Hestar

Úrtaka Skagfirðings fyrir LH fór fram um helgina

Um síðustu helgi var úrtaka Hestamannafélagsins Skagfirðings haldin fyrir Landsmót, sem fram fer dagana 3. - 10. júlí á Hellu, og var þátttaka góð, mörg framúrskarandi hross og glæsilegar sýningar. Sex efstu hestarnir í hverjum flokki unnu sér inn farmiða á Landsmótið og hafa keppendur frest fram á morgundaginn til að staðfesta þátttöku sína.
Meira

Gæðingamót Þyts var um helgina 11.-12.júní

Um helgina, 11.-12. júní, var gæðingamót Þyts og úrtaka fyrir Landsmót. Boðið var upp á 2 rennsli en efstu þrír hestarnir í hverjum flokki í úrtöku hafa unnið sér inn farmiða á Landsmót. Einn polli tók þátt en það var hún Gígja Kristín Harðardóttir og stóð hún sig auðvitað með mikilli prýði.
Meira

Valur Valsson er LH-félagi ársins 2022

LH–félagi ársins eru hvatningarverðlaun fyrir sjálfboðaliða og félaga hestamannafélaga sem vinna fórnfúst og óeigingjarnt starf í þágu hestamennskunnar.
Meira

Skýrslu um blóðtöku úr fylfullum hryssum skilað til matvælaráðherra

Starfshópur sem Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, skipaði í lok árs 2021 til að skoða starfsemi, regluverk, eftirlit og löggjöf í kringum blóðtöku úr fylfullum hryssum hefur skilað skýrslu sinni. Í skýrslunni er rýnt í umfang starfseminnar, eftirlit, dýravelferð, löggjöf, sjónarmið hagaðila og tillögur settar um framhaldið.
Meira

Saga hrossaræktar – félagskerfið, þriðja grein :: Kristinn Hugason skrifar

Í síðustu grein var fjallað allítarlega um hrossaræktarsamböndin og starfið innan þeirra en það var auk umsvifamikils stóðhestahalds töluvert og þá að mestu í tengslum við búnaðarsamböndin og landsráðunautanna í hrossarækt, s.s. söfnun og frágangur folaldaskýrslna, aðkoma að sýningahaldi o.fl. Samstarfsvettvangur þeirra, Hrossaræktarsamband Íslands, nýttist og verulega þegar unnið var á sínum tíma að skilgreiningu dómskalans, stigunarkvarðanum, sem tekin var upp formlega árið 1990.
Meira

WR Hólamótinu lokið

Fram kemur á Eidfaxi.is að WR Hólamótinu sé lokið.
Meira

Minningargjöf um Sigrúnu Kristínu Þórðardóttur

Sunnudaginn 1. maí komu félagar í hestamannafélaginu Þyt saman við reiðhöllina á Hvammstanga til að taka á móti skilti til merkingar á höllinni. Það voru spilafélagar Sigrúnar Kristínar Þórðardóttur sem gáfu skiltið til minningar um Sigrúnu sem lést þann 8. apríl 2019. Sigrún var formaður Þyts þegar höllin var byggð og var hún aðal hvatamaður að byggingu hennar.
Meira

Prestsbær hrossaræktarbú ársins 2021 í Skagafirði

Hrossaræktarsamband Skagfirðinga (HSS) hélt tvöfaldan aðalfund fyrir árin 2020 og 2021, þann 19. apríl síðastliðinn í Tjarnarbæ. Við sama tækifæri var verðlaunaveiting til félagsmanna HSS þar sem verðlaun voru veitt fyrir hæst dæmdu kynbótahrossin, hrossaræktarbú ársins og kynbótaknapa ársins, fyrir árið 2021.
Meira

Saga hrossaræktar – félagskerfið, önnur grein :: Kristinn Hugason skrifar

Nú skal ofinn áfram þráðurinn frá síðustu grein þar sem fjallað var um stofnun fyrsta hrossaræktarfélagsins og hugmyndina að baki þess sem byggist á Norður-Evrópska eða Skandinavíska ræktunarmódelinu sem er við lýði enn í dag og er í raun grunnurinn að sameiginlegu skýrsluhaldi og útreikningi á kynbótamati. Þó staða hrossaræktarfélaganna hafi gerbreyst frá því er var.
Meira

Hestadagar í Skagafirði um helgina - Tekið til kostanna og Meistaradeild KS

Tekið til kostanna 2022 fer fram í reiðhöllinni Svaðastöðum föstudaginn 29. apríl nk. kl. 20:00 - Húsið opnar klukkan 18 og segir í tilkynningu frá aðstandendum viðburðarins að hamborgari og kaldur verði í boði í reiðhöllinni. Lagt verður á skeið á Hólum á laugardag.
Meira