Fréttir

Grænmetisfiskréttur og eplakaka

Matgæðingar Feykis í 14. tbl. ársins 2018 voru Árný Björk Brynjólfsdóttir og Agnar Logi Eiríksson. Þau eru búsett á Blönduósi ásamt sonum sínum tveim þar sem Árný starfar á leikskólanum Barnabæ og Agnar er rafvirki hjá Tengli. Þau deildu með lesendum uppskrift að grænmetis-fiskrétti og ljúffengri eplaköku.
Meira

Leikfélag Sauðárkróks býður á leiksýningu

Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu í dag vegna covid-19 hefur starf okkar hjá Leikfélagi Sauðárkróks breyst töluvert. Eins og við höfum sagt áður mun Sæluvikuleikritið okkar Á frívaktinni færast til haustsins 2020, leikstjóri og höfundur er Pétur Guðjónsson. Leikfélag Sauðárkróks mun því aðeins setja upp eina leiksýningu á árinu 2020 en vanalega höfum við sett upp tvær sýningar á ári. Hefðin hefur verið sú að á Sæluviku Skagfirðinga, sem byrjar að öllu eðlilegu síðasta sunnudag í apríl ár hvert, höfum við frumsýnt Sæluvikuleikritið okkar sem oftast er leikrit með söngvum eða farsar, á haustin höfum við svo sýnt barna- og fjölskyldu leikrit. Við stefnum á að taka upp þann þráð aftur 2021. Þann 26. apríl næstkomandi hefðum við átt að frumsýna að öllu eðlilegu en svo verður ekki.
Meira

Öll él birtir upp um síðir - Áskorandinn Guðrún Ó. Steinbjörnsdóttir Vatnsnesi

Þrýstingurinn í loftinu er veðrið inn í mér. Þó ég lækki um eitt millibar, get ég ekkert sagt á ekkert svar. Stormurinn á undan logninu er biðin eftir þér. Nú spáir roki og spáir kvíða, áframhaldandi kuldum víða. Hvenær get ég hætt að skríða og gengið uppréttur.
Meira

Samkomubann framlengt til 4. maí

Ákveðið hefur verið að framlengja þær takmarkanir á samkomum og skólahaldi sem áttu að falla úr gildi 13. apríl næstkomandi til 4. maí. Sú ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra er í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis. Á vef heilbrigðisráðuneytisins segir að þótt vel hafi gengið að halda útbreiðslu smita í skefjum veldur áhyggjum hve alvarlega veikum einstaklingum sem þurfa á gjörgæslu að halda hefur fjölgað hratt.
Meira

Friður, sátt og sanngirni

Lífið á flestum heimilum landsins er með óvenjulegum brag um þessar mundir, raunar á það við um alla heimsbyggðina. Hér á landi eigum við því láni að fagna að umsjón aðgerða til að sporna við stjórnlausri útbreiðslu Covid veirunnar hefur verið í höndum afburða fagfólks og það er vel. Því er ekki að heilsa í öllum samfélögum. Haft er á orði að þessi faraldur sé ein mesta ógn sem heimurinn hefur staðið frammi fyrir frá stríðslokum, og margir eru uggandi um friðinn.
Meira

Brenda Prehal ráðin deildarstjóri fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga

Brenda Prehal hefur verið ráðin deildarstjóri fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga en hún er doktorsnemi við CUNY, The City University of New York, og er rannsóknarefni hennar heiðnir greftrunarsiðir á Íslandi. Brenda hefur reynslu af fornleifarannsóknum víðs vegar um landið frá árinu 2010, m.a. á Vestfjörðum, Mývatni og í Reykjavík en hún hefur einnig stundað fornleifarannsóknir í Noregi og í Skotlandi, auk þess sem hún hefur starfað við kennslu í fornleifafræði við CUNY háskólann í New York.
Meira

Íbúum Akrahrepps fjölgar hlutfallslega mest

Þjóðskrá Íslands sendi frá sér tölur um íbúafjölda í byrjun aprílmánaðar eins og vant er um mánaðamót. Þar kemur fram að Íslendingum hefur fjölgað um 0,5% frá 1. desember eða um 1.735 manns og eru landsmenn nú 365.863. Fjölgun hefur orðið í öllum landshlutum nema Vestfjörðum og á Norðurlandi vestra þar sem varð lítilsháttar fækkun.
Meira

Mesti íbúafjöldi í Svf. Skagafirði síðan 2011

Samkvæmt uppfærðum tölum um íbúafjölda sveitarfélaga á Íslandi sem Þjóðskrá Íslands birti í dag eru íbúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 4.053 talsins og hafa ekki verið fleiri síðan árið 2011.
Meira

Matarheimsendingar í sveitina

Íslandspóstur hefur boðað nýja þjónustu, ætlaðar íbúum dreifbýlisins, þar sem matvörur og aðrar dagvörur verða keyrðar heim í sveitir landsins. Með þessu er fyrirtækið að svara mikilli eftirspurn sem verið hefur eftir heimsendingu frá viðskiptavinum sem búa í sveitum en eftirspurn hefur vaxið mikið að undanförnu, eftir því sem kemur fram á heimasíðu fyrirtækisins.
Meira

Prjónagleði frestað um ár

Ákveðið hefur verið að fresta Prjónagleðinni sem halda átti dagana 12.-14. júní í sumar um ár eða til 11. - 13. júní 2021. Er það gert vegna COVID-19 faraldursins sem nú leikur allt samkomuhald í landinu grátt. Engu að síður verður áður auglýst prjónasamkeppni haldin en mun nú fara fram á netinu og verður almenningi gefinn kostur á að kjósa sína uppáhaldshönnun. Einnig verður haldið áfram að kynna einstaklinga og fyrirtæki sem vinna með ull á Textílslóð Norðurlands vestra.
Meira