Hestar

Mette Mannseth og Skálmöld sigruðu í gæðingafimi

Annað mótið í Meistaradeild KS fór fram í gærkvöldi í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki. Keppt var í Gæðingafimi en sú grein er afar krefjandi keppnisgrein og var í fyrsta skipti í gær keppt á þriðja stigi í gæðingafimi LH. Mette Mannseth og Skálmöld frá Þúfum eru á feikna flugi en þær stóðu uppi sem sigurvegarar gær annað mótið í röð.
Meira

Mette og Skálmöld frá Þúfum tóku fjórganginn

Fyrsta mót ársins í Meistaradeild KS fór fram í Reiðhöllinni Svaðastöðum í gærkvöldi þar sem keppt var í fjórgangi. Mette Mannseth og Skálmöld frá Þúfum stóðu uppi sem sigurvegarar, þriðja árið í röð.
Meira

Þúfur er síðasta liðið sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS

Nú er loksins komið að keppnisdegi í Meistaradeild KS í hestaíþróttum en keppt verður í fjórgangi í reiðhöllinni Svaðastöðum í kvöld. Til leiks er kynnt áttunda og síðasta liðið í ár en það stóð uppi sem sigurlið síðasta árs, Þúfur.
Meira

Uppsteypa, sjöunda liðið í Meistaradeild KS

Sjöunda og næstsíðasta liðið sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS í hestaíþróttum þetta tímabilið er lið Uppsteypu. Liðsstjóri þess liðs er skagfirski Húnvetningurinn Elvar Logi Friðriksson, tamningamaður, uppalinn í Lýdó en býr nú á Hvammstanga.
Meira

Meistaradeild KS Íbishóll

Meistaradeild KS í hestaíþróttum er handan við hornið, ef svo mætti segja og sjötta liðið sem kynnt er til leiks er Íbishóll. Fátt er reynslunni fróðara en liðsstjóri þess liðs, segir í tilkynningu stjórnar, en þar er á ferðinni Magnús Bragi Magnússon hrossaræktandi á Íbishóli.
Meira

Fimmta liðið í Meistaradeild KS 2021 er Leiknir – Hestakerrur

Áfram er haldið við að kynna keppnislið í Meistaradeild KS í hestaíþróttum. Fimmta liðið er Leiknir – Hestakerrur en þar er Konráð Valur Sveinsson liðsstjóri, reiðkennari við Háskólann á Hólum og margfaldur heimsmeistari í skeiðgreinum.
Meira

Íþróttakeppnir sagan áfram – fyrsta Íslandsmótið í hestaíþróttum :: Kristinn Hugason skrifar

Í síðustu grein vorum við stödd á landsmótinu 1978 að Skógarhólum í Þingvallasveit, því síðasta sem fram fór á þeim sögufrægu slóðum en á því móti var m.a. í fyrsta sinn að finna hestaíþróttir á dagskrá landsmóts. Á fleiri leiðarstef, varðandi þróun hestaíþróttanna á þeim um margt tíðindamikla áttunda áratug síðustu aldar, hefur verið minnst.
Meira

Equinics er fjórða liðið sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS

Enn magnast spennan fyrir Meistaradeild KS í hestaíþróttum 2021 en fjórða liðið sem kynnt er til leiks er lið Equinics. Liðstjóri þess er hin kynngimagnaða keppniskona Artemisia Bertus á Nautabúi í Hjaltadal. Hún hefur náð góðum árangri á keppnisvellinum í gegnum tíðina, er útskrifaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum og stundar tamningar og þjálfun á búi sínu.
Meira

Storm Rider er þriðja liðið sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS 2021

Þriðja liðið sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS 2021 er lið Storm Rider en þar ríður í fararbroddi Elvar Einarsson, hrossabóndi á Syðra-Skörðugili á Langholti í Skagafirði og formaður hestamannafélagsins Skagfirðings. Elvar er útskrifaður tamningamaður og reiðkennari frá Hólaskóla.
Meira

Hrímnir er annað liðið sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS

Þá er komið að liði númer tvö sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS 2021 en þar er á ferðinni hið magnaða lið Hrímnis sem endaði í öðru sæti á síðasta ári. Fremstur í flokki Hrímnis fer Þórarinn Eymundsson, reiðkennari við Háskólann á Hólum og reiðmeistari FT.
Meira