Fréttir

400 krakkar á Smábæjarleikunum á Blönduósi um helgina

Smábæjarleikarnir á Blönduósi hefjast í dag og standa fram á sunnudag. Á mótið eru skráðir um 400 krakkar í rúmlega 50 liðum úr 12 félögum, alls staðar af landinu.
Meira

Eva Rún, Fanney og Inga Sólveig skrifa undir

Það er nóg að gera hjá stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls þessa dagana en auk þess að ráða aðstoðarþjálfara fyrir karlaliðið var í dag samið við Ingu Sólveigu Sigurðardóttur, Fanneyju Maríu Stefánsdóttur og Evu Rún Dagsdóttur um að leika með meistaraflokki kvenna í körfubolta næsta tímabil. Þær léku allar með liði Tindastóls síðasta vetur og komu upp í gegnum yngri flokka starf Stólanna.
Meira

Svavar Atli ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs Tindastóls í körfunni

Í tilkynningu sem Feyki barst rétt í þessu frá stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls kemur fram að samið hefur verið við Svavar Atla Birgisson um að taka að sér starf aðstoðarþjálfara hjá meistaraflokki karla í körfubolta. Jan Bezica, sem hefur verið aðstoðarþjálfari Baldurs Þórs Ragnarsson, þjálfara Tindastóls, var fyrir skömmu ráðinn þjálfari kvennaliðs Tindastóls og Svavar tekur við hans hlutverki.
Meira

Útgáfupartý Azpect í Ljósheimum

Hljómsveiting Azpect, sem er skipuð Sauðkrækingunum Atla Degi Stefánssyni og Hauki Sindra Karlssyni, mun gefa út sína fyrstu plötu á miðnætti á Laugardagskvöldið 10. júlí næstkomandi. Í tilefni af því ætla þeir að halda útgáfupartý í Ljósheimum sem byrjar klukkan 22:00 og mun standa fram eftir kvöldi.
Meira

Samsýning listamanna í Listakoti Dóru

Í sumar verður önnur samsýning listamanna á Norðurlandi vestra, 13 listamenn úr Skagafirði, Húnavatnshreppi, Reykjavík og Bandaríkjunum. Í fyrra var tekin fyrir þjóðsagan Stúlkan og hrafninn sem er byggð á atburðum sem urðu þegar Skíðastaðaskriða féll 1545. Í ár verður tekin fyrir fæðing fyrsta innfædda Húnvetningsins sem hlaut nafnið Þórdís. Hún fæddist sunnan við Vatnsdalshólana og er svæðið kennt við hana. Hún var dóttir Ingimundar gamla sem nam land í Vatnsdal og saga þeirra er rakin í Vatnsdælu. Svo skemmtilega vill til að einn af listamönnunum á afmæli 26.11 og það eru núna í ár 1126 ár síðan Þórdís fæddist. Listamennirnir nota alls konar tækni og málningu við listköpun sína. Það er gaman að geta þess að það eru þrjú pör af mæðgum í hópnum.
Meira

Stólarnir kræktu í stig gegn KFG

Í gær mættust lið KFG og Tindastóls í 3. deild karla í knattspyrnu á OnePlus vellinum í Garðabæ en leikurinn átti að fara fram snemma á tímabilinu en var þá frestað vegna Covid-smita í Skagafirði. Tindastólsmenn mættu sprækir til leiks eftir góðan sigur á Vopnafirði og áttu skilið að fara með öll stigin með sér norður en eins og stundum áður gekk illa að landa stigunum þremur og Garðbæingar jöfnuðu leikinn skömmu fyrir leikslok. Lokatölur 2-2.
Meira

KS veitir sveitarfélögunum í Skagafirði 200 milljón króna styrk til samfélagslegra verkefna

Kaupfélag Skagfirðinga greindi frá því við athöfn í dag sem fram fór í Húsi frítímans á Sauðárkróki, að fyrirtækið hefur ákveðið að veita sveitarfélögunum í Skagafirði sérstakt framlag til samfélagslegra verkefna í Skagafirði sem hljóðar upp á 200 milljónir króna.
Meira

„Síðari umferðin leggst vel í okkur“

Nú þegar Pepsi Max deild kvenna er hálfnuð, fyrri umferðin að baki, eru nýliðar Tindastóls í neðsta sæti með átta stig en eftir ágæta byrjun á mótinu fylgdu fimm tapleikir í röð. Liðið hefur hins vegar haldið markinu hreinu í síðustu tveimur leikjum og hirt í þeim fjögur stig af liðunum í þriðja og fjórða sæti deildarinnar. Það gefur góða von um framhaldið og vonandi að liðið sé búið að finna taktinn í efstu deild. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir þjálfara liðsins, þá Guðna Þór Einarsson og Óskar Smára Haraldsson.
Meira

Barist með kjafti og klóm fyrir þremur stigum í Garðabænum

Þar kom að því að Stólastúlkur nældu í útisigur og sinn annan sigur í Pepsi Max deildinni. Þær heimsóttu lið Stjörnunnar í Garðabæinn í gær en heimaliðið hafði sigrað Íslandsmeistara Breiðabliks í umferðinni á undan, voru í fjórða sæti deildarinnar og því fullar sjálfstrausts. María Dögg kom liði Tindastóls í forystu á 7. mínútu með þrumupoti af hálfs meters færi og síðan vörðu stelpurnar forystuna allt til loka leiksins. Lokatölur 0-1 og þó lið Tindastóls sé enn í neðsta sæti gefa úrslitin í síðustu tveimur leikjum, þar sem liðið hefur haldið hreinu, ástæðu til bjartsýni.
Meira

Óskað eftir ábendingum um einstaklinga eða fjölskyldur með góða sögur af sveitarfélaginu

Sveitarfélagið Skagafjörður óskar eftir ábendingum um einstaklinga eða fjölskyldur sem búa í Sveitarfélaginu Skagafirði og eru tilbúin að taka þátt í auglýsingu fyrir sveitarfélagið. Auglýsingin mun draga fram kosti þess að búa í Sveitarfélaginu Skagafirði og fá einstaklinga og fjölskyldur til að íhuga Skagafjörð sem búsetukost.
Meira