Saga fyrsta körfuboltaliðs Tindastóls komin á bók
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
16.11.2024
kl. 13.11
Nú á allra næstu dögum kemur út bókin Saga körfuboltans á Sauðárkróki 1964-1971 en höfundur verksins er Ágúst Ingi Ágústsson sagnfræðingur, Króksari og kennari við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Hann er einnig útgefandi bókarinnar. Eins og margur Skagfirðingurinn er Ágúst Ingi, sem er sonur Gústa Munda og Önnu Hjartar, illa haldinn af körfuboltabakteríunni og er áhuginn djúpur og víðfemur. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Ágúst Inga en hann segir m.a. að með bókaútgáfunni hafi honum tekist að sameina menntun sína og helsta áhugamál; sagnfræðina og körfuboltann.
Meira