Hestar

Landsmót hestamanna 2026 verður haldið á Hólum í Hjaltadal

Á fundi stjórnar Landssambands hestamanna sl. mánudag var ákveðið að Landsmót færi fram á Hólum í Hjaltadal 2026 og verður gengið til samninga við Hestamannafélagið Skagfirðing um mótshaldið á grunni fyrirliggjandi samninga við Landsmót 2018, 2022 og 2024.
Meira

Líf og fjör á reiðnámskeiði á Skagaströnd

Það hefur verið líf og fjör á reiðnámskeiði Hestamannafélagsins Snarfara á Skagaströnd og Reiðskóla Eðalhesta í sumar en seinna námskeið sumarsins hófst í gær og stendur fram að helgi. Námskeiðin eru ætluð börnum í 1. til 7. bekkjar í ár.
Meira

Óvænt brúðkaup á söguslóðum í Húnvatnshreppi

Það gerist ekki oft að brúðguminn mæti til kirkju óafvitandi þess að hann sér að fara að kvænast. En þannig var það svo sannarlega í tilfelli Jökuls Helgasonar er Guðný Elíasdóttir kom honum á óvart með óvæntu brúðkaupi. Giftu þau sig í Þingeyrakirkju í Húnavatnshreppi þann 30. júní síðastliðinn, í miðri hestaferð, og má segja að athöfnin hafi komið brúðgumanum jafn mikið á óvart og gestunum.
Meira

Glanni besti töltarinn – Hestamaðurinn :: Ingimar Jónsson á Flugumýri

Ingimar Jónsson, bóndi á Flugumýri, er hestamaður vikunnar á Feyki. Hann er kvæntur Margréti Óladóttur og eiga þau miklu barnaláni að fagna en börn þeirra eru þau Dagur Már f. 1991, Katarína f. 1995, Rakel Eir f. 1999, Jón Hjálmar f. 2003, Matthildur f. 2008 og Árni Þór f. 2015. Foreldrar hans eru þau Jón Ingimarsson frá Flugumýri og Sigríður Valdimarsdóttir frá Sauðárkróki en af þeim tóku þau hjón við búskap á Flugumýri 1998-9. Aðspurður um hrossafjölda segir Ingimar hann vera aðeins meiri en nauðsynlegt getur talist.
Meira

Elvar Einarsson nýr formaður Skagfirðings

Formannsskipti urðu í Hestamannafélaginu Skagfirðingi á aðalfundi þess sem haldinn var í Tjarnabæ í síðustu viku. Skapti Steinbjörnsson, á Hafsteinsstöðum, sem gegnt hefur embættinu sl. fjögur ár, ákvað að bjóða ekki fram krafta sína á ný og því var nýr formaður kosinn. Sá eini sem bauð sig fram, Elvar Einarsson á Skörðugili, fékk afgerandi kosningu eða öll atkvæði utan eins sem merkt var Stefáni Loga Haraldssyni, sem þó hafði ekki óskað eftir þeim frama í félaginu.
Meira

Skagfirðingur sækir um Landsmót 2024

Hestamannafélagið Skagafirðingur hefur sótt um að halda Landsmót hestamanna árið 2024 en á heimasíðu Landssambands hestamannafélaga kemur fram að þrjú félög sóttu um halda mótið. Í frétt á mbl.is er haft eftir Lárus Ástmar Hannessyni, formanni LH, að hann reikni með að fundað verði með full­trú­um um­sækj­enda í þess­um mánuði og í kjöl­farið verði einn staður val­inn og skrifað und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu um að halda mótið þar.
Meira

Hrossaræktarfundir - fundarferð um landið

Fundir um málefni hrossaræktarinnar hófust upp úr miðjum febrúar þar sem Sveinn Steinarsson formaður Félags hrossabænda og Þorvaldur Kristjánsson hrossaræktarráðunautur hafa verið á ferðinni um landið og kynnt það sem efst er á baugi í hestaheiminum. Fundir á Norðurlandi vestra verða verða í Skagafirði á morgun og í Húnaþingi vestra næsta þriðjudag.
Meira

Söfnuðu fyrir reiðhallarspeglum

Unglingadeild hestamannafélagsins Skagfirðings hefur frá árinu 2017 staðið í alls kyns fjáröflunum til kaupa á speglum í Reiðhöllina Svaðastaði og voru þeir settir upp í desember. Þegar blaðamaður Feykis leit við í reiðhöllinni sl. fimmtudagskvöld stóðu unglingarnir sjoppuvaktina og rukkuðu inn á sýnikennslu Þórarins Eymundssonar.
Meira

Flugeldar og hross eiga ekki saman

Stjórn Hestamannafélagsins Skagfirðings bendir á það á heimasíðu sinni að nú um áramótin séu margar hestagirðingar á kafi í snjó og því umhugsunarefni hvernig hross geti brugðist við þegar farið verður að skjóta upp flugeldum á gamlárskvöld.
Meira

LH lýsir yfir vonbrigðum með að þrefaldur heimsmeistari hafi ekki verið tilnefndur til íþróttamanns ársins

Stjórn Landssambands hestamannafélaga sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem lýst er yfir óánægju með tilnefningar Samtaka íþróttafréttamanna til íþróttamanns ársins. Finnst stjórninni jólakveðjur Samtaka íþróttafréttamanna til hestamanna heldur kaldar þar sem gengið er freklega fram hjá þreföldum heimsmeistara í hestaíþróttum, Skagfirðingnum Jóhanni Rúnari Skúlasyni, sem ætti að vera þess umkominn að komast á lista þeirra 10 íþróttamanna sem tilnefndir eru til íþróttamanns ársins, og tilkynnt var í morgun.
Meira