Fréttir

Stígurinn upp á Nafir lagfærður

Þau eru mörg og margvísleg verkin sem þarf að vinna. Nú í byrjun september stóðu starfsmenn Þ. Hansen verktaka í ströngu við að endurgera stíginn upp á Nafirnar norðan við heimavist fjölbrautaskólans.
Meira

Rúta brann í Blönduhlíð

Eldur kviknaði í rútu við minnisvarða Hermanns Jónassonar við bæinn Syðri-Brekkur í Blönduhlíð í Skagafirði í gærkvöldi.
Meira

Góður árangur ungra skagfirskra pílukastara á móti á Akureyri

Skagfirskir pílukastarar eru farnir að kasta pílum eftir sumarið. Um helgina fór fram frábært mót á Akureyri, Dartung 3, en það er mótaröð sem ætluð er fyrir börn og unglinga. Sjö keppendur mættu á mótið fyrir hönd PKS, sex strákar og ein stelpa sem öll voru í flokki U14. Krakkarnir stóðu sig allir frábærlega og fóru heim með tvenn verðlaun.
Meira

Bleik grafa á uppboði fyrir Bleiku slaufuna

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér,“ segir Arnar Logi Ólafsson Hólm, framkvæmdastjóri Ljárdals, fyrirtækis sem sérhæfir sig í sölu á alls konar vinnuvélum, m.a. smærri gröfum. „Þegar ég var að leita leiða til að gefa til baka eftir góða byrjun hjá fyrirtækinu fæddist sú hugmynd að sérpanta fagurbleika gröfu frá framleiðandanum okkar og bjóða hana upp.“
Meira

Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir að flugvél hlekktist á

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra segir að LNV hafi verið látin vita fyrr í dag um að einshreyfils flugvél hafi hlekkst á í lendingu á Blönduósflugvelli. Um borð í vélinni voru flugmaður og þrír farþegar. Þeir voru fluttir til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi. Meiðsl þeirra eru ekki talin alvarleg á þessari stundu.
Meira

Miðasala hefst á miðvikudag

Miðasala á jólatónleikana Jólin heima 2025 er að hefjast, en tónleikarnir fara fram í Miðgarði laugardaginn 6. desember. Miðasalan fer fram í gegnum hlekk á feyki.is, og hún opnar miðvikudaginn 17. September kl. 10.
Meira

Nemendur Höfðaskóla í skapandi útikennslu

Nemendur á yngsta stigi í Höfðaskóla tóku þátt í skemmtilegri útikennslu í síðustu viku. Þetta kemur fram á heimasíðu skólans. Börnin nutu þess að vera saman úti í náttúrunni þar sem þau lærðu í gegnum leik og sköpun. Kennslustundin hófst á stuttum göngutúr um nágrennið þar sem nemendur söfnuðu efnivið fyrir listasmiðjuna sína.
Meira

SSNV leitar að hugmyndum tengdum vetrarævintýraferðamennsku

Á vef SSNV kemur fram að eitt af áhersluverkefnum þeirra sé að efla viðburði í landshlutanum sem styðja við aukna ævintýraferðamennsku. Þetta er hluti af Sóknaráætlun landshlutans, sem hefur það að markmiði að virkja krafta samfélagsins og skapa ný tækifæri fyrir bæði heimamenn og gesti
Meira

Valskonur létu sverfa til stáls á Hlíðarenda

Stólastúlkur skutust suður á Hlíðarenda í dag þar sem þær mættu Valskonum í Bestu deildinni. Okkar stelpur hefðu nú helst þurft að næla í stig til að styrkja stöðu sína í fallbaráttunni en eftir fjörugan fyrri hálfleik þar sem staðan var 2-2 að honum loknum tók Fanndís Friðriks yfir leikinn og skilaði heimaliðinu þremur stigum í 6-2 sigri.
Meira

Húnvetnskt sláturfé fer að mestu á Hvammstanga og Sauðárkrók

Húnahornið segir frá því að í fyrsta sinn í meira en hundrað ár er sauðfé ekki slátrað í sláturhúsi á Blönduósi þetta haustið. Í fyrra var um 70 þúsund fjár slátrað á Blönduósi en nú fer flest féð á Hvammstanga eða Sauðárkrók til slátrunar. Í Bændablaðinu er haft eftir Einari Kára Magnússyni, aðstoðarsláturhússtjóra Kaupfélags Skagfirðinga að um 80% af sláturfénu frá Blönduósi fari til sláturhúsanna á Hvammstanga og Sauðárkróki.
Meira