Fréttir

Fjár- og stóðréttir á Norðurlandi vestra haustið 2023

Haustið er á næsta leiti með sínar fjár-og stóðréttir og verða fyrstu réttir núna um helgina. Þá verða fjárréttir í Hvammsrétt í Langadal og Rugludalsrétt í Blöndudal í Austur-Húnavatnssýslu en ekki hefur Feykir upplýsingar um réttir í Skagafirði nú um helgina. Fyrstu stóðréttir verða í Miðfjarðarrétt í Vestur-Húnavatnssýslu sunnudaginn 10. september.
Meira

Haustboðinn ljúfi

Það er eitt og annað þessi dægrin sem boðar komu haustsins. Ekki nóg með að göngur og réttir séu á næsta leiti og laufin á trjánum mega fara að passa sig á  haustlægðunum. Þá hefur verið vakin athygli á því inni á vefsíðu Sveitarfélagssins Skagafjarðar, að vetraropnanir hafa tekið gildi í sundlaugum Skagafjarðar að undanskilinni sundlauginni á Hofsósi en þar er sérstakur opnunartími í september og tekur vetraropnunartími þar gildi 30. september.
Meira

Gjaldskrá Matvælastofnunar hækkar ekki

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra greindi frá því á Facebook-síðu sinni fyrir helgi að hún hyggðist ekki hækka gjaldskrá Matvælastofnunnar að svo stöddu. Hún sagði að ekki kæmi til greina að taka ákvarðanir sem leitt gætu til hærra matvælaverðs.
Meira

Hvaða íþrótt ætlar þú að æfa í vetur?

Vetrarstarf Tindastóls hófst í dag, mánudaginn 28. ágúst. Tindastóll býður upp á öflugt og fjölbreytt íþróttastarf og ættu allir að geta fundið íþróttir við sitt hæfi. Börnum á grunnskólaaldri er boðið að koma og prófa íþróttir hjá öllum deildum dagana 28. ágúst til 1. september.
Meira

Stjórn Byggðastofnunar fundar á Skagaströnd

Það er hefð fyrir því að stjórnarfundir Byggðastofnunar séu haldnir víða á landsbyggðunum og verður næsti fundur á morgun, þriðjudaginn 29.ágúst, haldinn á Skagaströnd. Arnar Már Elíasson forstjóri Byggðastofnunar segir mikilvægt fyrir stjórn og starfsfólk að hafa möguleika á að kynna sér helstu áherslur í viðkomandi byggðalagi sem heimsótt er, kynnast starfsemi fyrirtækja og stofnana en einnig að kynna hvernig hægt sé að nýta hin ýmsu verkfæri sem Byggðastofnun hafi yfir ráða, þar sem það á við.
Meira

Deildarmeistarar í flokki 12 ára og yngri

Golfklúbbur Skagafjarðar sendi í fyrsta skipti drengjasveit á Íslandsmót golfklúbba 12 ára og yngri en mótið fór fram dagana 25.-27. ágúst og var leikið á þremur keppnisvöllum á höfuðborgarsvæðinu. Leikið er eftir PGA Junior League fyrirmyndinni, sem kallast PGA krakkagolf á Íslandi.
Meira

Íslensk erfðagreining greinir sýni úr íslensku sauðfé

Nú hefur það verið staðfest að Íslensk erfðagreining ætlar á næstu vikum að byrja að taka við sýnum úr íslensku sauðfé. Gerðar verða erfðarannsóknir á íslenskum kindum í fyrsta sinn hjá ÍE til þess að leita að arfgerðum sem vernda þær gegn riðuveiki og binda við það vonir að með því færist þeir nær því að rækta riðurfrían sauðfjárstofn.
Meira

SSNV harmar umræðu um styttingu þjóðvegar eitt

„Stjórn SSNV harmar þá umræðu sem upp er komin um styttingu þjóðvegar eitt, svokallaða Húnavallaleið.“ Svo segir í ályktun stjórnar SSNV sem fundaði mánudaginn 21. ágúst síðastliðinn.
Meira

Stólastúlkur kræktu í sjöunda sætið

Síðasta umferðin í deildarkeppni Bestu deildar kvenna fór fram í dag og fyrir umferðina var ljóst að lið Tindastóls, Keflavíkur, ÍBV og Selfoss yrðu í botnsætunum fjórum. Til að bæta stöðu sína í úrslitakeppninni þurftu liðin að næla í stig en í dag var lið Tindastóls eina liðið sem nældi í stig – reyndar bara eitt en það var í fyrsta sinn sem Stólastúlkur ná í stig gegn Akureyringum. Liðin mættust í blíðuveðri á Króknum og úr varð æsispennandi markalaust jafntefli.
Meira

Til stuðnings konum sem verða fyrir kynferðislegum árásum og misnotkun eða áreitni

„Þetta merki er krafa um kvenréttindi, sett fram í kjölfar þess sem gerðist á úrslitaleik Heimsmeistaramóts kvenna. Leikmaður spænska kvennalandsliðsins sem varð heimsmeistari, Jennifer Hermoso, varð fyrir líkamlegri áreitni af hendi forseta spænska knattspyrnusambandsins,“ tjáði Marta Vives, leikmaður Tindastóls, blaðamanni Feykis en hún og stalla hennar, Beatriz Salas báðu um að fá þessa mynd tekna af þeim.
Meira