Fréttir

Englar Skagafjarðar – vertu engill! | Árni Björn Björnsson skrifar

Ég hef búið í Skagafirði í að verða 18 ár. Við fluttum frá Grindavík, ég og Skagfirðingurinn minn með gríslingana okkar fimm, á Hofsós árið 2007. Fyrsta árið áttum við rúmlega 10% af börnunum í grunnskólanum. Okkur þótti dásæmlegt að búa á Hofsósi, samfélagið þar tók vægast sagt vel á móti okkur. Ári eftir að við komum í Skagafjörðinn blessaði Haarde Ísland og róður fjölskyldunar þyngdist verulega. Það var þá sem ég varð fyrst var við skagfirsku englana sem mig langar aðeins að tala um.
Meira

Opnun á Háholti ekki í plönum barnamálaráðherra

Neyðarástand ríkir í meðferðarúrræðum fyrir börn með fjölþættan vanda en ekkert meðferðarheimili er nú til staðar fyrir drengi eftir að Lækjarbakka var lokað vegna myglu og starfsemi Stuðla var skert í kjölfar bruna í fyrra. Ekkert húsnæði sem hentar virðist í boði á höfuðborgarsvæðinu en bent hefur verið á Háholt í Skagafirði sem mögulegan kost en þar var öryggisvistun fyrir börn áður en starfsemin var lögð niður af ríkinu fyrir nokkrum árum. Svo virðist sem barnamálaráðherra, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, hafi ýtt þeim möguleika út af borðinu.
Meira

Rof á fjarskiptasambandi ógn við starfsemina

Húnahornið segir frá því að Vinnumálastofnun, sem rekur þjónustuskrifstofur um land allt, m.a. á Hvammstanga og Skagaströnd, líti rof á fjarskiptasambandi á þessum svæðum sem verulega ógn við starfsemi stofnunarinnar. Starfsstöðvarnar tvær í Húnavatnssýslum sjá um afgreiðslu og greiðslu fæðingarorlofs og atvinnuleysistrygginga en á síðustu misserum hafa komið upp atvik tengd fjarskiptasambandi, bæði á Hvammstanga og Skagaströnd. Auk þess hafa komið upp atvik er ollu langvarandi rafmagnsleysi á svæðinu.
Meira

Ísland spilar í Póllandi á EuroBasket í haust

Körfuknattleikssambönd Íslands og Póllands hafa náð samkomulagi um að Ísland spili í Póllandi á EuroBasket í haust og hefur FIBA Europe samþykkt það samkomulag. EuroBasket í haust fer fram í fjórum löndum Póllandi, Lettlandi, Finnlandi og Kýpur en löndin eru samtals 24 sem keppa á EuroBasket á fjögurra ára fresti. Þessi lönd gátu svo samið við eina þjóð um að vera með þeim í riðli áður en dregið verður í riðla 27. mars. Finnland samdi við Litháen, Lettland við Eistland og Kýpur við Grikkland.
Meira

Donni sáttur með margt þrátt fyrir tap gegn Val

Leik Tindastóls og Vals sem fram átti að fara á Hlíðarenda sl. sunnudag var frestað vegna veðurs en leikurinn var spilaður í gær við ágætar aðstæður. Stólastúlkur hafa aldrei riðið feitum hesti frá viðureignum sínum við Val og það varð engin breyting á því í gær og höfðu Hlíðarendastúlkurnar talsverða yfirburði í leiknum þó svo að gestirnir hafi verið áræðnir og héldu haus þrátt fyrir 5-0 tap.
Meira

Fátækara samfélag án félagsheimilisins okkar

Líkt og Feykir greindi frá í síðustu viku þá ákvað byggðarráð Skagafjarðar að félagsheimilin Skagasel og Félagsheimilið í Rípurhreppi yrðu sett á sölu. Ekki eru allir sáttir við þá ákvörðun og nú hafa Íbúasamtök Hegraness sent opið bréf til meirihluta sveitarstjórnar Skagafjarðar og Byggðalistans þar sem skorað er á meirihluta sveitarstjórnar Skagafjarðar að draga tafarlaust til baka áform um sölu Félagsheimilis Rípurhrepps og hefja raunverulegar viðræður við íbúana um framtíð hússins.
Meira

SSNV fékk fulltrúa stýrihóps stjórnarráðsins um byggðamál í heimsókn

Miðvikudaginn 26. febrúar síðastliðinn heimsóttu fulltrúar stýrihóps stjórnarráðsins um byggðamál ásamt fulltrúum Byggðastofnunar starfsmenn SSNV á Hvammstanga. Fundurinn var gagnlegur og var fjallað um margvísleg málefni sem tengjast uppbyggingu og þróun svæðisins.
Meira

Níu umferðarslys tilkynnt til lögreglu í febrúar

Lögreglan á Norðurlandi vestra hafði í nógu að snúast í febrúar eins og í janúar og var málafjöldi þessara mánaða áþekkur eða á fimmta hundrað mál. Veður hafði nokkur áhrif á verkefni lögreglunnar að þessu sinni enda nokkuð byljótt tíðin. Þá var bæði tilkynnt um foktjón sem og ófærð víða.
Meira

Anna Hulda djákni ráðin í hlutastarf í Skagafjarðarprestakalli

Á Facebook-síðunni Kirkjan í Skagafirði segir að Anna Hulda Júlíusdóttir hafi verið ráðin í hlutastarf í Skagafjarðarprestakalli. Anna Hulda hefur víðtæka reynslu af kirkjustarfi og sálgæslu. Hún er mörgum Skagfirðingum af góðu kunn eftir að hafa starfað á Löngumýri, þar sem hún m.a. veitti orlofsbúðum eldri borgara forstöðu. Hún var vígð til þjónustu við orlofsbúðirnar á Löngumýri þann 1. mars árið 2020. Síðasta ár vann hún í sálgæsluteymi Landsspítala háskólasjúkrahúss.
Meira

Fimm verkefni á Norðurlandi vestra fengu styrki úr Lýðheilsusjóði

Alma B. Möller heilbrigðisráðherra úthlutaði sl. föstudag styrkjum úr Lýðheilsussjóði fyrir árið 2025. Alls voru 98 milljónir til úthlutunar sem öll miða að því að efla lýðheilsu. Fimm verkefni á Norðurlandi vestra hlutu styrki, fjögur þeirra í Húnaþingi vestra og eitt í Skagafirði.
Meira