Hestar

Þúfur Ræktunarbú ársins ásamt Fákshólum

Í fyrsta sinn voru tvö hrossaræktarbú verðlaunuð sem Ræktunarbú ársins en það voru hrossaræktunarbúið Þúfur og Fákshólar.
Meira

Á Norðurlandi vestra eru 5 bú tilnefnd til ræktunarverðlauna í hrossarækt

Nú hefur verið tilkynnt hvaða hrossaræktarbú fagráð í hrossarækt tilnefnir til ræktunarverðlauna bændasamtaka Íslands í ár. Verðlaun verða veitt á fagráðstefnu hrossaræktarinnar laugardaginn 3. desember.
Meira

Uppskeruhátíð æskulýðsdeildar Skagfirðings

Á Facebook- síðu Hestamannafélagsins Skagfirðings segir að uppskeruhátíð æskulýðsdeildar Skagfirðings fór fram sunnudaginn 22. október, þar sem veitt voru verðlaun fyrir tímabilið og farið yfir næsta vetur. Pollarnir þeirra fengu öll þátttökuverðlaun fyrir flottan árangur. 
Meira

Gleði og gott veður

Þegar veðrið er gott verður allt sem fyrir er frábært aðeins betra. Laufskálaréttarhelgin er liðin og svei mér þá ef hún var ekki bara ennþá skemmtilegri en í fyrra. Er ekki hægt að segja þetta á hverju ári. Þessi helgi toppar sig alltaf. Auðvitað talar maður ekki fyrir alla þegar tekið er svona til orða. En vel heppnuð helgi engu að síður. Sýningin í reiðhöllinni Svaðastöðum var vel sótt og notað hvert einasta sæti í höllinni sem í boði var.
Meira

Hugsanlega fyrsta slíka aðgerðin hér á landi

Á föstudaginn var lenti Ingunn Reynisdóttir dýralæknir og eigandi Dýrin mín stór og smá á Syðri-Völlum í Húnaþingi vestra í útkalli á bæinn Bessastaði þar sem hryssan Gáfa hafði farið úr bóglið á hægri framfæti eftir að hafa lent í áflogum við aðra hesta.
Meira

Stóðréttarveislan heldur áfram

Að þessu sinni er veislan í Víðidalstungurétt Húnaþingi vestra, föstudaginn 6. október nk. verður stóðsmölun í vestrinu. Stóðinu verður hleypt í gegnum hliðið við Bergárbrú klukkan 14:30. Milli klukkan 14:00 og 17:00 verður boðið uppá súpu í skemmunni á Kolugili. Pantanir sendist á kolugil@gmail.com. Lagt verður af stað með stóðið frá Kolugili klukkan 16:30. Hafa skal í huga að ný rekstrarleið verður farin og er hún eftir malbikaða veginum fyrir neðan Dæli. Eru því gestir beðnir að fara varlega eftir stóðinu á leið sinni í nátthólfið, hvort sem fólk er á hestum, bílum, reiðhjólum eða gangandi.
Meira

Veislan er byrjuð

Laufskálaréttarhelgin er formlega hafin, eða sennilega hófst hún hjá þeim sem ætla að vera ríðandi í réttinni fyrr í vikunni, því koma þarf hrossunum inn í dalinn til að vera klár í slaginn í fyrramálið.
Meira

Laufskálaréttarhelgin

Það er ekki ofsögum sagt að Laufskálaréttarhelgin er ein stærsta ferðamannahelgi ársins í Skagafirði. Þar koma saman hestar og menn í einni vinsælustu stóðrétt landsins þessa helgi, svo nú er lag að pússa reiðtygin, viðra vaxjakkann og finna vasapelann og hattinn, því Skagaförður boðar ykkur mikinn fögnuð. 
Meira

Hugsjón, sérviska og þrái : Reiðskóli Ingimars Pálssonar 40 ára

Það eiga ófáir góðar minningar af reiðnámskeiði hjá Ingimari Pálssyni á Sauðárkróki enda allmörg ár síðan reiðskólinn hóf göngu sína eða heil fjörtíu. Ingimar lætur ekki deigan síga þó árin hellist yfir hann líkt og skólann en fyrr í sumar fagnaði hann 77 ára afmæli sínu. Feykir tók hús á hestamanninum síunga einn góðan veðurdag fyrr í sumar, rétt áður en farið var í reiðtúr með hóp áhugasamra hestakrakka á reiðnámskeiði.
Meira

Feðginin Þórarinn og Þórgunnur bæði með silfur í fimmgangi F1 á Íslandsmóti

Íslandsmót fullorðinna- og ungmenna í hestaíþróttum fór fram sl. helgi á Selfossi. Knapar frá Norðurlandi vestra voru sem áður áberandi.
Meira