Hestar

Elvar Einarsson nýr formaður Skagfirðings

Formannsskipti urðu í Hestamannafélaginu Skagfirðingi á aðalfundi þess sem haldinn var í Tjarnabæ í síðustu viku. Skapti Steinbjörnsson, á Hafsteinsstöðum, sem gegnt hefur embættinu sl. fjögur ár, ákvað að bjóða ekki fram krafta sína á ný og því var nýr formaður kosinn. Sá eini sem bauð sig fram, Elvar Einarsson á Skörðugili, fékk afgerandi kosningu eða öll atkvæði utan eins sem merkt var Stefáni Loga Haraldssyni, sem þó hafði ekki óskað eftir þeim frama í félaginu.
Meira

Skagfirðingur sækir um Landsmót 2024

Hestamannafélagið Skagafirðingur hefur sótt um að halda Landsmót hestamanna árið 2024 en á heimasíðu Landssambands hestamannafélaga kemur fram að þrjú félög sóttu um halda mótið. Í frétt á mbl.is er haft eftir Lárus Ástmar Hannessyni, formanni LH, að hann reikni með að fundað verði með full­trú­um um­sækj­enda í þess­um mánuði og í kjöl­farið verði einn staður val­inn og skrifað und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu um að halda mótið þar.
Meira

Hrossaræktarfundir - fundarferð um landið

Fundir um málefni hrossaræktarinnar hófust upp úr miðjum febrúar þar sem Sveinn Steinarsson formaður Félags hrossabænda og Þorvaldur Kristjánsson hrossaræktarráðunautur hafa verið á ferðinni um landið og kynnt það sem efst er á baugi í hestaheiminum. Fundir á Norðurlandi vestra verða verða í Skagafirði á morgun og í Húnaþingi vestra næsta þriðjudag.
Meira

Söfnuðu fyrir reiðhallarspeglum

Unglingadeild hestamannafélagsins Skagfirðings hefur frá árinu 2017 staðið í alls kyns fjáröflunum til kaupa á speglum í Reiðhöllina Svaðastaði og voru þeir settir upp í desember. Þegar blaðamaður Feykis leit við í reiðhöllinni sl. fimmtudagskvöld stóðu unglingarnir sjoppuvaktina og rukkuðu inn á sýnikennslu Þórarins Eymundssonar.
Meira

Flugeldar og hross eiga ekki saman

Stjórn Hestamannafélagsins Skagfirðings bendir á það á heimasíðu sinni að nú um áramótin séu margar hestagirðingar á kafi í snjó og því umhugsunarefni hvernig hross geti brugðist við þegar farið verður að skjóta upp flugeldum á gamlárskvöld.
Meira

LH lýsir yfir vonbrigðum með að þrefaldur heimsmeistari hafi ekki verið tilnefndur til íþróttamanns ársins

Stjórn Landssambands hestamannafélaga sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem lýst er yfir óánægju með tilnefningar Samtaka íþróttafréttamanna til íþróttamanns ársins. Finnst stjórninni jólakveðjur Samtaka íþróttafréttamanna til hestamanna heldur kaldar þar sem gengið er freklega fram hjá þreföldum heimsmeistara í hestaíþróttum, Skagfirðingnum Jóhanni Rúnari Skúlasyni, sem ætti að vera þess umkominn að komast á lista þeirra 10 íþróttamanna sem tilnefndir eru til íþróttamanns ársins, og tilkynnt var í morgun.
Meira

Uppskeruhátíð Hrossaræktarsambands Skagfirðinga 2019

Uppskeruhátíð Hrossaræktarsambands Skagfirðinga var haldin föstudaginn 22. nóvember í Ljósheimum. Þar voru veitt verðlaun fyrir kynbótahross ættuð úr Skagafirði sem hlutu hæstu kynbótadóma sem einstaklingar á árinu 2019, hrossaræktarbú og kynbótaknapa í Skagafirði sem náð höfðu framúrskarandi árangri á árinu. Alls voru 116 hross með skagfirskan uppruna fulldæmd í kynbótadómi á árinu og af þeim fóru 79 einstaklingar eða 68% í 8 eða hærra í aðaleinkunn. Það var því hörð samkeppnin um efstu sætin og eftirfarandi hross voru verðlaunuð sem einstaklingar. Það eru eingöngu félagar í HSS sem geta hlotið verðlaun sem ræktendur.
Meira

Æskulýðsnefnd Skagfirðings og HSS með uppskeruhátíð

Uppskeruhátíð Hrossaræktarsambands Skagfirðinga og æskulýðsnefndar Hestamannafélagsins Skagfirðings verður haldin í Ljósheimum föstudaginn 22. nóvember 2019 kl. 20. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú hæst dæmdu kynbótahrossin í hverjum aldursflokki.
Meira

Jóhann Skúla valinn knapi ársins

Fremstu afreksknapar og fremstu ræktunarbú ársins 2019 voru heiðruð á Uppskeruhátíð hestamanna um liðna helgi. Króksarinn Jóhann Rúnar Skúlason var valinn knapi ársins en hann á þrjá heimsmeistaratitla á árinu, í tölti, fjórgangi og samanlögðum fjórgangsgreinum á hestinum Finnboga frá Minni-Reykjum.
Meira

Fjöldi tilnefninga af Norðurlandi vestra á uppskeruhátíð hestamanna

Uppskeruhátíð Landssambands hestamannafélaga og Félags hrossabænda verður haldin nk. laugardagskvöld 2. nóvember í Súlnasal Hótel Sögu. Fjögur bú af Norðurlandi vestra hafa verið tilnefnd sem ræktunarbú ársins, eitt sem keppnishestabú ársins og sex knapar í sjö flokkum.
Meira