Byggðarráð ítrekar mikilvægi þess að ráðist verði í úrbætur vegna bensínleka á Hofsósi

Hofsós. Mynd: Artic Coast Way
Hofsós. Mynd: Artic Coast Way

Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar 19. maí sl. lýsti byggðarráð furðu sinni með að Umhverfisstofnun hafi ekki formlega svarað erindi sveitarfélagsins sem sent var þann 17. mars sl., þrátt fyrir loforð þar um. Í erindinu var Umhverfisstofnun krafin um upplýsingar vegna magns og upphafs mengunar á bensínleka sem varð á Hofsósi útfrá bensínstöð N1 þar í bæ, en fjölskylda á Hofsósi neyddist til að yfirgefa húsnæði sitt í Desember 2019 sökum bensínlyktar í húsnæðinu. Svar frá Umhverfisstofnun barst síðan þann 19. maí sl. 

„Byggðarráð lýsir yfir furðu með að Umhverfisstofnun hafi ekki formlega svarað erindi sveitarfélagsins frá 17.03. 2021, þrátt fyrir loforð þar um. Er sveitarstjóra falið að ganga eftir formlegu svari við erindinu.“

Erindið var svo hljóðandi.
"Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kanna, með aðstoð lögmanns sveitarfélagsins, bótagrundvöll og móta kröfugerð gagnvart þeim sem ábyrgð bera á mengunartjóninu á Hofsósi. Jafnframt að leita allra leiða til þess að knýja fram upplýsingar, m.a. frá N1 og Umhverfisstofnun um magn og upphaf mengunar og enn fremur að leita viðræðna við N1 um fullnægjandi kortlagningu mengunar og um það hvernig heppilegast er að standa að upprætingu hennar."

Umhverfisstofnun svaraði erindinu þann 19. maí sl. en í því bréfi leitast Umhverfisstofnun við að veita yfirsýn yfir þau afskipti sem stofnunin hefur haft af bensínlekanum á Hofsósi, þó ekki sé tæmandi talið.


Byggðarráð tók fyrir bréfið frá Umhverfisstofnun á  fundi sínum þann 26. maí sl., þakkaði veittar upplýsingar og ítrekaði mikilvægi þess að ráðist verði í viðeigandi og varanlegar úrbætur á Hofsósi sökum bensínlekans.

„Byggðarráð þakkar fyrir veittar upplýsingar og felur sveitarstjóra að taka efni bréfsins til skoðunar í tengslum við vinnu sem varðar bótagrundvöll og kröfugerð gagnvart þeim sem bera ábyrgð á mengunartjóninu á Hofsósi sem og vegna seinagangs í tengslum við úrbætur vegna tjónsins. Byggðarráð ítrekar mikilvægi þess að nú þegar verði ráðist í viðeigandi og varanlegar úrbætur.“

 
Tengdar fréttir:
Líklegast að mengun komi frá lekum eldsneytistanki N1 á Hofsósi
Olíutankur á Hofsósi stóðst ekki lekapróf
Umfangmengunar vegna bensínleka skoðað á Hofsósi
Starfsleyfi bensínstöðvarinnar á Hofsósi rann út 1. janúar sl
Jarðvegssýni tekin á Hofsósi í síðustu viku
Gagnrýna Umhverfisstofnun fyrir seinagang í bensínmengunarmálinu
Hvar liggur ábyrgðin?
Kanna bótagrundvöll vegna bensínleka

/SMH

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir