Fréttir

Lýsir yfir vonbrigðum með samninga vegna riðuniðurskurðar

Landbúnaðarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir vonbrigðum sínum hve langan tíma það hefur tekið atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að ljúka samningagerð við bændur, sem þurftu að skera niður sitt fé vegna riðusmits en nefndin tók málið fyrir á fundi sínum í síðustu viku.
Meira

Rúmar þrjár milljónir úr Sprotasjóði á Norðurland vestra

Á dögunum var úthlutað úr Sprotasjóði en honum er ætlað að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi í leik- grunn- og framhaldsskólum. Alls hlutu 42 verkefni styrki að þessu sinni að upphæð rúmlega 54 milljónir kr. Áherslusvið sjóðsins að þessu sinni eru á lærdómssamfélög skóla og drengi og lestur. Þrjú verkefnanna er að finna á Norðurlandi vestra.
Meira

Ábendingar við fjölnota rými og útisvæði við Sundlaugina Hvammstanga

Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti á fundi sínum þann 14. janúar sl. að skipa starfshóp til að rýna teikningar fyrir fjölnota rými í austurenda Íþróttamiðstöðvarinnar á Hvammstanga sem m.a. er ætlað fyrir fólk með sértækar þarfir og aðstöðu fyrir keppnislið. Starfshópurinn skildi einnig koma með hugmyndir að framtíðarskipulagi útisvæðis við sundlaugina.
Meira

Sóttvarnayfirvöld hvetja fólk til að ljúka sóttkví á sóttkvíarhótelinu

Í ljósi úrskurða Héraðsdóms Reykjavíkur í gær um kröfu sóttvarnalæknis um skyldu til að dvelja í sóttkví í sóttvarnarhúsi vilja sóttvarnalæknir og heilbrigðisráðuneyti koma eftirfarandi á framfæri:
Meira

Spánskir fyrir sjónir Kormáks Hvatar

Knattspyrnulið Kormáks Hvatar hefur undanfarin ár leitað sér liðsstyrks á Spáni með mjög góðum árangri. Skemmst er að minnast landnema á borð við markmanninn Miguel Martinez Martinez, sem enn veldur framherjum fjórðu deildar martröðum; varnarvitans Domi sem kom gríðarlega sterkur inn fyrir nokkrum árum og hefur nú ljáð Tindastóli krafta sína og svo sjálfs Marka-Minguez sem sló öll skorunarmet og þandi netmöskvana á þriðja tug sinna sumarið sem hann dvaldi nyrðra.
Meira

Aldrei of gamall til þess að læra - Reynistaðabræður, Fjalla Eyvindur, Björn Eysteinsson, forustufé og fjallamenn í bland við síðustu aftökuna hjá Magnúsi á Sveinsstöðum

Magnús Ólafsson, sagnamaður á Sveinsstöðum í Austur-Húnavatnssýslu, hefur í nógu að snúast þó kominn sé af allra léttasta skeiði. Í vetur hefur hann verið í leiðsögunámi hjá Ferðamálaskóla Íslands á Bíldshöfða og stefnir á að fara nýja söguferð með hópa um heillandi slóðir. Þá verður væntanlega framhald á hestaferðum hans um söguslóðir síðustu aftökunnar á Íslandi. Feykir hafði samband við Magnús og spurði hann út í námið og ferðirnar, sem mynd er að færast á þessa dagana.
Meira

Þrymur í þriðju deild! - Smá samantekt um Knattspyrnufélagið ÞRYM

Þann 11. janúar sl. voru liðin 31 ár frá stofnun Knattspyrnufélagsins Þryms á Sauðárkróki en fyrir rúmu ári gerði Feykir þeim tímamótum skil að 30 ár væru liðin frá þeim viðburði. Fjölmargir tóku þátt í starfi félagsins fyrstu árin og minnast skemmtilegra tíma meðan allt var í gangi en á tíma voru reknar þrjár deildir innan vébanda þess. Upphaflegt markmið Þryms var að virkja óvirka knattspyrnumenn til iðkunar á íþróttinni, eins og kemur fram í meðfylgjandi texta en fljótlega var farið í stofnun körfuknattleiksdeildar og síðar glímudeildar, sem má segja að hafi verið eina barnastarf félagsins. „Þrymur í þriðju deild“ var kjörorð félagsins en keppt var alla tíð í 4. deildinni í fótboltanum.
Meira

Sauðárkrókur 150 ára - Fyrstu árin undir Nöfum

Á þessu ári eru 150 ár síðan Árni Einar Árnason, járnsmiður (klénsmiður), fékk leiguland hjá Einari Jónssyni, bónda og hreppsstjóra á Sauðá, til að koma sér upp þurrabúð undir Nöfum. Settist hann þar að og varð þar með fyrsti ábúandi Sauðárkróks árið 1871. Upphaflega ætlaði Árni að helga sig iðn sinni en fljótlega tók greiðasala yfir þar sem gestir voru tíðir í kaupstaðinn. Fólki fjölgaði hratt og töldust íbúar yfir 500 um aldamótin 1900.
Meira

Evrópumeistaramótin verða að heimsmeistaramótum :: Kristinn Hugason skrifar

Í síðustu grein var fjallað um fyrsta Íslandsmótið í hestaíþróttum sem fram fór á Selfossi 1978 en er þar var komið sögu hafði verið stofnuð íþróttadeild innan Fáks árið 1976 og Íþróttaráð LH sett á laggirnar ári síðar, 1977, en það stóð að mótinu ásamt hestamannafélaginu Sleipni. Íþróttadeild Fáks fékk inngöngu ÍBR árið 1984 og Íþróttaráð LH fékk stöðu sérsambands innan ÍSÍ árið 1987.
Meira

Leiðindaveður í kortunum

Búist er við suðvestan stormi á spásvæði Stranda og Norðurlands vestra í nótt eða snemma í fyrramálið sem stendur fram eftir degi. Á heimasíðu Veðurstofunnar segir að gert sé ráð fyrir 15-23 m/s, hvassast á Tröllaskaga og í Skagafirði. Reikna megi með vindhviðum að 35 m/s þar. Ökumenn eru hvattir til að aka varlega. Viðvörunin nær einnig til Faxaflóa og Norðurlands eystra.
Meira