Hestar

Ráslistinn klár fyrir Meistaradeild KS í hestaíþróttum

Fyrsta mót Meistaradeildar KS í hestaíþróttum fer fram í Reiðhöllinni Svaðastöðum í kvöld miðvikudaginn 22. febrúar og hefst kl 18:00 þegar knapar keppa í gæðingalist. Húsið opnar klukkan 17 og verður hægt að gæða sér á kjötsúpu ásamt fleiru í sjoppunni í höllinni og aðgangseyrir litlar 1.000kr. Sýnt verður beint frá mótinu á Alendis TV.
Meira

Meistaradeild KS í hestaíþróttum hefst í kvöld - Liðakynning

Keppni í Meistaradeild KS í hestaíþróttum hefst í kvöld á gæðingalist, sem áður kallaðist gæðingafimi, en þar eru sýndir vel þjálfaðir gæðingar á listrænan hátt, þar sem öll þjálfunarstigin eru sýnd. Hinar keppnirnar, fjórgangur fer fram 8. mars; fimmgangur 17. mars; slaktaumatölt 5. apríl; 150m og gæðingaskeið sumardaginn fyrsta 20. apríl og lokakvöldið er svo áætlað 28. apríl þegar keppt verður í tölti og flugskeiði.
Meira

Hestamenn kjósa um nýtt nafn á Gæðingafimi LH

Á landsþingi Landssambands hestamanna LH síðastliðið haust var samþykkt að taka Gæðingafimi LH inn í regluverk sambandsins og jafnframt samþykkt að efna til samkeppni um nýtt nafn á greinina. Kosning er hafin og stendur valið á milli fjögurra nafna.
Meira

Þúfur hrossaræktarbú ársins 2022 :: Uppskeruhátíð Hrossaræktarsambands Skagfirðinga

Hrossaræktarsamband Skagfirðinga (HSS) hélt uppskeruhátíð fyrir árið 2022 þann 13. desember sl. í Tjarnarbæ. Við það tækifæri voru heiðruð þau hross sem efst stóðu sem einstaklingar í hverjum aldursflokki á kynbótasýningum ársins auk kynbótaknapa ársins, hrossaræktarbú ársins og hross sem hlotið höfðu afkvæmaverðlaun á árinu.
Meira

Eitt sæti laust í Meistaradeild KS í hestaíþróttum

Nú hefur það verið upplýst hvaða dagsetningar eru ætlaðar fyrir Meistaradeild KS í hestaíþróttum keppnistímabilið 2023. Eitt sæti er laust í deildinni og er fyrirhuguð úrtaka föstudaginn 13. janúar í reiðhöllinni Svaðastöðum ef fleiri en eitt lið sækja um.
Meira

Tvær stúlkur úr Skagafirði í U-21 í hestaíþróttum

Þær Björg Ingólfsdóttir og Þórgunnur Þórarinsdóttir úr hestamannafélaginu Skagfirðingi hafa verið valdar í U21-landsliðshóp Íslands í hestaíþróttum en skrifað var undir samninga í gærmorgun í höfuðstöðvum Landssambands hestamannafélaga í Laugardalnum. Tvær skagfirskar hestakonur eru þar á meðal tíu annarra knapa en stórt tímabil er framundan á HM ári.
Meira

Háskólinn á Hólum varðveitir Sleipnisbikarinn, merkasta verðlaunagrip íslenskrar hestamennsku

Háskólanum á Hólum hefur verið falið að varðveita á milli Landsmóta hestamanna en samkomulag þess efnis var undirritað sl. föstudag í húsakynnum Söguseturs íslenska hestsins á Hólum. Það var Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ, sem fól rektor skólans, Hólmfríði Sveinsdóttur, að varðveita gripinn, sem sagðist þakka traustið og virðinguna sem skólanum væri sýndur.
Meira

Guðmar Freyr knapi ársins hjá Skagfirðingi

Á árshátíð Hestamannafélagsins Skagfirðings, sem fram fór síðasta föstudag í Ljósheimum, voru knapar ársins hjá félaginu verðlaunaðir, líkt og venja er fyrir. Félagið greinir frá því á heimasíðu sinni að Guðmar Freyr Magnússon hafi verið útnefndur knapi ársins.
Meira

Norskir fyrirlesarar kynna á Hólum rannsókn sína um hross í umferð og hættur á vegum

Á morgun, fimmtudaginn 6. október, verður haldinn fyrirlestur heima á Hólum þar sem norskt rannsóknarfólk mun kynna niðurstöður sínar úr rannsókn sem það gerði vegna hesta og öryggi knapa í umferðinni. Einnig verða tryggingamál og reglur sem gilda fyrir umferðarslys í tengslum við hesta og önnur dýr.
Meira

Laufskálaréttarhelgi framundan í allri sinni dýrð

Eftir tveggja ára Covid-hlé er loksins hægt að gleðjast saman á ný á Laufskálaréttarhelgi sem fer fram um helgina. Mikið húllumhæ verður þá í Skagafirði, hestasýning, réttarstörf, kráarstemning og stórdansleikur svo eitthvað sé nefnt.
Meira