að Keyshawn sé fjölhæfur leikmaður, ungur en reynslumikill og hefur spilað í efstu deildum í Hollandi, Póllandi og á Grikklandi þar sem hann var síðustu leiktíð.
Meira