Fréttir

Grísk lambaveisla með rótargrænmeti og hrísgrjónum | Matgæðingur Feykis

Erla Júlíusdóttir var matgæðingur vikunnar í tbl. 13 en hún flutti með foreldrum sínum til Sauðárkróks þegar hún var átta ára gömul því faðir hennar, Júlíus Skúlason (Júlli skipstjóri), fékk skipstjórastöðu á Hegranesinu og síðar Klakk. Erla starfar í dag sem kennari og býr í Reykjavík og á þrjú börn. „Ég hef sérstakt dálæti á grískum mat þar sem sameinast ferskleiki, dásamleg krydd, næringargildi og hollusta,“ segir Erla.
Meira

Loforð hafa verið margsvikin

Húnahornið segir frá því að sveitarstjórn Húnabyggðar harmar þann trúnaðarbrest sem orðið hefur milli sveitarfélagsins og yfirvalda vegna stjórnunar samgöngumála. Sveitarfélagið hefur í sumar gert alvarlegar athugasemdir við upplýsingagjöf Vegagerðarinnar, m.a. um frestun framkvæmda við Skagaveg og breytingar á framkvæmdum við Vatnsdalsveg.
Meira

Hvers vegna Pride?

Listasýningin „Hvers vegna Pride?“ opnar á Blönduósi – list, samfélag og fjölbreytileiki í forgrunni. Hillebrandtshús í gamla bænum á Blönduósi verður vettvangur litríkra verka þegar listasýningin Hvers vegna Pride? opnar föstudaginn 15. ágúst kl. 16:00. Sýningin stendur til 30. ágúst og verður opin alla daga frá 16:00 til 18:30. Aðgangur er ókeypis.
Meira

Maggi kláraði með stæl

Eins og við á Feyki sögðum frá í gær hjólaði Magnús frá Brekkukoti hringinn í Skagafirði á handaflinu einu til að safna áheitum til að kaupa sér rafmagnsfjórhjól. Er skemmst frá að segja að Maggi kláraði verkefnið eins og að drekka vatn og kom síðdegis í Hofsós þar sem fjöldi fólks tók á móti honum.
Meira

Stólastúlkur nældu í stig í blálokin gegn Þrótti

Tindastólsstúlkur fengu lið Þróttar Reykjavík í heimsókn í kvöld í Bestu deildinni. Eins oft vill verða þá vildu bæði lið stigin sem í boði voru en það fór svo að þau fengu sitt hvort stigið sem gerði kannski ekki mikið fyrir gestina í toppbaráttu deildarinnar en gæti reynst dýrmætt í botnslagnum fyrir lið Tindastóls. Lokatölur 1-1.
Meira

Hinir miklu lýðræðissinnar | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fyrr á árinu skrifaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, undir samkomulag við Evrópusambandið sem meðal annars felur í sér að Ísland aðlagi sig að utanríkisstefnu sambandsins. Þar segir með skýrum hætti: „Aðlögun að utanríkisstefnu ESB […] aðlögun EFTA/EES-ríkjanna að ákvörðunum, yfirlýsingum og refsiaðgerðum ESB.“ Þorgerður hefur þvertekið fyrir þetta þrátt fyrir að það standi beinlínis í skjalinu sem hún undirritaði.
Meira

Verða Fljótin heimsfræg í boði Biebers?

Það er ekki á hverjum degi – og kannski sem betur fer – að heimsins frægustu poppstjörnur poppi upp í Skagafirði til að búa til tónlist og tónlistarmyndbönd. Það fór þó ekki framhjá mörgum í vor að meistari Justin Bieber bjó um sig á Hótel Deplum í Fljótum og var við upptökur í stúdóinu sem Eleven Enterprise hafa útbúið í hinu gamla Samvinnufélagi Fljótamanna í Haganesvík.
Meira

Tindastóll - Þróttur í dag í Bestu deild kvenna

Stelpurnar í Tindastóli mæta Þrótti Reykjavík á Sauðárkróksvelli í dag kl. 18. Núna þarf Tindastóll allan stuðning sem í boði er til að forða sér frá fallsvæðinu. Mætum öll. Það verður börger og stemning. hmj
Meira

„Gott silfur er gulli betra”

Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem haldið var í BirmensTorf í Sviss lauk á sunnudaginn 10. ágúst. Vel fór um menn og hesta þó að hitinn væri meiri en alla vega Íslendingar eru vanir en hann var 25-35 gráður allan tímann. Talið er að um það bil 10 þúsund gestir hafi mætt á mótið.
Meira

Brekkukotshraðlestin lögð af stað

Rétt í þessu var Magnús Jóhannesson að leggja í áheitaferð sína hringinn í Skagafirði. Hann fór frá Sauðárkróki kl. 8:30 og stefnir hraðbyr fram í Varmahlíð. Þaðan fer hann yfir Vötn og síðan út Blönduhlíð og svo alla leið á Hofsós. Honum fylgir fríður flokkur og eiga sjálfsagt fleiri eftir að slást í hópinn. Magnús er að safna fyrir rafmagns fjórhjóli sem er sérstaklega hannað fyrir fatlaða. Blaðamaður Feykis náði í skottið á Magga við Bergstaði og var hann brattur að vanda og sóttist ferðin vel. Þeir sem vilja heita á Magnús geta lagt inn á bankareikning í hans nafni 0123-15-221719, kt. 110468-3429.
Meira