Hestar

Keppt í slaktaumatölti Meistaradeildar KS í kvöld

Annað mót Meistaradeildar KS fer fram í kvöld, 27. febrúar í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki, þegar keppt verður í slaktaumatölti (T2)! Höskuldur Jónsson og Svörður frá Sámsstöðum, sem keppa fyrir Leiknisliðið, munu ríða á vaðið og hefja keppni klukkan 19. Eftir gæðingafimina sem fram fór fyrir tveimur vikum trónir Ísólfur Líndal Þórisson á toppnum í einstaklingskeppninni með 28 stig og lið hans, Skoies/Prestige, leiðir liðakeppnina með 76 stig.
Meira

Tóti Eymunds og Helga Una Björnsdóttir í landsliðshóp LH

Landssamband hestamannafélaga (LH) kynnti á blaðamannafundi í Bláa Lóninu í gær landsliðshóp LH í hestaíþróttum sem er fyrsta skrefið í breyttum áherslum LH í afreksmálum. Á Facebook-síðu sambandsins segir að hingað til hafi landslið Íslands á HM verið valið út frá svokölluðum lykli og úrtökumóti en nú verður breyting
Meira

Norðlenska mótaröðin í hestaíþróttum farin af stað

Fyrsta mótið í Norðlensku mótaröðinni í hestaíþróttum var haldið sl. laugardag, 16. febrúar, í Þytsheimum á Hvammstanga. Keppt var í fjórgangi, V5 í barna og 3. flokki og V3 í unglinga, ungmenna, 1. og 2. flokki. Næsta mót verður haldið á Sauðárkróki í Svaðastaðahöllinni 2. mars nk. Hægt er að sjá allar einkunnir úr forkeppni og úrslitum inni á appinu LH Kappi.
Meira

Folaldasýning Miðsitju og Hrossaræktunardeildar Grána 2019

Bændur í Miðsitju, í samvinnu við Hrossaræktunardeild Grána, efna til folaldasýningar 16. febrúar nk. og hefst hún stundvíslega kl. 12:00 í reiðhöllinni að Miðsitju, Akrahreppi. Viðurkenndir gæðingadómarar dæma um gæði folalda og verður keppt í tveimur flokkum: merfolöld og hestfolöld. Verðlaunað verður fyrir þrjú efstu sæti í hvorum flokki en jafnframt verður afhentur bikar fyrir glæsilegasta folald sýningarinnar.
Meira

Keppni í Meistaradeild KS í hestaíþróttum hefst í kvöld

Þá er komið að fyrsta keppnisdegi Meistaradeildar KS í hestaíþróttum sem fram fer í reiðhöllinni á Sauðárkróki en þá verður keppt í gæðingafimi. Fjörið hefst klukkan 18:30 á liðskynningu og hálftíma síðar mætir fyrsti keppandi í brautina, Guðmar Freyr Magnússon og Sátt frá Kúskerpi. Þeir sem ekki komast í höllina er bent á að hægt er að kaupa aðgang að beinni útsendingu VJ mynda á netinu. Átta lið taka þátt í mótinu og hefur Feykir nú þegar birt kynningu þriggja liða Meistaradeildarinnar á vef sínum og hér fyrir neðan má sjá þau fimm lið sem eftir eru.
Meira

Meistaradeild KS í hestaíþróttum - Hofstorfan

Þriðja liðið sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS í hestaíþróttum er lið Hofstorfunar. Liðið er skipað miklu keppnisfólki sem finnst allt annað en sigur vera tap. Liðsstjóri er Elvar E. Einarsson á Skörðugili.
Meira

Meistaradeild KS - Þúfur

Annað liðið sem kynnt hefur verið til leiks í Meistaradeild KS er lið Þúfna. Það er skipað fjórum flinkum konum og þeim fylgir einn karl sem reyndar er enginn meðalmaður.
Meira

Meistaradeild KS í hestaíþróttum - Hrímnir

Fyrsta liðið sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS í hestaíþróttum 2019 er sigurlið sl. fjögurra ára, lið Hrímnis. Liðsstjóri þessa sigursæla liðs er sem fyrr Þórarinn Eymundsson, tamningamaður og reiðkennari á Hólum.
Meira

Team Leiknir og Íbishóll/Sunnuhvoll unnu sér sæti í Meistaradeild KS

Úrtaka Meistaradeildar KS 2019 í hestaíþróttum fór fram sl. miðvikudagskvöld þar sem fimm lið börðust um þau tvo sæti sem voru laus í keppni vetrarins. Tveir úr hverju liði öttu kappi í hvorri greininni, fimmgangi og fjórgangi. Fór svo að liðin Team Leiknir og Íbishóll/Sunnuhvoll stóðu hæst í lokin og bætast við þau lið sem þegar áttu sæti í KS deildinni.
Meira

Hestamannafélagið Neisti býður upp á reiðnámskeið

Hestamannafélagið Neisti á Blönduósi býður í vetur upp á reiðnámskeið fyrir börn og unglinga. Námskeiðin eru auglýst á heimasíðu félagsins, neisti.net, með fyrirvara um næga þátttöku og verða tímasetningar og hópaskiptingar auglýstar á síðunni að loknum síðasta skráningardegi.
Meira