Hestar

Skrautlegir knapar á páskaleikum æskunnar og Freyju

Páskaleikar æskunnar og Freyju var haldið mánudaginn 2. apríl í Reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki. Þátttakendur voru alls 20 á aldrinum þriggja ára til tíu ára og var áhersla lögð á að hestarnir yrðu skreyttir og krakkarnir mættu í búningum. Erfitt var fyrir dómarana að velja á milli skrautlegra þátttakenda, segir á Facebooksíðu Hestamannafélagsins Skagfirðings.
Meira

Hrossaræktarfundir - Þróun ræktunarmarkmiðs og dómskala

Fagráð í hrossarækt boðar til funda um þróun og endurskoðun ræktunarmarkmiðsins og dómskalans í kynbótadómum. Hugmyndin er að kynna vinnu sem er í gangi þessa dagana við þetta verkefni og virkja fundarfólk til umræðu um málefnið. Fundur á Sauðárkróki á morgun.
Meira

Lilja Pálma og Mói sigurvegarar fjórgangsins

Fjórgangur fór fram í Meistaradeild KS í gærkvöldi þar sem ung og spennandi hross í bland við mikið reynd keppnishross öttu kappi í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki. Forkeppnin var jöfn og skemmtileg en eftir hana voru þær efstar og jafnar Lilja Pálmadóttir á Móa frá Hjaltastöðum og Helga Una Björnsdóttir á Þoku frá Hamarsey.
Meira

Fjölmennt kvennatölt Skagfirðings

Kvennadeild Hestamannafélagsins Skagfirðings stóð fyrir stórviðburði 29. mars sl. í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki - Lífland Kvennatölt Norðurlands. Mótið var óvenju fjölmennt eða yfir 90 skráningar og þar með eitt af stærstu mótum sem haldin hafa verið í Svaðastaðahöllinni. Úrslitin voru eftirfarandi:
Meira

Hörku spenna í einstaklingskeppni KS-deildarinnar – Fjórgangskeppni í kvöld

Fjórgangskeppni Meistaradeildar KS fer fram í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki í kvöld, miðvikudaginn 4. apríl. Húsið opnar kl 18:00 en mótið hefst kl 19:00. „Við lofum skemmtilegu kvöldi og er ráslistinn athyglisverður þar sem mörg hross eru að stíga sín fyrstu skref á keppnisbrautinni ásamt reyndari hrossum,“ segir í tilkynningu frá stjórn Meistaradeildar KS.
Meira

Fimmgangurinn fer fram á Akureyri á morgun

Á morgun, miðvikudaginn 21. mars, fer fram keppni í fimmgangi í Meistaradeild KS í hestaíþróttum. Keppnin fer fram í Léttishöllinni á Akureyri og hefst klukkan 19:00. Lið Hrímnis hefur forystu í liðakeppninni en það hefur sigrað í tveimur fyrstu keppnum vetrarins.
Meira

Félagsmaður 2017 valinn fyrir árshátíð Skagfirðings

Hestamannafélagið Skagfirðingur heldur heldur árshátíð sína næstkomandi laugardagskvöld í Ljósheimum þar sem hlaðborð mun svigna undan kræsingum. Væntanlega mun söngur og gleði verða allsráðandi enda tilefni til. Einnig verður upplýst hver hlýtur titilinn Félagi ársins 2017.
Meira

Helga Una og Þoka frá Hamarsey sigruðu í slaktaumatölti

Eftir skemmtilega forkeppni í slaktaumatölti í Meistaradeild KS sem haldið var í gærkvöldi leiddu þær Helga Una og Þoka frá Hamarsey með einkunnina 6,83. Þær héldu sæti sínu út alla keppnina og sigruðu glæsilega með einkunnina 7,08. Hæstu einkunn kvöldsins hlaut þó sigurvegari b-úrslita, Jóhanna Margrét en hún og hestur hennar Ömmustrákur frá Ásmundarstöðum áttu mjög góða sýningu sem skilaði þeim 7,21 og vöktu verðskuldaða athygli, eins og segir í tilkynningu frá Meistaradeildinni.
Meira

Úrslit frá Skagfirsku mótaröðinni - Fjórgangur og slaktaumatölt

Skagfirska mótaröðin í hestaíþróttum hóf göngu sína föstudaginn 2. mars í reiðhöllinni Svaðastaðir á Sauðárkróki með keppni í flokki V5 hjá börnum, unglingum og ungmennum; 1. og 2. flokki og T2, opnum flokki. Kvenfólkið var afar sigursælt á mótinu en þær skipuðu sigursætin í fimm flokkum af sex. Næsta mót verður haldið föstudagskvöld 9. mars og hefst klukkan 18:30. Þá er keppt í F2, ungmenna-, 1. og 2. Flokki; T7, barna-, unglinga- og opnum flokki.
Meira

Elvar Einarsson ríður á vaðið í slaktaumatöltinu

Ráslistinn fyrir slaktaumatölt í Meistaradeild KS er tilbúinn en mótið verður haldið í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki næstkomandi miðvikudagskvöld og hefst kl 19:00. „Ráslistinn lítur vel út, mikið af sterkum hrossum þar á meðal tvö hross sem voru í úrslitum á síðasta íslandsmóti,“ segir í tilkynningu frá mótsnefnd. Húsið opnar kl 18:00 og að vanda verða seldar veitingar í reiðhöllinni svo fólk er hvatt til að mæta snemma.
Meira