Fréttir

Glanni besti töltarinn – Hestamaðurinn :: Ingimar Jónsson á Flugumýri

Ingimar Jónsson, bóndi á Flugumýri, er hestamaður vikunnar á Feyki. Hann er kvæntur Margréti Óladóttur og eiga þau miklu barnaláni að fagna en börn þeirra eru þau Dagur Már f. 1991, Katarína f. 1995, Rakel Eir f. 1999, Jón Hjálmar f. 2003, Matthildur f. 2008 og Árni Þór f. 2015. Foreldrar hans eru þau Jón Ingimarsson frá Flugumýri og Sigríður Valdimarsdóttir frá Sauðárkróki en af þeim tóku þau hjón við búskap á Flugumýri 1998-9. Aðspurður um hrossafjölda segir Ingimar hann vera aðeins meiri en nauðsynlegt getur talist.
Meira

Ætla að gefa gömlum hlutum framhaldslíf

Endurnýting og sjálfbærni eru hugtök sem öðlast hafa mikið flug undanfarin misseri enda er almenningur farinn að opna augun fyrir því að sú neysluhyggja sem einkennt hefur vestræn samfélög undanfarna áratugi stefnir jörðinni okkar í óefni.
Meira

Gamli góði refaturninn - Steinar Skarphéðinsson skrifar

Það hefur trúlega verið um árið 1953 sem þessir atburðir áttu sér stað og það fyrir þann tíma sem sjónvarp, app og alls konar afþreyingartæki, voru höfð til þess að hafa ofan af fyrir börnum og unglingum. Börn og unglingar þurftu einfaldlega að hafa ofan af fyrir sér sjálf með alls konar leikjum og að sjálfsögðu fylgdu því allskonar uppátæki.
Meira

Stofnar til kynna við einn rússneskan höfund á ári

Gréta Björnsdóttir á Húnsstöðum svaraði spurningum Bók-haldsins í 10. tbl. Feykis á síðasta ári. Gréta starfaði við kennslu á Húnavöllum í 31 ár en er nú sest í helgan stein. Hún hefur lesið mikið um dagana og á heil ósköp af bókum en einnig er hún fastagestur á Héraðsbókasafninu á Blönduósi. Gréta segist vera nánast hætt að kaupa bækur, vinni frekar í því að losa sig við þær en kaupi þó kannski eina til þrjár á ári fyrir sig sjálfa og einnig nokkrar til gjafa.
Meira

Tíu lög og einir tónleikar

Páskadagur er í dag og landsmönnum hefur gefist kostur á að heimsækja sínar páskamessur á netinu að þessu sinni. Þeir sem sváfu yfir sig og misstu af prédikunum um upprisuna geta sótt sína messu á YouTube og meðtekið gleðiboðskapinn. Nú ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að skella sér í tónlistarferðalag hér á Feyki. Hér gefur að líta nokkra hlekki á Jútjúbb-slóðir, skreyttar örpælingum umsjónarmanns Tón-lystarinnar á Feyki sem mögulega geta glatt nokkrar sálir. Hér ægir saman gömlu og nýju.
Meira

Páskadagur

Samkvæmt trúarhefð kristinna manna var það á sunnudeginum á páskum gyðinga sem María Magdalena og María móðir Jakobs (Markúsarguðspjallið 16. kafla) sáu að Jesús var ekki lengur í gröfinni því að hann hafði risið upp frá dauðum. Kristnir menn halda þess vegna páskadaginn sem gleði og fagnaðardag. Jesús lifði þrátt fyrir að hafa verið tekinn af lífi á krossinum og það gerir páskana að mestu hátíð kristinna manna og forsendu kristinnar trúar.
Meira

„Það eiga bara ALLIR að vera heima“

„Þú mátt alveg hafa það eftir mér en ég held nú bara að Íslendingar séu algjörir hálfvitar!“ Þetta segir Kristbjörn Jón Ásbjörnsson, rafvirki og tækjadellukarl, í samtali við Dreifarann nú í miðjum Covid19-faraldri. „Og þetta er auðvitað ekkert sem ég held, ég vissi þetta alveg. En, en, en hvað var það eina sem fólk var beðið um að gera nú um páskana?! – segðu mér það!“
Meira

„Verðum að halda vöku okkar og sýna skynsemi“

Það er án vafa í mörg horn að líta hjá sveitarstjórum á Norðurlandi vestra þessar vikurnar og vinnudagurinn langur. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri í Svf. Skagafirði, stýrir fjölmennasta sveitarfélaginu á svæðinu og Feykir sendi honum nokkrar spurningar, þó að með því væri kannski verið að bera í bakkafullan verkefnalæk hans, því auk þess að vera sveitarstjóri sinnir Sigfús búskap í Stóru-Gröf syðri og verkefnin því ærin.
Meira

Heimahagarnir toga - Áskorandi Pála Rún Pálsdóttir

Sauðárkrókur er lítill og rólegur bær sem ég var svo heppin að fá að alast upp í. Ég er fædd og uppalin á Sauðárkróki en þegar ég var á átjánda ári pakkaði ég í tösku og flutti suður. Að flytja frá heimavelli voru mikil viðbrigði fyrir mig en aftur á móti þá hefur borgarlífið einhvern vegin alltaf átt vel við mig. Það voru mikil forréttindi að fá að alast upp úti á landi og eyða barnæsku þar.
Meira

Kotasælubollur og karamellukaka

Matgæðingar vikunnar í 16. tbl. Feykis 2018 voru þau Kristín Guðbjörg Jónsdóttir og Hannes Guðmundur Hilmarsson sem búa á Kolbeinsá 1 sem stendur við norðanverðan Hrútafjörð, Strandasýslumegin. Þau hjón eiga fjögur börn og búa með 680 fjár ásamt því að vera með vélaútgerð. Ennfremur reka þau ferðaþjónustu á næstu jörð, Borgum, þar sem þau leigja út einbýlishús árið um kring. Þau gefa okkur uppskriftir að kotasælubollum sem Guðbjörg segir að séu ótrúlega góðar með súpum eða þá bara með kaffinu og einnig af köku með karamellukremi sem er bæði góð sem kaffimeðlæti og sem eftirréttur.
Meira