feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
08.11.2024
kl. 12.50 oli@feykir.is
Metfjöldi umsókna var í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra fyrir árið 2025 en alls bárust 130 umsóknir. Á vef SSNV segir að þar af hafi verið 50 atvinnu- og nýsköpunar verkefni, 69 menningarverkefni og 11 umsóknir um stofn- og rekstrarstyrk. Alls var óskað eftir 242.821.781kr en til úthlutunar eru 60 milljónir.
feykir.is
Skagafjörður, Lokað efni, Hvað segja bændur?
08.11.2024
kl. 12.45 gunnhildur@feykir.is
Þorbergur Gíslason og Birna Valdimarsdóttir eru kúabændur í Glaumbæ 2 í Skagafirði og búa þar ásamt börnunum þrem þeim, Valdimar Árna, Vigni Frey og Kristjönu Dís. Mjólkurkýrnar eru 60 og gripauppeldið telur 100. Ef allt er talið með þá eru merarnar sjö, hænunar tíu og einn köttur. Birna er menntuð í háriðn og Þorbergur húsasmíðameistari en hafa verið bændur síðan þau keyptu búið.
feykir.is
Skagafjörður, Lokað efni
08.11.2024
kl. 11.50 oli@feykir.is
Morgunblaðið sagði frá því í vikunni að hæsta upphæð fjárhagsaðstoðar til einstaklinga sem sveitarfélög veita er í Skagafirði eða alls 281.280 kr. Þetta kom fram í samanburði á grunnfjárhæðum fjárhagsaðstoðar sem nær til 30 sveitarfélaga á landinu.
feykir.is
Skagafjörður, Lokað efni
08.11.2024
kl. 07.29 oli@feykir.is
Í aðsendri grein sem birtist sl. mánudag á Feykir.is tjáði Einar E. Einarsson, formaður landbúnaðar og innviðanefndar Skagafjarðar, sig um söfnun á lífrænum úrgangi frá landbúnaði. Feykir innti Einar eftir því um hvað málið snérist í einföldu máli. „Í grunninn snýst þetta um að þessi þjónusta sem sveitarfélagið er milliliður um, er ekki að standa undir sér ásamt því að kostnaður hækkar ár frá ári,“ segir Einar.
feykir.is
Skagafjörður, Lokað efni
07.11.2024
kl. 12.08 oli@feykir.is
Á fundi skipulagsnefndar Skagafjarðar var í byrjun október tekin fyrir umsókn frá Kaupfélagi Skagfirðinga um lóðir eða svæði austan við Aðalgötu 16b þar sem áður var Minjahús Skagafjarðar. Húsið var gert upp og stækkað og þar eru nú 28 vel búin herbergi ætluð m.a. starfsmönnum sem starfa hjá KS í sláturtíðinni. Fram kemur í fundargerðinni að Kaupfélagið sjái fyrir sér að fjölga gistirýmum á reitnum þannig að þar verði a.m.k. 50 herbergi og hótel rekið á ársgrundvelli.
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Hestar, Lokað efni
07.11.2024
kl. 09.59 oli@feykir.is
Uppskeruhátíð æskulýðsdeildar Skagfirðings fór fram sunnudaginn 3. nóvember sl. þar sem veitt voru verðlaun fyrir gott keppnistímabil. Pollarnir fengu öll þátttökuverðlaun fyrir flottan árangur og alveg ljóst að framtíðin er björt hjá Hestamannafélaginu Skagfirðing með alla þessa efnilegu og flottu knapa.
Frá því kvótakerfið var lögfest árið 1983 hefur okkur aldrei tekist að uppfylla markmið kvótakerfisins, sem var að auka veiði. Árin fyrir lögfestingu kvótakerfisins veiddust yfirleitt um 400.000 tonn af þorski á ári og studdum mun meira, en síðan kvótakerfið tók gildi þá heyrir það til undantekninga að þorskaflinn nái yfir 200.000 tonn.
„Ameríkanar eru klikk!“ sagði Steinríkur þegar hann og Ástríkur höfðu kynnst heimamönnum eftir að hafa óvart rambað á þessa sérkennilegu nýju heimsálfu. Það er ekki alveg pottþétt að hann hafi haft rétt fyrir sér en heldur ekki ómögulegt..
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
06.11.2024
kl. 16.14 oli@feykir.is
Knattspyrnudeild Tindastóls hélt lokahóf sitt í Ljósheimum laugardagskvöldið 5. október en í sumar átti Tindastóll lið í Bestu deild kvenna og 4. deild karla og gekk þeim báðum vel. Að venju voru bestu leikmenn, þeir efnilegustu og bestu liðsfélagarnir valdir og hjá stúlkunum var María Dögg Jóhannesdóttir velin best og Josu Ibarbia hjá strákunum.
Ég vil byrja á að óska ykkur öllum gleðilegs sumars á þessum fallega degi sem jafnframt er síðasti sunnudagur aprílmánaðar, en hann hefur verið upphafsdagur Sæluviku Skagfirðinga í um 30 ár. Sæluvika Skagfirðinga á sér hins vegar mun lengri sögu, en heimildir herma að Sæluvikan hafi orðið til í framhaldi af svokölluðum sýslunefndarfundum sem haldnir voru einu sinni á ári með Sýslumanni og helstu forsvarsmönnum allra hreppa í Skagafirði.
Laugardaginn 26. apríl milli kl. 14 og 16 verður opið hús í Oddfellowhúsinu að Víðigrund 5 á Sauðárkróki. Þar verður hægt að skoða húsakynnin og þiggja léttar veitingar ásamt því að hægt verður að kynnast starfi Oddfellowreglunar.
Á fallegu þriðjudagskvöldi var Ærsladraugurinn eftir Noel Coward sýndur í Höfðaborg í uppsetningu Leikfélags Hofsóss undir leikstjórn Barkar Gunnars-sonar. Glaðvært miðasölufólk tók á móti leikhúsgestum og kátt sjoppustarfsfólk seldi ískaldar guðaveigar fyrir sýningu.
Baula þær enn beljurnar á Bjarnastöðum er fyrirsögn sem hr. Hundfull skrifaði árið 2013 þegar þriggja daga átveislan byrjaði það árið, þ.e. bolludagur, sprengidagur og öskudagur. Eftir að hafa lesið þessa fínu hugleiðingu hans er við hæfi að endurbirta hana því það eru eflaust margir sammála honum í þetta skiptið!