Fréttir

Öruggur sigur Stólastúlkna á liði ÍR

Stólastúlkur tóku hús á ÍR-ingum í kvöld í 20. umferð 1. deildar kvenna í körfunni. Lið ÍR situr á botni deildarinnar og þær áttu í raun aldrei séns gegn liði Tindastóls þó munurinn hafi ekki verið mikill alveg fram í fjórða leikhluta. Gestirnir náðu góðu forskoti í byrjun og héldu því og unnu að lokum góðan sigur, lokatölur 45-69.
Meira

Allt á kafi í Tindastól!

Það kyngdi niður hvítagullinu á skíðasvæði Tindastóls í Tindastólnum í lok síðustu viku og útlit fyrir ævintýradaga nú um páskahelgina fyrir þá sem vilja renna sér á skíðum eða brettum í bestu brekkunni. Að sögn Sigurðar Haukssonar svæðisstjóra þá verður efri lyftan að öllum líkindum opnuð á morgun, miðvikudag, ef veður leyfir en opnunartímar á svæðinu þessa vikuna og um helgina eru frá kl. 11-16.
Meira

Biopol gerir tilraunir til að nýta grásleppuna betur

Hjá Biopol á Skagaströnd hafa verið gerðar tilraunir til að nýta kjöthluta grásleppunnar til framleiðslu á matvöru og verða afurðirnar kynntar á sjávarútvegssýningu í Barcelona í næsta mánuði. Halldór G. Ólafsson, framkvæmdastjóri Biopol, segir í umfjöllun Fiskifrétta Viðskiptablaðsins, að gerðar hafi verið tilraunir með kald- og heitreykingu grásleppuflaka og þurrkun á grásleppuhveljum með það fyrir augum að bjóða hana sem valkost í gæludýrafóður.
Meira

Stólastúlkur mæta liði ÍR fyrir sunnan

Í kvöld mætir 1. deildar lið Tindastóls í kvennakörfunni liði ÍR í næst síðasta leik sínum í deildarkeppninni. Liðin mætast í Skógarseli sunnan heiða og hefst leikurinn kl. 18:00. Síðasta umferðin verður síðan spiluð 2. apríl en þá kemur Keflavík b í heimsókn í Síkið.
Meira

Nýtt þrekhjól tekið til kostanna á HSB eftir góðan styrk

Húnahornið segir af því að stjórnarfundur var haldinn þann 21. mars hjá Hollvinasamtökum Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi. Eftir fundinn mætti stjórn Styrktarsjóðs A-Hún, þau Valgarður Hilmarsson formaður, Erla Ísafold Sigurðardóttir og Sigríður Eddý Jóhannesdóttir, og færðu samtökunum rausnarlega gjöf, kr: 500.000, upp í kaup á þrekhjóli fyrir skjólstæðinga 3. og 4. hæðar spítalans.
Meira

Byggðarráð leggst alfarið gegn breytingu á rekstri póstþjónustu í Húnaþingi vestra

Byggðarráð Húnaþings vestra fundaði í gærdag og sendi frá sér bókun í kjölfar ákvörðunar Póstsins að loka pósthúsinu á Hvammstanga í byrjun sumars. Þar kemur fram að byggðarráð harmar einhliða ákvörðun Íslandspósts um skerðingu starfsemi sinnar í Húnaþingi vestra. Auk þess að breytingin feli í sér niðurlagningu 2,5 stöðugilda á pósthúsinu þá sé með ákvörðuninni gengið gegn tveimur meginmarkmiðum stjórnvalda í byggðamálum; annars vegar að innviðir mæti þörfum samfélagsins og hins vegar að byggðir og sveitarfélög um land allt verði sjálfbær.
Meira

Að gefnu tilefni – tekið undir réttmæta ádeilu

Sá ágæti maður Steinar Skarphéðinsson fer nokkrum vel völdum orðum um hækkun fasteignagjalda á Sauðárkróki í aðsendri grein í 8. tbl. Feykis nú nýverið. Ég vil í öllu taka undir málflutning hans, því nýlegar hækkanir fasteignagjalda á Skagaströnd eru að mínu mati hreint og beint óásættanlegar sem slíkar.
Meira

Fjórir fluttir á sjúkrahús í Reykjavík eftir harðan árekstur

Alvarlegt umferðarslys varð á þjóðvegi 1 til móts við bæinn Enniskot í Húnaþingi vestra sem er um 20 km suðvestur af Blönduósi. Tilkynnt var um slysið skömmu fyrir kl. 17. Um var að ræða harðan árekstur tveggja bifreiða sem ekið var úr gagnstæðum áttum eins og segir í tilkynningu á síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra á Facebook.
Meira

Birgitta, Elísa og Laufey semja við Tindastól

Nú síðustu vikurnar hefur knattspyrnudeild Tindastóls verið með samningspennann á lofti og stutt er síðan þrjár stúlkur skrifuðu undir samning og munu sýna leikni sína í Bestu deild kvenna með liði Tindastóls í sumar. Þetta eru þær stöllur frá Skagaströnd, Birgitta Rún og Elísa Bríet sem eru bráðefnilegar og svo Króksarinn Laufey Harpa sem komin er í hóp reynslubolta. Þetta verða teljast hinar bestu fréttir.
Meira

Loka á pósthúsinu á Hvammstanga í byrjun sumars

Fyrir helgi tilkynnti Pósturinn að fyrirhugaðar væru breytingar á póstþjónustu á tíu stöðum á landinu. Til stendur að loka fimm samstarfspósthúsum og jafn mörgum pósthúsum í eigin rekstri. Hér á Norðurlandi vestra mun pósthúsinu á Hvammstanga verða lokað og á Tröllaskaganum verður pósthúsunum á Siglufirði og Dalvík lokað sem og samstarfspósthúsinu á Ólafsfirði.
Meira