Fréttir

Risastór útilistaverk í Hrútey

Opnuð verður myndlistarsýning í Hrútey þann 3. júlí næstkomandi og verður hún opin almenningi til 28. ágúst. Það er listakonan Hrafnhildur Arnardóttir eða Shoplifter eins og hún kýs að kalla sig, sem stendur fyrir sýningunni en um er að ræða risastórt útilistaverk þar sem Shoplifter hyggst stilla náttúruperlunni Hrútey og gervináttúruverkum sínum upp sem hliðstæðum sem einnig má skoða sem andstæður, samstæður eða gagnstæðar spegilmyndir.
Meira

Rýmingu aflétt á einu húsi í Varmahlíð

Á fundi almannavarnanefndar Skagafjarðar sem hófst kl. 16:00 í dag var tekin ákvörðun um afléttingu rýmingar á húsi við Norðurbrún 7 í Varmahlíð frá og með kl. 21 í kvöld. Rýming er óbreytt fyrir Laugaveg 15 og 17 og Laugahlíð.
Meira

Hræðist að keyra Siglufjarðarveg

Mikil umræða átti sér stað á síðasta ári í samfélaginu um Siglufjarðarveg og hversu hrikalegt vegarstæðið er, sértaklega við Strákagöng og víða á Almenningum eftir að Trölli birti frétt með fyrirsögninni "Hrikalegar myndir af Siglufjarðarvegi". Í gær fékk Trölli.is póst fá vegfaranda sem leist ekki á blikuna, þrátt fyrir að nú er hásumar og engin snjóflóð eða vetrarfærð. Vegrarandinn sagði meðal annars í póstinum til Trölla.is. “Í ljósi nýjustu frétta af aurskriðum í Varmahlíð og Tindastóli, þá stendur manni alls ekki á sama um Siglufjarðarveginn,” segir í póstinum.
Meira

Blönduósbær óskar eftir formlegum viðræðum við Húnavatnshrepp um sameiningu

Á fundi sveitastjórnar Blönduósbæjar þann 29. júní sl. óskaði sveitastjórnin eftir formlegum viðræðum við sveitastjórn Húnavatnshrepps um sameiningu sveitarfélagana beggja. Bæði þessi sveitarfélög kusu með sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu sem fram fór þann 5. júní sl. Sveitastjórn Blönduósbæjar hvetur sveitastjórn Húnavatnshrepps um að taka afstöðu til málsins eins fljótt og auðið er. 
Meira

Rafmagnslaust verður í Hrútafirði og Miðfirði fimmtudaginn 01.07.2021 kl 14:00 - 15:00

Rafmagnslaust verður í Hrútafirði milli Reykjarskóla og Laugarbakka á morgunn fimmtudaginn 01.07.2021 frá kl 14:00 til 15:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Norðurlandi í síma 528-9690 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Meira

Skagabyggð og Skagaströnd eiga samtal um sameiningu

Sveitarstjórnir Sveitarfélagsins Skagastrandar og Skagabyggðar funduðu 29. júní til þess að kanna forsendur fyrir sameiningu sveitarfélaganna.
Meira

Jafnt í jöfnum leik í sunnanbáli á Króknum

Tindastóll og Selfoss mættust í kvöld í Pepsi Max deildinni í knattspyrnu en bæði lið vildu krækja í stigin þrjú; Selfoss til að koma sér betur fyrir í toppbaráttunni en Stólastúlkur til að bæta stöðu sína í hinni baráttunni. Það fór svo að lokum að liðin skildu jöfn en hvorugu tókst að koma boltanum í markið enda lítið um góð marktækifæri og aðstæður ansi strembnar.
Meira

Aflétting rýminga á fimm húsum í Varmahlíð

Almannavarnarnefnd Skagafjarðar ákvað á fundi sínum seinnipartinn í dag að aflétta rýmingu á húsum í Varmahlíð við Norðurbrún 5, 9 og 11 og við Laugaveg 13 og 21, frá og með kl. 21 í kvöld. Áfram eru Norðurbrún 7, Laugavegur 15 og 17, og Laugahlíð rýmd. 
Meira

Javon Bess til liðs við Tindastól

Körfuknattleikisdeild Tindastóls hefur samið við Bandaríkjamannin Javon Bess um að leika með líðinu næsta tímabil, 2021-2022. Javon er 25 ára gamall framherji (G/F), 198 sm á hæð en hann lék til 2019 með St. Louis háskólanum í Atlantic 10 háskóla-deildinni sem er mjög sterk 1. deildar háskóladeild í NCAA. Javon Bess tók þátt í NBA nýliðavali 2019 en var ekki valinn.
Meira

Hús Bryndísar varð fyrir aurskriðu - Spilar að sjálfsögðu leikinn í dag

Eins og flestum er kunnugt féll aurskriða í Varmahlíð á tvö hús á Laugavegi og tók hluta úr veginum á Norðurbrún með sér. Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði kvennaliðs Tindastóls, býr í öðru húsinu sem varð fyrir skriðunni en var sem betur fer ekki heima þegar skriðan féll. Tindastóll tekur á móti liði Selfoss í Pepsi Max deilda kvenna á Sauðárkróki í dag og sagði Bryndís í samtali við Feyki að hún ætli að sjálfsögðu að spila þann leik og hvetur alla til að mæta á völlinn.
Meira