Fréttir

Endurgerð Skjólsins á Blönduósi kostaði tæpar 56 milljónir

Á fréttavefnum Húni.is segir að endurgerð á Skjólinu, sem fram fór á síðasta ári, kostaði tæpar 56 milljónir króna, samkvæmt samantekt sem lögð var fram á fundi byggðarráðs Húnabyggðar þann 26. febrúar. Skjólið er félagsmiðstöð fyrir ungmenni í Húnabyggð og er til húsa á efri hæðinni í Félagsheimilinu á Blönduósi. Öll efri hæðin var tekin í gegn og endurbygg, en þó er eftir er að skipta um glugga á vesturhlið hússins. Þá var lyfta sett í húsið til að tryggja aðgengi fyrir alla og þakið var einangrað að utan og klætt.
Meira

Opið fyrir umsóknir í Barnamenningarsjóð Íslands

Barnameningarsjóður Íslands er fyrir listafólk, félagasamtök og aðra lögaðila sem sinna menningarstarfi fyrir börn og ungmenni í samræmi við opinbera menningarstefnu. Til barnamenningar teljast verkefni á sviði lista og menningar sem unnin eru með virkri þátttöku barna og/eða fyrir börn. Umsóknarfrestur er til kl. 15:00 þann 4. apríl 2025.
Meira

Fimm boltaleikir á þremur dögum

Boltaíþróttafólk á Norðurlandi vestra stendur í stórræðum þessa helgi en meistaraflokkar liðanna spila fimm leiki og erum við þá að tala um fótbolta og körfubolta. Karlalið Tindastóls, sem trónir á toppi Bónus deildar karla í körfunni, hefur veisluna á Álftanesi í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður væntanlega gerð góð skil á Stöð2Sport.
Meira

Endurbygging Vatnsdalsvegar ekki háð mati á umhverfisáhrifum

Húnahornið segir frá því að Vegagerðin áformi endurbyggingu Vatnsdalsvegar á 14,9 km löngum kafla sem liggur frá Hringvegi eitt og að Undirfellsrétt. Vegurinn er hluti af grunnkerfi samgangna en núverandi vegur er með malaryfirborði og uppfyllir ekki öryggiskröfur Vegagerðarinnar. Tilgangur framkvæmdarinnar er að bæta vegasamgöngur um dalinn.
Meira

Framíköll leyfð á ljóðalestri Eyþórs á Löngumýri

Sunnudaginn 9. mars kl. 16.00 ætlar Eyþór Árnason frá Uppsölum að lesa úr ljóðabókum sínum á Löngumýri. Ljóðabækur Eyþórs eru orðnar sjö og kom sú síðasta, Þar sem dragsúgurinn er hvítur refur, út í fyrra.
Meira

Ákveðið að réttast sé að auglýsa félagsheimilin til sölu

Á fundi sínum í gær samþykkti byggðarráð Skagafjarðar samhljóða að auglýsa félagsheimilið Skagasel og Félagsheimili Rípurhrepps til sölu á almennum markaði og felur sveitarstjóra að semja við Fasteignasölu Sauðárkróks um að sjá um framkvæmdina.
Meira

Blómlegt samfélag eða krónur í kassann? | Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Ákvörðun meirihluta byggðarráðs um sölu flestra félagsheimila í dreifðum byggðum Skagafjarðar hefur nú verið tekin með stuðningi Byggðalista eins og sjá má í fundargerð Byggðarráðs hér. Á sama tíma og stefnt er að byggingu menningarhúss á Sauðárkróki vakna margar spurningar um bæði forgangsröðun og skilning þeirra á menningu.
Meira

Söfnin á Norðurlandi vestra fengu rúmar 17 milljónir í styrki frá Safnaráði

Úthlutun úr Safnasjóði fór fram í Myndasal Þjóðminjasafns Íslands við hátíðlega athöfn þann 14. febrúar 2025 að viðstöddu fjölmenni þar sem styrkþegar tóku á móti viðurkenningarskjölum. Byggðasafn Skagfirðinga, Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna sem og Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi fengu öll styrki en það var Logi Einarsson menningarráðherra með meiru sem ávarpaði gesti og úthlutaði 129 styrkjum.
Meira

Full kirkja á Blönduósi þegar Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps steig á stokk

Síðastliðið þriðjudagskvöld hélt Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps sína fyrstu tónleika í tilefni af 100 ára afmæli kórsins. Vel var mætt í Blönduóskirkju og tókust tónleikarnir einstaklega vel að sögn Höskuldar B. Erlingssonar, formanns kórsins. Fjörutíu kappar skipa kórinn en stjórnandi er Eyþór Franzson Wechner og undirleikari Louise Price.
Meira

Birna Guðrún og Friðrik Henrý sigruðu í partý-tvímenningi PKS

Pílukastfélag Skagafjarðar stóð í gærkvöldi fyrir alveg hreint frábæru pílumót en þá var boðið upp á partý tvímenning fyrir krakka í 3.-7. bekk á svæðinu. Mótið fór fram í húsnæði PKS og var þátttakan fín, nítján krakkar mættu til leiks. Sigurvegarar mótsins voru þau Birna Guðrún Júlíusdóttir og Friðrik Henrý Árnason og fengu að launum gullmedalíu. Í öðru sæti urðu Rakel Birta Gunnarsdóttir og Hólmar Aron Gröndal.
Meira