Fréttir

Rafrænn aðalfundur UMFT í kvöld

Aðalfundur aðalstjórnar Ungmennafélagsins Tindastóls, sem vera átti í Húsi frítímans í kvöld, verður haldinn rafrænt og hefst klukkan kl. 20. Hlekkur inn á fundinn er https://bit.ly/3frxZzI.
Meira

Fyrsta sjónvarpsþáttasería fyrir börn tekin upp og framleidd á Akureyri

Upptökur á glænýrri íslenskri sjónvarpsþáttaröð fyrir börn hófust í síðustu viku hjá N4 á Akureyri og er það í fyrsta sinn sem vitað er að slíkt sjónvarpsefni sé að fullu unnið utan Höfuðborgarsvæðisins. Þættirnir eru gerðir í samstarfi við fræðslusvið þjóðkirkjunnar sem sr. Hildur Björk Hörpudóttir stýrir, og nefnast Himinlifandi.
Meira

Meirihluti stúdenta telja heilsu sína góða á tímum COVID-19

Niðurstöður skoðanakönnunar sem mennta- og menningarmálaráðuneyti lét gera fyrr í vetur í samvinnu við Landssamband íslenskra stúdenta sýna að meirihluti stúdenta, rúmlega 54%, meti andlega heilsu sína góða eða mjög góða og að rúmlega 76% svarenda hafi ekki viljað vinna meira en þau gerðu síðasta sumar.
Meira

„Ég gæti líklega ekki lifað án tónlistar“ / LAILA

Um miðjan febrúar svaraði Sigurlaug Sæunn Angantýsdóttir (1958) Tón-lystinni en flestir á Króknum kannast nú sennilega við hana sem Lailu kennara. Það er nokkuð síðan Laila flutti suður á land en hún býr nú í Bæjarholti 3 á Laugarási sem er í Bláskógabyggð, áður Biskupstungnahreppi. „Ég er fædd og uppalin á Sauðárkróki og er yngst barna Angantýs Jónssonar, sem var Svarfdælingur, og Báru Jónsdóttur frá Lambanesi í Fljótum,“ segir hún.
Meira

Fundi Slysavarnardeildarinnar Drangeyjar frestað

Slysavarnardeildin Drangey á Sauðárkróki vekur athygli á því að aðalfundi sem vera átti í kvöld hefur verið frestað vegna samkomutakmarkana til 20 apríl nk.
Meira

Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra flytur á Vesturlandið

Dómsmálaráðherra hefur skipað Gunnar Örn Jónsson, lögreglustjóra á Norðurlandi vestra í embætti lögreglustjórans á Vesturlandi frá 7. apríl næstkomandi. Á heimasíðu stjórnarráðsins kemur fram að Gunnar Örn hafi frá árinu 2015 verið yfirmaður ákærusviðs við embætti lögreglustjórans á Suðurlandi og staðgengill lögreglustjóra, þar til að hann tók við embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra árið 2017.
Meira

Húnvetningar funda með þingflokkum í apríl

Oddvitar sveitarstjórnanna fjögurra í Austur-Húnavatnssýslu munu eiga fjarfundi með þingflokkum á Alþingi í apríl, eftir því sem kemur fram á Húnvetningur.is. Markmið fundanna er tvíþætt, annars vegar að kynna verkefnið Húnvetningur fyrir þingmönnum og svara spurningum þeirra en meginmarkmiðið er hins vegar að kynna áherslur og helstu hagsmunamál Húnvetninga.
Meira

Skagaströnd tekur við fasteignum FISK-Seafood

Skagaströnd.is greinir frá því að Sveitarfélagið Skagaströnd hefur tekið við fasteignum FISK-Seafood í bænum en samningur þess efnis var undirritaður 17. mars sl. Um er að ræða iðnaðarhúsnæði sem hýsti áður gömlu rækjuvinnsluna, síldarverksmiðjuna á hafnarsvæði ásamt skrifstofuhúsnæði sem hýsir Greiðslustofu Vinnumálastofnunar og skrifstofu sveitarfélagsins.
Meira

Nýtt lag með Ouse komið á Spottann

Nú fyrir helgina smellti skagfirski tónlistarmaðurinn Ouse nýju lagi út í kosmósið. Lagið kallar hann Too Many Problems og nýtur hann aðstoðar frá hinum kanadíska Powfu við flutninginn.
Meira

480 skammtar af Pfizer bóluefninu á Norðurland

Í vikunni er von á 480 skömmtum af Pfizer bóluefninu á Norðurland sem nýtt verður hjá HSN til að bólusetja seinni bólusetningu hjá þeim sem fengu bóluefni 2. og 9. mars. Þá verða einnig starfsmenn sem eftir eru inni á hjúkrunar og dvalardeildum og aðrir heilbrigðisstarfstarfsmenn sem eru inni á heilbrigðistofnunum bólusettir. Einnig er gert ráð fyrir því að byrja með bólusetningar á slökkviliðsmönnum og standa vonir til þær klárist í vikunni eftir páska.
Meira