Munum að hlýða Víði – verum heima um helgina!
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
08.04.2020
kl. 16.31
Góð vísa er víst aldrei of oft kveðin og það hefur sjaldan átt betur við en þessar vikurnar. Landsmenn eru minntir á að bros er betra en knús, þvo okkur um hendurnar, að spritta (útvortis) og virða sóttkví – svo eitthvað sé nefnt. Nú er síðasti virki dagur fyrir páskafríið þar sem allir ætla að vera heima. Það er því nokkuð ljóst að það verður einhver hasar í verslunum í dag þar sem fylla þarf búr, kistur og skápa af hinum ýmsu nauðsynjum.
Meira