Hestar

Skagfirðingar fyrirferðamiklir á Stórmóti Hrings

Stórmót Hrings fór fram um helgina á Hringholtsvelli á Dalvík og segir á Eiðfaxa.is að þátttaka hafi verið góð í mótinu eins og á flestum mótum norðan heiða í sumar. Margir knapar náðu góðum árangri, ekki síst af Norðurlandi vestra, en keppt var bæði í fullorðins- og yngri flokkum.
Meira

Ánægðir Skagfirðingar eftir frábæran árangur á HM

Heimsmeistaramóti íslenska hestsins lauk sl. sunnudag í Berlín en þar hlutu Íslendingar sex gullverðlaun af níu í flokki fullorðinna, eitt gull í flokki ungmenna og fjögur af sex kynbótahrossum sem Íslendingar sendu á mótið urðu efst í sínum flokki. „Þreyttu en líður vel,“ sagði Jóhann R. Skúlason eftir mikla keyrslu nóttina eftir mótið og Ásdís Ósk Elvarsdóttir sagði það algjörlega geggjað að standa á palli á HM íslenska hestsins.
Meira

Frábær árangur Skagfirðinga á HM íslenska hestsins í Berlín

Skagfirðingarnir í íslenska landsliðinu í hestaíþróttum, Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Jóhann R. Skúlason, voru í eldlínunni á lokadegi Heimsmeistaramóts íslenska hestsins, sem fram fór í Berlín í liðinni viku. Unnu þau bæði til verðlauna í samanlögðum fjórgangsgreinum hvorn í sínum flokknum.
Meira

Landslið Íslands í hestaíþróttum kynnt

Landslið Íslands fyrir Heimsmeistaramót íslenska hestsins, sem fram fer í Berlín 4.-11. ágúst, var kynnt í verslun Líflands í gær. Sigurbjörn Bárðarson landsliðþjálfari fór yfir val á knöpum og hestum í liðið en horft var til árangurs á þremur WorldRanking-mótum og var Íslandsmótið í byrjun júlí síðasta af þeim. Einnig var horft til árangurs íslenskra knapa á stórmótum erlendis.
Meira

Tóti Eymunds Íslandsmeistari í 150 metra kappreiðaskeiði

Skagfirðingurinn Þórarinn Eymundsson stóð uppi sem sigurvegari í 150 metra skeiði á Gullbrá frá Lóni á Íslandsmóti í hestaíþróttum sem fram fór í síðustu viku á félagssvæði hestamannafélagsins Fáks í Reykjavík. Þórarinn og Gullbrá runnu brautina á 14,10 sekúndum, 21 sekúndubroti á undan Árna Birni Pálssyni og Korka frá Steinnesi sem komu í mark á 14,31 sek.
Meira

Dagsferð Skagfirðings í Reyki

Nú er tími hinna sönnu túrhesta og flengjast þeir vítt og breitt um landið. Hestamannafélagið Skagfirðingur heldur úti ferðanefnd fyrir félagsmenn og að auki við Jónsmessuferð var farin sér kvennaferð á dögunum. Um helgina stefnir nefndin á dagsferð í Reyki.
Meira

Úrslit í félagsmóti Hestamannafélagsins Skagfirðings

Félagsmót Hestamannafélagsins Skagfirðings var haldið þann 1. júní á Fluguskeiði, félagssvæði Skagfirðings á Sauðárkróki. Á heimasíðu félagsins segir að mótið hafi farið vel fram þar sem knapar voru prúðir og tímanlegir og endað var á grilli í félagsheimilinu Tjarnabæ að móti loknu.
Meira

WR Hólamót um síðustu helgi

Um síðustu helgi var haldið íþróttamót Hestamannafélagsins Skagfirðings og UMSS í hestaíþróttum, svokallað World Ranking mót, að Hólum í Hjaltadal. Um 170 keppendur voru skráðir til leiks og keppt í 19 keppnisgreinum.
Meira

Úrslit frá firmakeppni Skagfirðings

Góð þátttaka var í Firmamóti Hestamannafélagsins Skagfirðings sem haldið var í blíðskaparveðri 25.apríl sl., sumardaginn fyrsta og stemningin góð. Að keppni lokinni voru úrslit gerð kunn í Tjarnarbæ, þar sem hið margrómaða kaffihlaðborð svignaði undan kræsingum.
Meira

Fjöldi þátttakenda í kvennatölti Líflands

Kvennatölt Líflands 2019 var haldið í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki 18. apríl síðastliðinn. Þar mættu 74 konur til leiks og var þema mótsins gull. Í tilkynningu frá mótshöldurum segir að mótið hafi gengið vel í alla staði og gaman að sjá hversu margar konur sáu sér fært að mæta og taka þátt og tóku sumar gullþemanu mjög alvarlega.
Meira