Fréttir

Guðmar Freyr Íslandsmeistari í Tölti ungmenna

Guðmar Freyr Magnússon varð Íslandsmeistari í Tölti T1 ungmenna á Íslandsmótinu í Hestaíþróttum sem fram fór á Hólum um helgina. Guðmar sat hestinn Sigurstein frá Íbishóli sem kemur úr ræktun föður hans, Magnúsar Braga á Íbishóli. Það sem gerir þennan sigur einstaklega sætan fyrir Guðmar er að fyrir mánuði síðan slasaðist hann þegar hann varð undir hesti og var því tvísýnt hvort hann gæti keppti á íslandsmótinu.
Meira

Pape vaskur í níu marka veislu á Vopnafirði

Tindastólsmenn skutust austur á Vopnafjörð í gær þar sem Einherjar biðu eftir að taka á móti þeim í mikilvægum slag í botnbaráttu 3. deildar. Lukkan hefur ekki verið í liði með Stólunum í síðustu leikjum og staða liðsins því ekki góð í deildinni. Það var því bráðnauðsynlegt fyrir leikmenn að sýna úr hverju þeir eru gerðir og grípa stigin þrjú með sér heim og rífa sig upp úr fallsæti í leiðinni. Þetta hafðist í níu marka veislu þar sem Stólarnir skoruðu helmingi fleiri mörk en heimamenn. Lokatölur 3-6.
Meira

Siggi Aadnegard með þrennu fyrir toppliðið

Húnvetningar hafa verið á flugi í 4. deildinni og eftir að hafa tapað fyrsta leik sínum hafa þeir unnið alla leiki síðan. Liðið sem lagði Kormák Hvöt í gras í byrjun tímabils var lið Léttis úr Breiðholti og þeir mættu einmitt á Blönduósvöll í gær í fyrsta leik síðari umferðar D-riðilsins. Húnvetningar voru ekki á þeim buxunum að fella flugið niður því þeir náðu forystunni snemma leiks og sigruðu örugglega 4-1.
Meira

Fyrstu Íslandsmeistarar Tindastóls í badminton - Íþróttagarpar Feykis

Á Íslandsmeistaramóti unglinga í badminton, sem fram fór á Akranesi í maí, sendi badmintondeild Tindastóls í fyrsta sinn keppendur á slíkt mót, systurnar Júlíu Marín, sem spilar í U11 og Emmu Katrínu í U13 og náðu þær frábærum árangri. Báðar komust þær í úrslit í öllum greinum sem þær tóku þátt í og enduðu sem Íslandsmeistarar í tvíliðaleik í sínum flokkum og þar með fyrstu tveir Íslandsmeistaratitlar til Tindastóls í þessari vinsælu íþrótt.
Meira

Hafa litið á reksturinn í heimsfaraldri sem áskorun

Hjónin Selma Hjörvarsdóttir og Tómas Árdal hafa verið umfangsmikil í hótel- og veitingarekstri á Sauðárkróki til fjölda ára en í dag eiga þau og reka gistiheimilið Miklagarð, Hótel Tindastól, sumarhótelið Miklagarð, Mælifell og KK restaurant. Rekstur slíkra staða hefur verið í uppnámi frá því að Covid skall á og er rekstur þeirra engin undantekning þar á. Þau hafa þó reynt að sníða sér stakk eftir vexti og líta björtum augum á framtíðina en viðurkenna þó að seinasta eitt og hálfa ár hefur verið áskorun. Blaðamaður Feykis settist niður með þeim hjónum og forvitnaðist um það hvernig reksturinn hefur gengið í faraldrinum og hvað sé framundan hjá þeim.
Meira

Kennsla í hestamennsku

Í þessari grein verður fjallað um kennslu í hestamennsku en breytingin sem orðið hefur frá því sem áður var hvað varðar skilning á að hestamennsku megi læra er nánast alger. Þó mest hafi gerst hvað þetta varðar á seinni áratugum er viðleitni í þessa átt þó mun eldri.
Meira

Hreinsun hafin í Varmahlíð eftir aurskriðuna

„Það sem er nýjast er að við teljum okkur vera búin að finna upptök þess vatns sem kom upp og það er verið að vinna í því að drena þetta svæði,“ sagði Sigfús Ingi Sigfússon, Sveitastjóri Skagafjarðar, í samtali við Feyki upp úr fjögur í dag.
Meira

Gatan heitir Laugarvegur því þarna var ein laug

Undanfarna daga hefur gatan sem ég ólst upp í verið mikið til umræðu, ekki af góðu þó, aurskriða féll á tvö hús í henni og þurfti að rýma þau. Gatan sem ég ólst upp í og hefur verið til umfjöllunar er Laugarvegur í Varmahlíð. Já takið eftir, hún heitir Laugarvegur því þarna var ein laug, ekki margar og því heitir gatan ekki Laugavegur.
Meira

Tindastólsfólk í lokahópum KKÍ

Körfuknattleikssamband Íslands hefur valið 16 manna lokahópa í U-16 og U-18 ára landsliðum Íslands fyrir sumarið. Það vill svo skemmtilega til að Tindastóll á þar 5 fimm fulltrúa, tvo í U-16 karla og þrjá í U-18 kvenna.
Meira

Risastór útilistaverk í Hrútey

Opnuð verður myndlistarsýning í Hrútey þann 3. júlí næstkomandi og verður hún opin almenningi til 28. ágúst. Það er listakonan Hrafnhildur Arnardóttir eða Shoplifter eins og hún kýs að kalla sig, sem stendur fyrir sýningunni en um er að ræða risastórt útilistaverk þar sem Shoplifter hyggst stilla náttúruperlunni Hrútey og gervináttúruverkum sínum upp sem hliðstæðum sem einnig má skoða sem andstæður, samstæður eða gagnstæðar spegilmyndir.
Meira