Hestar

Sýning ræktunarbúa á Fjórðungsmóti 2021

Fjórðungsmót Vesturlands fer fram í Borgarnesi dagana 7. til 11. júlí í sumar. Í tilkynningu frá Framkvæmdanefnd mótsins er óskað eftir ræktunarbúum til að taka þátt í ræktunarbússýningu sem mun fara fram á mótinu.
Meira

Kynbótasýningar á Hólum í beinni

Mánudaginn 31. maí nk. hefst fyrri kynbótasýning á Hólum í Hjaltadal og lýkur föstudaginn fjórða júní. Streymt verður beint frá kynbótasýningunni á Alendis TV en stefnt er að því að Alendis TV sýni beint frá öllum kynbótasýningum á landinu í sumar.
Meira

Lið Íbishóls sigraði í liðakeppninni

Lokamót meistaradeildar KS fór fram föstudagskvöldið 7. Maí síðastliðið í reiðhöllinni á Sauðárkróki, en keppt var að þessu sinni tölti og flugskeiði. Í töltkeppninni var það Bjarni Jónasson sem stóð uppi sem sigurvegari, en í skeiðinu fór Jóhann Magnússon hraðast allra. Mette Manseth stóð uppi sem einstaklings sigurvegari heildarkeppninnar og lið Íbishóls sigraði liðakeppnina.
Meira

Knapar af Norðurlandi vestra sigursælir á Skeifudegi

Fyrir skömmu var Skeifudagurinn á Hvanneyri haldinn hátíðlegur en að þessu sinni var honum streymt á vefnum vegna samkomutakmarkanna. Skeifudagurinn á sér langa sögu en Morgunblaðsskeifan var fyrst veitt við skólaslit Bændaskólans á Hvanneyri þann fjórða maí 1957. Vildi Morgunblaðið með þessu framtaki sýna hug sinn til þessarar fornu og fögru íþróttar, hestamennskunnar. Fjórir nemendur af Norðurlandi vestra sópuðu til sín verðlaunum.
Meira

Reiðkennsla eflist – réttindi verða til - Kristinn Hugason skrifar

Lengi vel var það svo að álitið var að hestamennskuhæfni væri meðfædd; sumir væru bornir reiðmenn en aðrir jafnvel klaufar og yrðu ekki annað. Vissulega er það svo að þeir sem ætla að ná færni á þessu sviði sem öðrum þurfa að búa yfir áhuga og elju og ákveðnum líkamlegum forsendum en að því gefnu gildir hið fornkveðna: Æfingin skapar meistarann.
Meira

Íbishóll lið kvöldsins í slaktaumatölti

Keppni í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild KS í hestaíþróttum fór fram í reiðhöllinni Svaðastöðum þann 21. apríl sl. Guðmar Freyr Magnússon og Glymjandi frá Íbishóli sigruðu með einkunnina 7.71 og fleiri fjaðrir fóru í hatta Íbishólsliðsins sem sigraði liðakeppnina eftir keppni kvöldsins.
Meira

Evrópumeistaramótin verða að heimsmeistaramótum :: Kristinn Hugason skrifar

Í síðustu grein var fjallað um fyrsta Íslandsmótið í hestaíþróttum sem fram fór á Selfossi 1978 en er þar var komið sögu hafði verið stofnuð íþróttadeild innan Fáks árið 1976 og Íþróttaráð LH sett á laggirnar ári síðar, 1977, en það stóð að mótinu ásamt hestamannafélaginu Sleipni. Íþróttadeild Fáks fékk inngöngu ÍBR árið 1984 og Íþróttaráð LH fékk stöðu sérsambands innan ÍSÍ árið 1987.
Meira

Mette Mannseth og Skálmöld sigruðu í gæðingafimi

Annað mótið í Meistaradeild KS fór fram í gærkvöldi í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki. Keppt var í Gæðingafimi en sú grein er afar krefjandi keppnisgrein og var í fyrsta skipti í gær keppt á þriðja stigi í gæðingafimi LH. Mette Mannseth og Skálmöld frá Þúfum eru á feikna flugi en þær stóðu uppi sem sigurvegarar gær annað mótið í röð.
Meira

Mette og Skálmöld frá Þúfum tóku fjórganginn

Fyrsta mót ársins í Meistaradeild KS fór fram í Reiðhöllinni Svaðastöðum í gærkvöldi þar sem keppt var í fjórgangi. Mette Mannseth og Skálmöld frá Þúfum stóðu uppi sem sigurvegarar, þriðja árið í röð.
Meira

Þúfur er síðasta liðið sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS

Nú er loksins komið að keppnisdegi í Meistaradeild KS í hestaíþróttum en keppt verður í fjórgangi í reiðhöllinni Svaðastöðum í kvöld. Til leiks er kynnt áttunda og síðasta liðið í ár en það stóð uppi sem sigurlið síðasta árs, Þúfur.
Meira