Fréttir

Munum að hlýða Víði – verum heima um helgina!

Góð vísa er víst aldrei of oft kveðin og það hefur sjaldan átt betur við en þessar vikurnar. Landsmenn eru minntir á að bros er betra en knús, þvo okkur um hendurnar, að spritta (útvortis) og virða sóttkví – svo eitthvað sé nefnt. Nú er síðasti virki dagur fyrir páskafríið þar sem allir ætla að vera heima. Það er því nokkuð ljóst að það verður einhver hasar í verslunum í dag þar sem fylla þarf búr, kistur og skápa af hinum ýmsu nauðsynjum.
Meira

Nýtt lag frá Atla Degi, Hauki Sindra og Ásgeiri Braga

Í dag kom út á Spotify nýtt lag, Let you down, frá tónlistartvíeykinu Azpect sem skipað er þeim Atla Degi Stefánssyni og Hauki Sindra Karlssyni. Þeim til halds og traust í útsetningunni var þriðji vinurinn af Króknum, Ásgeir Bragi Ægisson sem orðinn er heimsþekktur sem Ouse.
Meira

Sviðsmyndir um framtíð atvinnulífs á Norðurlandi vestra

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa birt Sviðsmyndir atvinnulífs á Norðurlandi vestra á vef sínum þar sem dregnar eru upp fjórar mismunandi myndir af stöðu mála í landshlutanum árið 2040 út frá ólíkum forsendum. Sviðsmyndirnar voru unnar af KPMG í tengslum við gerð nýrrar sóknaráætlunar landshlutans á síðasta ári.
Meira

Góðar væntingar til sumartunglsins

Þriðjudaginn 7. apríl var haldinn „fundur“ í Veðurklúbbi Dalbæjar sem var með öðru sniði að þessu sinni vegna hinna fordæmalausu aðstæðna sem allir þekkja. Spámenn komu ekki saman heldur var hver og einn tekinn tali einslega, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá klúbbnum. Flestallir voru á því að rétt hafi verið spáð fyrir um áttirnar í mars en mánuðurinn var heldur harðari en gert var ráð fyrir.
Meira

Ferðumst innanhúss um páskana og höldum fjölskylduboðin á netinu

Hin smitandi veirusýking, Covid 19, sem nú gengur yfir hefur haft mikil áhrif á allt mannlíf í Íslandi. Nú hafa um 1600 manns verið greindir með veiruna sem veldur sjúkdómnum, þar af 35 á Norðurlandi vestra. Góðu fréttirnar eru þær að fólk er að ná sér aftur og hafa nú 460 manns náð bata, þar af 16 á Norðurlandi vestra. Þrátt fyrir þessar góðu fréttir verðum við samt áfram að vera á tánum.
Meira

Frá Samráðshópi um áfallahjálp í Skagafirði

Í Samráðshóp um áfallahjálp í Skagafirði sitja fulltrúar Rauða Krossins, þjóðkirkju, sveitafélagsins Skagafjarðar, heilsugæslu og lögreglu. Samráðshópurinn vill færa fram kærar þakkir til heilbrigðisstarfsfólks, skólasamfélagsins, starfsfólks velferðarþjónustu og allra viðbragðsaðila fyrir mikla og óeigingjarna vinnu. Einnig vill hópurinn þakka íbúum fyrir stuðning og hjálpsemi við náungann, sem einkennist af samstöðu, þolinmæði og æðruleysi.
Meira

Tindastóll selur inn á draugaleiki

Að öllu eðlilegu væri úrslitakeppni Dominos deildarinnar í körfubolta í hámarki þessa dagana og félögin að fá tekjur inn í reksturinn sem þeim eru mikilvægar svo allt gangi eins og á að gera. En vegna Covid 19 verður tímabilið 2019/2020 ekki klárað og því enginn úrslitakeppni en fólk getur samt lagt sitt af mörkum og keypt sig inn á draugaleiki.
Meira

Páskaafhending hjá REKO á Norðurlandi

Á morgun, miðvikudaginn 8. apríl, verða REKO afhendingar á Blönduósi og Sauðákróki þar sem neytendur geta pantað vörur milliliðalaust frá framleiðendum á svæðinu.
Meira

Skálinn við Ströngukvísl skemmdur eftir innbrot

Það var ófögur sjón sem blasti við jeppamönnum þegar þeir komu í skálann við Ströngukvísl á Eyvindarstaðaheiði um helgina, segir á RÚV, en rúða í einum glugga hafði verið brotin, annar gluggi skilinn eftir opinn og í kjölfarið hafði fennt inn um allt hús. Fimm félagar úr Húnvetningadeild ferðaklúbbsins 4X4 höfðu farið á tveimur bílum í eftirlitsferð í Ströngukvíslarskála á Eyvindarstaðaheiði, en ekki hafði verið farið í skálann síðan í byrjun janúar.
Meira

Vinnustofur á netinu heppnuðust vel

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands, stóðu fyrir vinnustofum á netinu í síðustu viku. Efni vinnustofanna var hvernig auka má sölu í gegnum netið og voru þær hluti af verkefninu Digi2Market sem fjármagnað er að hluta til af Norðurslóðaáætlun. Vinnustofurnar fóru fram í gegnum fjarfundaforrit og var streymt á Youtube síðu samtakanna.
Meira