Hestar

Þrír Skagfirðingar koma til greina sem knapar ársins hjá LH

Ekki verður haldin uppskeruhátíð hjá Landssambandi hestamannafélaga í ár en í hennar stað var að ákveðið að halda verðlaunahátíð um næstu helgi. Þrír Skagfirðingar eiga möguleika á knapaverðlaunum og tvö skagfirsk bú fyrir keppnishestabú ársins 2021.
Meira

Úrslit frá Fákaflugi 2021

Fákaflug 2021 var haldið sunnudaginn 15. ágúst á félagssvæði Hestamannafélagsins Skagfirðings á Sauðákróki. Mótið tókst afar vel og sáust fínar einkunnir. Hnokkabikarinn í ár hlaut Guðmar Freyr Magnússon en bikarinn er veittur fyrir árangur í sem flestum greinum, gefinn af Þúfum, Gísla og Mette.
Meira

Fákaflug 2021- skráningu lýkur í kvöld

Gæðingamótið Fákaflug verður haldið um helgina, dagana 14. og 15. ágúst, á Sauðárkróki. Fákaflug er rótgróið mót sem var á árum áður haldið á Vindheimamelum en undanfarin ár hafa fákar flogið á Sauðárkróki.
Meira

Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum fór fram um liðna helgi

Íslandsmót barna og unglinga fór fram í Hafnafirði og lauk í gær. Skagfirðingar og Húnvetningar voru að sjálfsögðu á mótinu og stóðu sig með prýði að vanda.
Meira

Þórgunnur og Hjördís Halla Íslandsmeistarar í fimi

Systurnar Þórgunnur og Hjördís Halla Þórarinsdætur stóðu stig heldur betur vel á Íslandsmóti barna og unglinga um helgina, en hæst ber að nefna að þær sigruðu báðar fimi sínum flokkum, Hjördís í barnaflokk og Þórgunnur í Unglingaflokk.
Meira

Hrossaræktarsamband Skagfirðinga veitir verðlaun fyrir árið 2020

Hrossaræktarsamband Skagfirðinga (HSS) gat ekki haldið uppskeruhátíð með hefðbundnum hætti árið 2020 fyrir félagsmenn sína, þar sem verðlaun eru veitt fyrir hæst dæmdu kynbótahrossin, hrossaræktarbú ársins og kynbótaknapa ársins. Alltaf stóð til að halda uppskeruhátíðina þó komið væri fram á árið 2021 en vegna Covid og samkomutakmarkana, varð það úr að stjórn HSS fór á dögunum og keyrði um Skagafjörð til að koma verðlaunagripunum á sína staði.
Meira

Þórir á Lækjamóti sæmdur Gullmerki LH

Á Fjórðungsmóti Vesturlands sem fram fór um liðna helgi var Þórir Ísólfsson sæmdur Gullmerki Landssambands Hestamanna (LH) við hátíðlega athöfn.
Meira

Húnvetningar og Skagfirðingar öflugir á Fjórðungsmóti

Í gær lauk flottu Fjórðungsmóti Vesturlands sem haldið var samhliða landssýningu kynbótahrossa í Borgarnesi. Mótið var vel sótt af Húnvetningum og Skagfirðingum sem gerðu gott mót.
Meira

Fjórðungsmót Vesturlands hefst í vikunni

Fjórðungsmót Vesturlands og Landssýning kynbótahrossa fer fram í Borgarnesi í vikunni sem er að byrja, 7.-11. júlí. Keppt verður í gæðingakeppni, opnum töltkeppnum og 100 metra flugskeiði. Þáttökurétt í gæðingakeppni eiga knapar og hesteigendur af Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Einnig fer fram kynbótasýning á mótinu fyrir hesta af þessu svæði og síðan verður Landssýning Kynbótahrossa þar sem kynbótahross af öllu landinu verða verðlaunuð. Mótið hefst á miðvikudaginn á forkeppnum og síðan verða úrslitin riðin um helgina.
Meira

Eyrún Ýr og Hrannar Íslandsmeistarar í fimmgangi

Eyrún Ýr Pálsdóttir og Hrannar frá Flugumýri urðu Íslandsmeistarar í fimmgangi meistara á Íslandsmótinu í hestaíþróttum sem fram fór á Hólum í Hjaltadal um helgina. Gísli Guðjónsson, ritstjóri Eiðfaxa, tók viðtal við Eyrúnu að loknum úrslitum og sagði að Skagafjörðurinn færi henni vel og hún honum.
Meira