Fréttir

Gamla Blöndubrúin komin í Hrútey

Föstudaginn 25. júní sl. var hafist handa við að færa gömlu Blöndubrúnna í Hrútey. Brúin var vígð árið 1897. Búrin gegndi síðast hlutverki við bæinn Steiná í Svartárdal en þar brúaði hún Svartá. Brúin var hífð upp á vagn með gífulegum krana en brúin er engin smá smíði, tæp 30 tonn og 40 metrar að lengd.
Meira

Steinullarmótið fer senn að hefjast í sól og sumarblíðu

Steinullarmótið í knattspyrnu sem ætlað er stúlkum í 6. flokki hefst kl. 15:30 í dag en snarpur suðvestanskellur gerði þátttakendum og þeim sem fylgdu erfitt fyrir í gær. Nú er veður hins vegar orðið þrusugott þó enn blási nú aðeins af suðri og hitinn nálægt 20 gráðunum. Það er því aðeins beðið eftir að síðustu liðin skili sér á Krókinn en samkvæmt upplýsingum frá Helga Margeirs, mótsstjóra, þá hafa engin lið boðað forföll.
Meira

Starfsemi félagsins Á Sturlungaslóð lögð niður

„Félagsskapurinn stóð upp úr og allt það góða fólk sem lagði á sig mikla og óeigingjarna vinnu til að öll verkefni færu eins og stefnt var að, nytu sín sem best og næðu til þeirra sem höfðu áhuga á sögunni. Okkur finnst félagið hafa náð því markmiði að vekja athygli fólks hér í Skagafirði á þessum mikla menningararfi,“ segir Kristín Jónsdóttir ein af forsprökkum félagsins.
Meira

Áshús og fyrirhugaðar breytingar í Áskaffi - Pistill Byggðasafns Skagfirðinga

Breytingar eru í uppsiglingu hjá Byggðasafni Skagfirðinga, en Auður Herdís Sigurðardóttir, sem rekið hefur Áskaffi á safnssvæðinu í Glaumbæ um árabil, hefur ákveðið að snúa sér að öðrum verkefnum.
Meira

Ekki lengdur afgreiðslutími á Grand-inn þrátt fyrir afléttingar dagsins

Þrátt fyrir afléttingar ætlum við að halda opnunartíma frá klukkan 20 til 01 en ekki hafa opinn bar til þrjú, segir Sigríður Magnúsdóttir, vert á Grand inn bar á Sauðárkróki, en eins og greint hefur verið frá verður öllum samkomutakmörkunum vegna Covid-19 aflétt um miðnættið.
Meira

Leik Tindastóls og Víðis Garði frestað vegna veðurs

Leik Tindastóls og Víðis Garði hefur verið frestað vegna hvassviðris en leikurinn átti að fara fram í dag klukkan 18:00. Leikurinn verður þess í stað spilaður mánudaginn 28. júní nk. klukkan 18:00.
Meira

Haraldur kemur undan feldi og þiggur annað sætið

„Ef einhver vill vita. Annars er verið að slá í dag.“ skrifar Haraldur Benediktsson á Facebook-síðu sína í dag og deilir frétt Skessuhorns um að hann ætli að þiggja 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningar sem fram fara í haust. Eins og áður hefur komið fram laut Haraldur í lægra haldi fyrir Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur um efsta sæti listans og tók hann sér nokkra daga til að íhuga hvort hann sætti sig við sætaskiptin.
Meira

Harbour restaurant ehf tekur við Fellsborg og skólamáltíðum

Á fundi sínum þann 21. maí sl. ákvað sveitastjórn Skagastrandar að auglýsa eftir rekstraraðilum til að sjá um félagsheimilið Fellsborg og skólamáltíðir í Höfðaskóla, en skólamötuneytið er staðsett í Fellsborg.
Meira

Stórsigur Húnvetninga á Eyfirðingum og toppsætinu náð

Kormákur/Hvöt tók á móti liði Samherja úr Eyjafirði í gær í sjöundu umferð D-riðils fjórðu deildar karla. Eyfirðingar sáu aldrei til sólar í leiknum og sigruðu Húnvetningar leikinn með sjö mörkum gegn engu.
Meira

Allar Covid-19 samkomutakmarkanir falla úr gildi

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti í morgun að allar takmarkanir á samkomum innanlands falli úr gildi á miðnætti í kvöld. Í því felst m.a. fullt afnám grímuskyldu, nándarreglu og fjöldatakmarkana.
Meira