Elvar Einarsson nýr formaður Skagfirðings
feykir.is
Skagafjörður, Hestar
12.03.2020
kl. 08.03
Formannsskipti urðu í Hestamannafélaginu Skagfirðingi á aðalfundi þess sem haldinn var í Tjarnabæ í síðustu viku. Skapti Steinbjörnsson, á Hafsteinsstöðum, sem gegnt hefur embættinu sl. fjögur ár, ákvað að bjóða ekki fram krafta sína á ný og því var nýr formaður kosinn. Sá eini sem bauð sig fram, Elvar Einarsson á Skörðugili, fékk afgerandi kosningu eða öll atkvæði utan eins sem merkt var Stefáni Loga Haraldssyni, sem þó hafði ekki óskað eftir þeim frama í félaginu.
Meira