Ráðið í þrjár stöður við þróunarsvið Byggðastofnunar
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
02.04.2020
kl. 09.50
Ráðið hefur verið í þrjú störf sérfræðinga á þróunarsviði Byggðastofnunar en þau voru auglýst laus til umsóknar í febrúar sl. Alls bárust 36 umsóknir, 17 frá konum og 19 frá körlum. Ákveðið hefur verið að ráða þau Reinhard Reynisson, Ölfu Dröfn Jóhannsdóttur og Þorkel Stefánsson í störfin og er reiknað með að þau hefji störf í maí nk. að því er segir á vef Byggðastofnunar.
Meira