Þrettán náð bata af covid 19 á Norðurlandi vestra
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
06.04.2020
kl. 16.01
Samkvæmt tölum frá aðgerðastjórn almannavarna Norðurlands vestra sæta nú 23 einstaklingar einangrun á svæðinu, flestir á Hvammstanga eða tólf manns, sex í dreifbýli Húnaþings vestra, þrír á Sauðárkróki og tveir í Hrútafirði. Alls eru 60 manns í sóttkví en 408 sem hafa lokið henni. Þrettán manns hafa náð bata á Norðurlandi vestra.
Meira