Fréttir

Andrea og Stefanía Íslandsmeistarar

Íslandsmót Frjálsíþróttasambands Íslands fyrir 15-22 ára fór fram um sl. helgi á Selfossi. Andrea Maya Chirikadzi varð Íslandsmeistari í sleggjukasti 18-19 ára stúlkna, einnig lenti hún í 2. sæti í kringlukasti og 2. sæti í kúluvarpi í sama aldurshóp. Stefanía Hermannsdóttir varð Íslandsmeistari í spjótkasti 18-19 ára stúlkna, einnig lenti hún í 3. sæti í kringlukasti í sama aldurshóp.
Meira

Skoðanakönnun í Húnavatnshrepp samhliða Alþingiskosningum

Sveitastjórn Húnavatnshrepps tók fyrir erindi frá sveitastjórn Blönduósbæjar þar sem óskað var eftir formlegum sameiningarviðræðum milli sveitarfélagana tveggja, á fundi sínum í gær.
Meira

Kvennamót Golfklúbbs Skagafjarðar

Árlegt kvenmamót var haldið á laugardaginn í dásamlegu veðri á Hlíðarendavelli. Á mótinu spiluðu 44 konur víðsvegar af Norðurlandi. Glæsilegt vinningahlaðborð var í boði fyrirtækja í Skagafirði.
Meira

Víðir ÞH 201 komst í hann krappan við Skagaströnd

Strandveiðibáturinn Víðir ÞH 201 strandaði norðan við Skagaströnd seinnipartinn í gær við Finnstaðanes. Mbl.is greindi frá þessu í gærkvöldi.
Meira

Avis samningur, frískir nýliðar og árshátíð GSS

Í gæ var undirritaður samningur milli GSS og Avis bílaleigu til tveggja ára. Avis er einn af samstarfsaðilum GSS og eru veifur á flaggstöngum á öllum flötum merktar Avis. Þar að auki er Avis styrktaraðili á opna Avis mótinu sem verður laugardaginn 24. júlí, en þar verða veglegir vinningar. Samningurinn felur í sér ákvæði um styrk og leigu GSS á bílum frá Avis. Samninginn undirrituðu Baldur Sigurðsson frá Avis og Kristján Bjarni formaður GSS.
Meira

Dagskrá Húnavöku - eitthvað fyrir alla

Húnavaka 2021 verður haldinn dagana 15. - 18. júlí á Blönduósi. Dagskráin er sneisafull af afþreyingu og viðburðum fyrir alla aldurshópa og verður því lítið mál að finna sér eitthvað við sitt hæfi. Hæst ber að nefna að í félagsheimilinu á Blönduósi verða haldnir tveir dansleikir, Stuðlabandið mun koma fram á föstudagskvöldinu og á laugardagskvöldinu mun Jónsi og Regína Ósk stíga á svið ásamt hljómsveit.
Meira

Meistaramót Golfklúbbsins Óss á Blönduósi 2021

Dagana 2. - 3. júlí var Meistaramót Golfklúbbsins Óss á Blönduósi haldið. Keppt var í meistaraflokki karla þar sem að Jón Jóhannsson bar sigur úr býtum, meistaraflokki kvenna þar sem að Birna Sigfúsdóttir stóð uppi sem sigurvegari og í 1. flokki karla en þar sigraði Grímur Rúnar Lárusson.
Meira

Fjórðungsmót Vesturlands hefst í vikunni

Fjórðungsmót Vesturlands og Landssýning kynbótahrossa fer fram í Borgarnesi í vikunni sem er að byrja, 7.-11. júlí. Keppt verður í gæðingakeppni, opnum töltkeppnum og 100 metra flugskeiði. Þáttökurétt í gæðingakeppni eiga knapar og hesteigendur af Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Einnig fer fram kynbótasýning á mótinu fyrir hesta af þessu svæði og síðan verður Landssýning Kynbótahrossa þar sem kynbótahross af öllu landinu verða verðlaunuð. Mótið hefst á miðvikudaginn á forkeppnum og síðan verða úrslitin riðin um helgina.
Meira

Eyrún Ýr og Hrannar Íslandsmeistarar í fimmgangi

Eyrún Ýr Pálsdóttir og Hrannar frá Flugumýri urðu Íslandsmeistarar í fimmgangi meistara á Íslandsmótinu í hestaíþróttum sem fram fór á Hólum í Hjaltadal um helgina. Gísli Guðjónsson, ritstjóri Eiðfaxa, tók viðtal við Eyrúnu að loknum úrslitum og sagði að Skagafjörðurinn færi henni vel og hún honum.
Meira

Ágúst Guðmundsson gefur út bók um afmælisár Króksins 1971

Út er komin bókin Á Króknum 1971 en líkt og segir aftan á bókarkápu þá eru „...liðin 150 ár síðan byggð hófst við malarkrókinn á milli Gönguskarðsáróss og þar sem Sauðáin rann til sjávar í fjörunni árið 1871 ... Því fagnar Sauðárkrókur 150 ára byggðarafmæli sínu nú árið 2021 þegar þetta rit kemur út.“ Það var Ágúst Guðmundsson sögugrúskari á Króknum sem tók saman og gefur bókina út í nafni Skín við sólu ehf.
Meira